mánudagur, desember 12, 2005

Meine Liebe Claudieh


4
Originally uploaded by austurfari.
Langaði til að kynna ykkur fyrir Claudieh, mín besta vinkona hér í Þýskalandi. Myndin er tekin þegar við fórum til Dresden á Bloc Party tónleikana, nánar tiltekið í Frauerkirche sem var algerlega eyðilögð í seinni heimstyrjöldinni, en nú er búið að endurbyggja hana. Frekar skrýtið að sjá gamla barrokk kirkju sem byggð var á 21. öld. En impressive.

Helgin var mjög skemmtileg. Hélt smá partý hjá Philipp því vinir Adrians frá Englandi voru í heimsókn. Fórum svo á skemmtistað þar sem ég hitti margt skemmtilegt fólk. Á laugardaginn fór ég til Berlínar að hitta Friedu og kærasta hennar, Jens. Okkur var boðið í mat til foreldra Jens, pabbi hans er listakokkur og ég borðaði yfir mig af ljúffengum fisk og öðru góðgæti. Hef komist að því að þjóðverjar borða HRATT, ég skil ekki hvernig þeir fara að því að borða forrétt, aðalrétt og eftirrétt á hálftíma. Ekki gott fyrir meltinguna. Fórum svo aðeins út, en vorum komin snemma heim, enda var ég mjög þreytt eftir föstudaginn. Á sunnudaginn var okkur boðið í jólakaffi hjá vinum þeirra, smakkaði fullt af þýskum kökum og jólanammi, namminamminamm. Kíktum svo á enn einn jólamarkaðinn og svo tók ég lestina heim um kvölið. Átti náðugt kvöld með Paco sem er kominn í leitirnar, horfði á DVD í hlýrri íbúð og svaf vel í hlýju svefnherbergi. Núna verð ég að vera dugleg í vinnunni þessa síðstu viku fyrir Ísland...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æðisleg mynd af ykkur :)
xxxH

1:52 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home