Vor og plön og fleira
Það er komið vor. Ótrúlegt en satt, alveg súrrealískt hvað þetta gerðist fljótt, ég þori varla að tala um þetta. Í gær og í dag er búið að vera .... haldið ykkur... 15 STIGA HITI!!! ótrúlegur munur, ég get ekki lýst því. Þarf ekki að vera með vettlinga, trefil í þykkri ullarpeysu. Fór út í stuttum jakka í dag án allra vetrarfylgihluta - og það var yndislegt. Það hlýtur samt að koma kuldi aftur, þetta getur ekki gerst svona hratt. Svo breyttist tíminn aftur í dag, þannig að nú er tveggja tíma munur á Þýskalandi og Íslandi, sem þýðir líka að það er bjart hér til sjö :) Sumarið er handan við hornið.
Abstraktinn minn var samþykktur fyrir HUGO http://hgm2006.hugo-international.org/(Human Genome Organisation) ráðstefnuna, ég mun vera með poster um verkefnið mitt sem ég er að gera hjá Max Planck (Polynesíu-verkefnið), og ég er mjög ánægð með það. Ráðstefnan verður í Helsinki í lok maí, ég mun sennilega vera þar í rétt tæpa viku, kem heim rétt í tæka tíð fyrir komu mömmu og Karlottu :) Þær koma í kringum 10. júní og svo kemur Helga sys nokkrum dögum seinna, ekkert smá gaman. Bryndís vinkona verður með fyrirlestur á þessari ráðstefnu, ég er voða stolt af henni og mun geta veitt henni allan minn stuðning fyrir þetta :):):) Híhíhíhí.
Páskaplön. Var að reikna út hvað það myndi kosta mig að fara til Íslands, held það sé bara of dýrt fyrir mig :( Ég er búin að eyða svo miklu í húsgögn og flutninga... en mig langar svoooo á Wedding Present og mig langar svoooo að hitta vini og fjölskyldu. En ætli ég bíði ekki með það til sumars, ég kem pottþétt í heimsókn í sumar.
Er að gera skattskýrslu. Leiðinlegt.
Helgin var mjög fín, fór í svaka partý á föstudaginn - mikið stuð. Á laugardeginum var ég ekki sú hressasta en Kun og Ben komu til mín og elduðu kvöldmat handa mér, þvílík þjónusta :) Svo horfðum við á Flight Plan (eða hvað sem hún heitir nú) með Jodie Foster, frekar léleg verð ég að segja. En ég horfði líka á mynd sem heitir "A love song for Bobby Long" sem var mjög fín, mæli með henni. Scarlett Johansson og John Travolta fara á kostum. Svo í dag komu Hannes og Bea til mín í hádegismat og Hannes hengdi upp ljós og hillur og spegla fyrir mig. Gott að þekkja menn með verkfæri hér! Fórum svo á sýningu um sögu rokksins í Þýskalandi, mjög áhugavert.
Jæja, best að klára skattinn.
Abstraktinn minn var samþykktur fyrir HUGO http://hgm2006.hugo-international.org/(Human Genome Organisation) ráðstefnuna, ég mun vera með poster um verkefnið mitt sem ég er að gera hjá Max Planck (Polynesíu-verkefnið), og ég er mjög ánægð með það. Ráðstefnan verður í Helsinki í lok maí, ég mun sennilega vera þar í rétt tæpa viku, kem heim rétt í tæka tíð fyrir komu mömmu og Karlottu :) Þær koma í kringum 10. júní og svo kemur Helga sys nokkrum dögum seinna, ekkert smá gaman. Bryndís vinkona verður með fyrirlestur á þessari ráðstefnu, ég er voða stolt af henni og mun geta veitt henni allan minn stuðning fyrir þetta :):):) Híhíhíhí.
Páskaplön. Var að reikna út hvað það myndi kosta mig að fara til Íslands, held það sé bara of dýrt fyrir mig :( Ég er búin að eyða svo miklu í húsgögn og flutninga... en mig langar svoooo á Wedding Present og mig langar svoooo að hitta vini og fjölskyldu. En ætli ég bíði ekki með það til sumars, ég kem pottþétt í heimsókn í sumar.
Er að gera skattskýrslu. Leiðinlegt.
Helgin var mjög fín, fór í svaka partý á föstudaginn - mikið stuð. Á laugardeginum var ég ekki sú hressasta en Kun og Ben komu til mín og elduðu kvöldmat handa mér, þvílík þjónusta :) Svo horfðum við á Flight Plan (eða hvað sem hún heitir nú) með Jodie Foster, frekar léleg verð ég að segja. En ég horfði líka á mynd sem heitir "A love song for Bobby Long" sem var mjög fín, mæli með henni. Scarlett Johansson og John Travolta fara á kostum. Svo í dag komu Hannes og Bea til mín í hádegismat og Hannes hengdi upp ljós og hillur og spegla fyrir mig. Gott að þekkja menn með verkfæri hér! Fórum svo á sýningu um sögu rokksins í Þýskalandi, mjög áhugavert.
Jæja, best að klára skattinn.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home