Barometer DK

Mæli með þessari dönsku útvarpsstöð - á netinu. Hlusta mikið á hana í vinnunni, ekkert tal, bara góð lög (yfirleitt). Sneddí.
Úti skín sólin og inni rembist Ellen við tölfræði í population genetics. Held það sé ekki til betri leið við að gera mig syfjaða. Gæti sofnað núna.
Á fimmtudaginn er frídagur, mig langar í ferðalag.
Jesús, ég get ekki haldið mér vakandi yfir þessu, er búin að prenta út tvær greinar þar sem höfundar eru að nota þessa blessuðu tölfræði aðferðir, og er núna að reyna að sannfæra sjálfa mig að ganga að prentaranum, ná í greinarnar og byrja að lesa. En það gengur illa að ganga þangað.
Þetta er ótrúlega skemmtilegt blogg ekki satt? Engar fréttir. Ekki nema það teljist fréttnæmt að ég fór út að skokka í gær. Keypti nefnilega svo fína skó um daginn. Ætla að fara aftur í dag, þetta var ferlega hressandi. Held þetta sé reyndar virkilega fréttnæmt, því ég er ekki þekkt fyrir að skokka, hingað til amk. Ég er með ógeð á því hvað ég borða mikið og hreyfi mig lítið og eyði litlum tíma úti í þessu fína veðri hér. Þess vegna ákvað ég að þetta væri sniðugt. Með i-podinn, eðal. Nema hvað batteríið endist bara í 2o mín. sem er svo sem ágætis skokk-tími. Vildi bara að e-r myndi nenna að koma með mér, en hef ekki náð að sannfæra neinn só far. Óska eftir skokkfélögum.
Langar að djamma um helgina, það er svo langt síðan ég hef farið á alvöru djamm. Held það sé samt ekkert að gerast. Viljiði ekki koma í heimsókn til mín og taka með mér eitt gott djamm hér í borg??????? Geeeeerið það.......... Annars var ég að heyra sögusagnir um að Öglu og Vladda langi til að horfa á HM hjá Ellen í Leipzig... passar það??? Það væri geðveikt ;)
1 Comments:
Sorry ég kemst ekki til þín núna að djamma en hey við munum taka eitt gott djamm í sumar í Leipzig þegar ég og Davíð komum í heimsókn. Fyrir utan allavega eitt gott líka sumar þegar þú kemur...hlakka mikið til.Kv Sóla
Skrifa ummæli
<< Home