þriðjudagur, apríl 18, 2006

Páskalok


Páskafríið búið, komin aftur í vinnuna. Ég er búin að setja inn fleiri myndir af íbúðinni, úr vinnunni og frá páskafríinu :)

Þetta var mjög vel heppnuð ferð, heimsótti tvo staði, fyrst
  • Karlsbad

  • Karlsbad og svo lítinn fallegan miðaldabæ;
  • Loket

  • sem er í hálftíma fjarlægð frá Karlsbad. Karlsbad er líka fagur bær, en svolítið yfirdrifinn í þeim skilningi að það er búið að gera miðbæinn mjög mikið upp, svo hann lítur svolítið út eins og dúkkulísubær - troðfullur af túristum og snauður af lokal fólki og lókal stemningu e-n veginn. En samt fagur og gaman að koma þangað.

    Það var lítið annað gert en að skoða bæina, ganga um náttúruna í kring, borða á ýmsum misgóðum veitingastöðum og koma sér í skjól undan skúrum! Það var ótrúlega gott að fá smá frí frá Leipzig og vinnunni, og frábært að geta skroppið í aðra menningu, annað land á aðeins 3-4 tímum, Leipzig er svo nærri landamærunum við Tékkland - mjög kúl, gaman að geta skroppið þangað í stuttar helgarferðir í framtíðinni. Þetta er kosturinn við að búa á meginlandinu, stutt í allar áttir.

    Saknaði þess samt að fá Nóa og Siríus páskaegg og alvöru góðan íslenskan páskamat. Við borðuðum á frekar vondum veitingastað á páskadag, því allt var lokað í Loket, fékk mér önd og kartöflu-traditional-eitthvað með sem olli því að ég fékk slæma magapínu um kvöldið. Skemmtilegt. En ég fékk þó páskahérasúkkulaði í stað eggs, sem var ekkert síðra, nema það vantaði bara málsháttinn. Langar í málshátt. Óska eftir málshætti.

    Gleðileg páskalok.

    6 Comments:

    Anonymous Nafnlaus said...

    Hæ!
    Hvernig væri að henda á mann passwordunum ;)

    11:03 f.h.  
    Anonymous Nafnlaus said...

    Guten Tag. Ég er að skrifa ba ritgerðina mína og því hangi ég á netinu alla daga og skrifa lítið. Þú kannast kannski við þetta syndróm. Annars vildi ég endilega segja þér frá því að ég fór á dEUS tónleika um daginn og var bara helvíti fínt. Ekkert í námunda við hérna um árið samt og mér var ekkert boðið í einhverja subburútu til þess að drekka allan bjórinn þeirra. ówell....

    Gaman að geta njósnað svolítið um þig. Bið að heilsa þjóðverjum.

    2:49 e.h.  
    Anonymous Nafnlaus said...

    Guð ef Ba ritgerðin mín væri bara orðin jafn löng og kommentið mitt hér á undan að þá væri ég í góðum málum

    2:49 e.h.  
    Blogger ellen said...

    Gaman að heyra í þér Kata :) Hefði sko mikið viljað vera á Deus, og langar líka mikið til að sjá wedding present í næstu viku, ask. Gangi þér vel með ba...

    1:18 f.h.  
    Anonymous Nafnlaus said...

    Sendi þér komment í gær, en það virðist hafa farið eitthvað á flakk, allavega, mjög skemmtilegar myndir úr vinnunni -líkist soldið ÍE er það ekki?! En komst ekkert inn á hinar myndirnar, ertu með ný password eða hvað??? Reyndi líka að hringja í gær en það svaraði enginn, xxxh

    2:28 e.h.  
    Blogger ellen said...

    Ég sendi þér email með passwordunum Helga mín :) Var ekkert heima í gær... Held ég hafi sent emailið á vinnuemailið þitt

    1:14 f.h.  

    Skrifa ummæli

    << Home