Aftur til Leipzig
Þá er ég komin aftur "heim". Til Leipzig. Ferðin gekk ágætlega með Míó, en ég dauðvorkenndi greyinu, tólf tímar í búrinu, uppdópaður og ringlaður. Hann mjálmaði nánast stanslaust í lestinni í fjóra og hálfa klukkustund, ég hélt ég myndi ekki halda þetta út ég vorkenndi honum svo mikið. En við komumst á leiðarenda að lokum, eftir 12 tíma ferðalag. Ég var ekki einu sinni spurð um pappírana þegar ég kom til landsins, gekk bara með hann í gegnum tollinn eins og hvern annan farangur. Enda engan starfsmann að sjá.
Keypti svið og harðfisk og hangikjötsálegg handa kollegum mínum. Ætla að bjóða þeim að smakka séríslenskan mat í dag. Býst við að flestir verði óðir í að smakka sviðið, hálfan kindahaus með auganu og öllu. Namminamm, eins gott að þeir borði þetta því ég legg mér ekki svið til munns lengur. Ónei. Hins vegar vona ég að harðfiskurinn falli heldur ekki í kramið þar sem mér finnst hann enn mikið lostæti og gæti vel hugsað mér að gæða mér á honum sjálf ;) Býst við að hangikjötið á flatkökunum verði vinsælast, enda afar bragðgott sama af hvaða þjóðerni þú ert (eða hvað?).
Nú byrjar samviskubitið aftur sem ég var reyndar afar fegin að vera laus við. Samviskubitið yfir að skilja Míó eftir einan heima. En mér til huggunar bý ég með tveimur öðrum sem geta haldið honum félagsskap meðan ég er í burtu, amk stundum.
Það var mjög gaman að koma í vinnuna aftur, ég er svo ánægð með þetta fólk allt sem ég er búin að kynnast hér. Það var ekkert sérlega gaman að koma í íbúðina aftur, reyndar var Lukas búinn að hita herbergin mín svo það var afar ljúft. En samt verða þau aldrei eins hlý og heima, því heima er auðvitað alltaf best...
Keypti svið og harðfisk og hangikjötsálegg handa kollegum mínum. Ætla að bjóða þeim að smakka séríslenskan mat í dag. Býst við að flestir verði óðir í að smakka sviðið, hálfan kindahaus með auganu og öllu. Namminamm, eins gott að þeir borði þetta því ég legg mér ekki svið til munns lengur. Ónei. Hins vegar vona ég að harðfiskurinn falli heldur ekki í kramið þar sem mér finnst hann enn mikið lostæti og gæti vel hugsað mér að gæða mér á honum sjálf ;) Býst við að hangikjötið á flatkökunum verði vinsælast, enda afar bragðgott sama af hvaða þjóðerni þú ert (eða hvað?).
Nú byrjar samviskubitið aftur sem ég var reyndar afar fegin að vera laus við. Samviskubitið yfir að skilja Míó eftir einan heima. En mér til huggunar bý ég með tveimur öðrum sem geta haldið honum félagsskap meðan ég er í burtu, amk stundum.
Það var mjög gaman að koma í vinnuna aftur, ég er svo ánægð með þetta fólk allt sem ég er búin að kynnast hér. Það var ekkert sérlega gaman að koma í íbúðina aftur, reyndar var Lukas búinn að hita herbergin mín svo það var afar ljúft. En samt verða þau aldrei eins hlý og heima, því heima er auðvitað alltaf best...
1 Comments:
Gott að vita af ykkur saman aftur og að allt hafi gengið hjá ykkur á leiðinni!
ást og kossar, Helga
Skrifa ummæli
<< Home