Heim á fornar slóðir

Komin heim :) Í sumar og sól og hita og græn tré og garða og grill og allt fleira tilheyrandi. Veðrið var betra í Þýskalandi en á Krít, það var ekki svo hlýtt á Krít, gátum til dæmis ekki synt í sjónum eða legið í sólbaði í bikiníi, því miður. En við gerðum margt annað skemmtilegt, fórum í langar göngur (hike - það vantar íslenskt orð yfir þetta, tillögur???), borðuðum ótrúlega góðan mat á hverju kvöldi, hittum áhugavert fólk og fleira og fleira. Mjög gaman, og það er mjööööög erfitt að ikoma sér að verki í vinnunni, það er glampandi sól, 30 stiga hiti örugglega og ekki skýhnoðri á himni. Hvernig er þetta hægt??? Er að hugsa um að fara upp á þak að lesa greinar, en ég er bara ansi hrædd um að höfuðleður mitt höndli það ekki, gleymdi nefnilega að vera með hatt í einni göngunni á Krít og brann á höfðinu. Ekki mjög þægilegt, en ætli það sé ekki búið að jafna sig...
annars lenti míó í smá slysi áður en ég fór út. Ég var að borða morgunmat og míó var labbandi á svölunum og fór síðan yfir á gluggakistuna og datt þaðan niður, sennilega 5 metra fall og tábrotnaði. Ég þurfti að fara með hann til dýralæknis, þremur tímum fyrir flug, mikið stress, og endaði á því að skilja hann þar eftir og vinur minn sótti hann þangað eftir að hann skutlaði okkur upp á völl. Ég þurfti því að skilja við aumingja Míó í sárum sínum, mér fannst það afar erfitt. Það er lítið hægt að gera við þessu, nema senda hann í 1000 evru aðgerð sem ég hef ekki efni á. Ég geri ýmislegt fyrir þennan blessaða kött, en þarna dreg ég línuna. Svo hann verður að jafna sig á þessu á nokkrum vikum, en mun sennilega aldrei jafna sig alveg. Er pínu haltur og aumur í sér, en hann getur enn hoppað og leikið listir sínar, svo þetta er ekki svo alvarlegt.
Jæja, best að reyna að koma sér að verki.
læt myndir á netið bráðlega frá Krít :)
1 Comments:
Velkomin til baka skvís :):)
Ef þú finnur leið að sitja inni, róleg og að einbeita sér að læra þá mátt þú eeeeendilega láta mig vita...
...þetta verður er náttúrulega bara rugl.....
Skrifa ummæli
<< Home