Tilgangur lífsins

Er kannski enn erfiðari spurning og ekki hægt að nálgast á eins empírískan hátt og fyrri spurningu. Kannski getum við mögulega einhvern tíma fundið svarið við spurningunni um upphaf lífsins, en um tilganginn er flóknara að rannsaka.
Kannski er svarið einfalt. Hugsa ekki of mikið, njóta augnabliksins, fá sér hvítvín á heitum sólríkum degi og rauðvín á köldu vetrarkvöldi. Borða góðan mat, vera með jákvætt viðhorf - horfa björtum augum til framtíðarinnar. Eða hvað? Kannski bara að horfa á Monty Python og hlæja. Hlæja eins mikið og eins oft og unnt er.
Ég man þegar Gunnar Eyjólfsson leikari spurði bekkinn í tjáningu 102 (eða hvernig sem númerin virkuðu nú í FB). Hvað er mikilvægast í lífinu? Svo benti hann ögrandi á mig. "Hlátur" sagði ég. Því mér finnst svo skemmtilegt að hlæja. Veit ekkert betra en að hlæja - elska að hlæja. "Slátur" sagði Gunnar og hló að eigin kímni (ég hló reyndar ekki á þeirri stundu, fannst þetta frekar ófyndið). Hann þóttist hafa betra svar. "Tíminn" sagði hann. Þegar maður er ungur er maður eilífur. Manni finnst það að minnsta kosti. Maður skilur ekki tímann. Ég held hann hafi haft rétt fyrir sér að miklu leyti. Tíminn er mikilvægur, hann kemur aldrei aftur og maður verður að passa vel upp á hann. Tíminn líður aldrei eins hratt og þegar maður eldist, mér finnst ótrúlegt að hafa verið hér í átta mánuði. Ég hef samt ekki enn lært að nýta tímann minn vel, sbr. að ég er að blogga í stað þess að vinna í pósternum fyrir HUGO ráðstefnuna.
Sá að Finnar unnu júróvisjón. Gott mál. Hefði samt viljað sjá Silvíu taka þátt.
Gekk frá flugmiðakaupum í gær. Kem heim 9. júlí og fer aftur út 27. júlí. Hefði viljað vera aðeins lengur, en það er allt uppbókað nánast. Hlakka ótrúlega til að koma heim. Get varla beðið.
2 Comments:
Tíminn og hláturinn og svo margt margt annað... þetta er orðið svo heimspekilegt hjá þér að maður verður bara að setja sig í stellingar áður en maður opnar síðuna... Skemmtilegt!
Mamma verður nú leið að heyra af þessum dagsetningum fyrir Íslandsferð hjá þér þar sem hún ætlaði að fá þig hingað í ágúst þegar Karlotta verður í 2 vikur í burtu og tútta því einmanna í hrauninu... Hvað um það, það verður gaman að fá þig heim á klakann (1 gráða í morgun)og taktu nú e-ð af þessum hita með þér þegar þú kemur áður en við gefumst upp hérna og yfirgefum þetta blessaða sker :)
xxxh
Já, það hefði verið gaman að vera hjá mömmu og passa upp á hana... en það er ekki hægt að breyta þessu aftur, ég þurfti að borga um 20. þús. krónur bara fyrir að breyta báðum miðunum :( Frekar fúlt, EN ég hlakka svo miiikið til að fá ykkur í heimsókn í júní. Við munum hittast fullt í sumar :)
Skrifa ummæli
<< Home