-14 gráður
Hef sjaldan á ævinni upplifað annan eins kulda. Þetta er óviðráðanlegur kuldi, engin íslensk ull getur verndað mann fyrir þessum kulda. Manni verkjar í líkamann að ganga úti, það þurfa allir líkamspartar að vera huldir, meira að segja andlitið. Held að lungun frjósi hreinlega ef maður andar að sér þessu kalda lofti í meira en korter. Þeir ættu að gefa frí í dag og næstu viku þar sem þetta mun halda áfram. Ekki heilbrigður kuldi, það ætti að banna svona frost. Ég tók af mér vettlingana í 1 mín. á leið í vinnu til að skipta um lag í i-podnum mínum, það var eins og að stinga hendinni ofan í frystikistu, ég gat varla notað fingurna til að skipta um lag. Sjæse segi ég bara á góðri þýsku.
Er enn að brjóta heilann um hvað ég á að gera í íbúðarmálum. Get bara ekki ákveðið mig, hvort ég vilji taka þessa íbúð eða reyna að fá aðra í mínu hverfi. Veit ekki. Verður að koma í ljós í dag.
Er enn að brjóta heilann um hvað ég á að gera í íbúðarmálum. Get bara ekki ákveðið mig, hvort ég vilji taka þessa íbúð eða reyna að fá aðra í mínu hverfi. Veit ekki. Verður að koma í ljós í dag.
1 Comments:
Ó men það er svipaður kuldi hérna, 3 lög af fötum + lopapeysa og sokkar og ekkert dugar til, mér er aaaalltaf kalt, burr...sammála með að leggja allt niður í svona kulda, það eiga bara allir að vera heima undir sæng ;)
...skelltu þér á íbúðina ;)
Skrifa ummæli
<< Home