þriðjudagur, maí 16, 2006

Upphaf lífsins


Er á námskeiði hér hjá Max sem snýst um þróun - þróun lífs. Byrjum á byrjunni, og erum búin að vera á byrjuninni í þrjú síðustu skiptin. Erum að lesa bók um þetta efni auk margra greina, og í gær gerði ég virkilega heiðarlega tilraun til að komast í gegnum texta um þetta. Ekki árangursrík tilraun verð ég að segja, fyrst upphafið var svona efna- og eðlisfræðilegt þá er það mér ofviða að skilja. Að minnsta kosti núna, ég hef ekki nennt að taka upp efnafræðibækurnar úr menntó, hvað þá eðlisfræði. Svo ég stend á gati. Það er þó að minnsta kosti eitt sem ég veit um upphaf lífsins; enginn getur vitað nákvæmlega hvernig það gerðist, engum hefur tekist að líkja eftir því umhverfi sem var hér fyrir 3.5 billjón árum því enginn veit nákvæmlega hvernig það var, svo þessari spurningu verður seint svarað. Sennilega aldrei. Annað fannst mér athyglisvert að það var ótrúleg tilviljun að líf kviknaði á jörðinni (eða annars staðar), það þurfti mjög nákvæm umhverfisskilyrði til að þetta gerðist, það hefði alveg eins getað gerst að ekkert líf kviknaði. Og ef það kviknar nýtt líf, s.s. eins og það gerðist allra fyrst (úr ólífrænum efnasamböndum..?) þá yrði það strax étið upp af því lífi sem er til staðar á jörðinni. Ekkert nýtt líf á sjéns eins og það átti sjéns á friðsælli jörðu fyrir þetta mörgum milljörðum ára. Vísindamenn eyða heilli starfsævi í það að komast að því hvernig líf varð til, en geta aldrei svarað því - þetta er ráðgáta. Við erum öll (allt líf) afkomendur stórkostlegrar tilviljunar sem átti sér stað á jörðinni, eða á annarri plánetu (sem skiptir engu máli því eftir stendur spurningin hvernig líf kviknaði fyrst). Kannski er til guð eftir allt saman???

4 Comments:

Blogger Agla said...

Ég held ad thetta sé eins og med svo margt í vísindunum....allt bara tilgátur sem gaman er thó ad grúska í. Kannski voru adstædurnar hlynntar lífi fyrir morgum milljónum árum, kannski er e-r lykilatburdur eda skilyrdi sem vid enn vitum ekkert um. Held thad skadi thó ekki ad trúa thví ad ædri máttur hafi líka haft afdrifarík áhrif....líf bara byggt á efnasambondum er ekki svo spennandi!!

3:37 f.h.  
Blogger ellen said...

Ertu að segja með þessu að þú trúir á Guð? ;)

6:46 f.h.  
Blogger Agla said...

Nefndi ekkert með guð ;) Trúi hins vegar að það er æðri máttur í þessum heimi sem getur komið fram í mismunandi myndum....fyrir suma sem guð ;)

7:45 f.h.  
Blogger ellen said...

Já, ég held ég sé barasta sammála þér, ekkert varið í þetta án smá dulúðar. Annars sagði nú Einstein kallin "Not everything that can be counted counts, and not everything that counts can be counted".

8:33 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home