þriðjudagur, apríl 04, 2006

Krít í verðlaun


Fréttir fréttir, hvað haldiði að ég hafi gert í gær? Ég bókaði vikuferðalag til Krítar :):):) Fer í lok apríl og verð í viku, í Heraklion. Ég ætla að gefa mér þessa ferð í verðlaun fyrir alla þessa fyrirlestra sem ég þarf að halda núna, einn í gær, einn á fimmtudaginn og svo annar á mánudaginn næsta, þrír á viku, aðeins of mikið fyrir minn smekk. Svo ég ákvað að fara suður, því hér er aftur búið að kólna og það er búið að spá snjókomu á næstu dögum. Ég þrái sól og hita. Svo ég veit ekki hvort ég komi til Kaupmannahafnar/Malmö um páskana, kannski verð ég að vinna af mér þetta frí... sem er mjög leiðinlegt því mig langar svo að hitta ykkur stelpur. En ég kem þá í sumar, loooooofa! Claudieh kemur með mér, við förum bara tvær, jesús hvað ég hlakka til. Liggja í sólbaði smá, borða góðan grískan mat, drekka gott rauðvín og ouzo og bara slappa af í hitanum og sólinni. Jiiihhhííííí. Annars dauðlangar mig að komast í helgarfrí frá Leipzig, hver veit nema ég skreppi stutt yfir páskana líka...

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hljómar mjög vel...uhmm væri til í stutta sólarlandaferð. Þegar ég verð forseti Íslands þá ætla ég að koma á laggirnar styrk fyrir Íslendinga til útlandaferðakaupa ;)
Þú átt þetta alveg skilið skvís. P.S ég er að koma til Berlínar 20 júlí til 30 júlí og vona að þú verðir á svæðinu :) Ef ekki þá kem ég bara aftur seinna.
Kv Sóla

3:33 f.h.  
Blogger Agla said...

Ohhh, væri ýkt til ad komast í smá hita. Ég bókstaflega thrái sól í augnablikinu!! Aldeilis snidugt hjá thér ad skella thér til grikklands. Er víst alveg ædislegt thar.....fullt af gódum mat og gedveikum tómotum!!!...hahaha. Thú kemur bara í heimsókn hingad yfir thegar thú hefur tíma :)

4:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hljómar ekkert smá vel :):)

...en það hljómar hins vegar ekki eins vel að þú ætlir ekki að koma hingað um páskana :s

4:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ohhh hvað ég væri til í að komast til ´Krítar...langar að fara þangað einhvern tíman:)
En allavega, ég var að kaupa mér miða frá köben til Berlin 15-20 júlí:)Fer með Helenu sænskri vinkonu minni. Væri gaman ef við gætum hisst:)

8:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home