Páskalok

Páskafríið búið, komin aftur í vinnuna. Ég er búin að setja inn fleiri myndir af íbúðinni, úr vinnunni og frá páskafríinu :)
Þetta var mjög vel heppnuð ferð, heimsótti tvo staði, fyrst
Karlsbad og svo lítinn fallegan miðaldabæ;
sem er í hálftíma fjarlægð frá Karlsbad. Karlsbad er líka fagur bær, en svolítið yfirdrifinn í þeim skilningi að það er búið að gera miðbæinn mjög mikið upp, svo hann lítur svolítið út eins og dúkkulísubær - troðfullur af túristum og snauður af lokal fólki og lókal stemningu e-n veginn. En samt fagur og gaman að koma þangað.
Það var lítið annað gert en að skoða bæina, ganga um náttúruna í kring, borða á ýmsum misgóðum veitingastöðum og koma sér í skjól undan skúrum! Það var ótrúlega gott að fá smá frí frá Leipzig og vinnunni, og frábært að geta skroppið í aðra menningu, annað land á aðeins 3-4 tímum, Leipzig er svo nærri landamærunum við Tékkland - mjög kúl, gaman að geta skroppið þangað í stuttar helgarferðir í framtíðinni. Þetta er kosturinn við að búa á meginlandinu, stutt í allar áttir.
Saknaði þess samt að fá Nóa og Siríus páskaegg og alvöru góðan íslenskan páskamat. Við borðuðum á frekar vondum veitingastað á páskadag, því allt var lokað í Loket, fékk mér önd og kartöflu-traditional-eitthvað með sem olli því að ég fékk slæma magapínu um kvöldið. Skemmtilegt. En ég fékk þó páskahérasúkkulaði í stað eggs, sem var ekkert síðra, nema það vantaði bara málsháttinn. Langar í málshátt. Óska eftir málshætti.
Gleðileg páskalok.
6 Comments:
Hæ!
Hvernig væri að henda á mann passwordunum ;)
Guten Tag. Ég er að skrifa ba ritgerðina mína og því hangi ég á netinu alla daga og skrifa lítið. Þú kannast kannski við þetta syndróm. Annars vildi ég endilega segja þér frá því að ég fór á dEUS tónleika um daginn og var bara helvíti fínt. Ekkert í námunda við hérna um árið samt og mér var ekkert boðið í einhverja subburútu til þess að drekka allan bjórinn þeirra. ówell....
Gaman að geta njósnað svolítið um þig. Bið að heilsa þjóðverjum.
Guð ef Ba ritgerðin mín væri bara orðin jafn löng og kommentið mitt hér á undan að þá væri ég í góðum málum
Gaman að heyra í þér Kata :) Hefði sko mikið viljað vera á Deus, og langar líka mikið til að sjá wedding present í næstu viku, ask. Gangi þér vel með ba...
Sendi þér komment í gær, en það virðist hafa farið eitthvað á flakk, allavega, mjög skemmtilegar myndir úr vinnunni -líkist soldið ÍE er það ekki?! En komst ekkert inn á hinar myndirnar, ertu með ný password eða hvað??? Reyndi líka að hringja í gær en það svaraði enginn, xxxh
Ég sendi þér email með passwordunum Helga mín :) Var ekkert heima í gær... Held ég hafi sent emailið á vinnuemailið þitt
Skrifa ummæli
<< Home