Styttist í heimför
Tveir dagar í heimför. Er að skipuleggja ferðalagið, kaupa lestarmiða til Berlínar og svona, reyna að láta alla tíma passa saman. Þetta er svolítið langt ferðalag, legg af stað um ellefu frá Leipzig og kem til Reykjavíkur um miðnætti. Tvær lestar og tvær fluvélar og ein rúta. Og svo vonandi bíll í Breiðholtið! Er náttúrulega á síðustu stundu með allt saman, er að reyna að púsla öllu saman, verst er að ég er ekki búin að finna íbúð, sem hefði verið mjög gott fyrir brottför. Er að skipuleggja partý hjá íbúðareigandanum í kvöld, en er ekki í neinu partýstuði. Of mörg partý, ég hlakka til að fara í smá afslöppun heima... eða hvað? Kannski stanslaust djamm frameftir nóttu hverja nótt??? Hvar endar þetta???
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home