þriðjudagur, apríl 25, 2006

Vor og líf og sól og hiti í Leipzig


Vorið, eða sumarið öllu heldur, kom í Leipzig á tveimur vikum. Fyrir tveimur vikum var hér snjór og öll trén allsnakin. Nú eru þau í fullum skrúða, sólin skín og það er 15 stiga hiti. Þetta gerðist í einni svipan, ótrúlegt - ég held að það verði ekki aftur snúið héðan af, þetta er komið til að vera. Og ég tek því fagnandi, fyrir utan hvað það er erfitt að vinna inni þegar sólin skín og fuglarnir syngja og allt kallar á mann út. Út út, og það er líka allt allt of heitt hér inni, þetta verður enn verra í sumar. Held ég verði að mæta í bikiníi í vinnunna til að lifa vinnudaginn af.

Var að hlusta á Rás 2 í gær og heyrði viðtal við konu í Berlín sem mér fannst afar skemmtilegt og fyndið. Hún talaði um tvennt sem ég hef líka tekið vel eftir hér í Leipzig. Í fyrsta lagi það að Þjóðverjar sjúga ekki upp í nefið. Ónei, þeir kannast bara alls ekki við þetta fyrirbæri, þeir ganga alltaf með snýtipappír á sér og snýta sér alls staðar, anytime, anywhere. Þýsku vinir mínir hér eru enn mjög hissa yfir því þegar þeir spyrja mig um snýtipappír og ég svara þeim að ég hef aldrei gengið með snýtipappír á mér. Að Íslendingar sjúga upp í nefið eða snýta sér í einrúmi. Ekki á almannafæri. Þeim finnst ógeðslegt að sjúga upp í nefið, enn ógeðslegra hljóð en þegar fólk snýtir sér. Skrýið að svona lagað geti falist í menningu.

Annað að þegar fólk hittist á almannafæri, t.d. í lyftum þá heilsast það ekki eins og tíðkast oft heima. Heima segir fólk "góðan daginn", en hér tíðkast það hins vegar að kveðjast þegar fólk t.d. fer úr lyftunni, eða lestinni eða öðru slíku. "Tchuss", en ekki "guten tag". Svo er það merkilegt með þjóðverjana hvað þeir tala mikið um peninga. Það er eins og með veðrið heima líklega, þeir tala örugglega eins mikið um peninga eins og Íslendingar tala um veðrið. Og þeir skipuleggja.... þetta er örugglega skipulagðasta þjóð í heimi. Allt er skipulagt í þaula, hver dagur nánast - þó sérstaklega fríin. Þegar ég kom í heimsókn til vinkonu minnar í Berlín síðasta sumar var hún búin að skipuleggja hvern einasta dag frá morgni til kvölds. Enginn frítími, stanslaus vinna. Sama þegar ég fór að heimsækja foreldra Claudieh, pabbi hennar var búin að búa til litla dagskrá og matseðil fyrir helgina. Merkilegt. Voða lítið um spontant ákvarðanir og óvissu. Ekki mikil ævintýramennska hjá meðalþjóðverja. Til þess þarf hæfileika til að skipuleggja ekki.

jæja, best að koma sér að verki á þessum sólríka sumardegi.

óverandát.

4 Comments:

Blogger ellen said...

Já, þú passar ágætlega inn í hina þýsku stereótýpu hvað það varðar ;) Ekki með snýtipappírinn þó... sem betur fer!

1:30 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þakkaðu bara fyrir að þeir eru ekki eins og Rússarnir sem bara halda fyrir aðra nösina og þrusa svo út úr hinni bara þar sem þeir eru staddir þannig að gangstéttin (vonandi gera þeir þetta ekki innanhúss) verður fyrir barðinu á þessum vessum, engin pappírseyðsla þar á ferð...

hafðu það annars gott í sólinni mín kæra, hérna hefur allt verið hvítt síðustu 3 morgna, en blessaðri sólinni hefur þó tekist að bræða það þegar líða tekur á daginn, hiti: 2 gráður!

xxxh

2:11 f.h.  
Blogger Lilja said...

..ég verð nú að segja að mér finnst þetta nú bara ágætis siður hjá þeim þjóðverjum að hafa á sér snýtipappír (reyndar kannski ekki á almannafæri nei..þá missir mar nú alveg listina). En eitt finnst mér ógeðslegt og það er að sjúga upp í nefið!..haha -Vá hvað börnin mín (öll) eiga eftir að ganga með lotus á sér..haha.Hvað með þín Ellen?? ;);)

3:44 e.h.  
Blogger ellen said...

Hehe, ef ég eignast þau í Þýskalandi kannski... hohohoho

4:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home