HUGO 2006

Jæja,
þá er komið að ráðstefnunni í Helsinki. Fer á morgun, þarf að taka tvær vélar til að komast á leiðarenda, flýg fyrst frá Leipzig til Munich og þaðan til Helsinki. Heilir þrír og hálfur tími...
En ég hlakka til að fara þangað, hef aldrei áður komið til Finnlands. Hlakka mest til að hitta Bryndísi skvísu, sem mun halda fyrirlestur á ráðstefnunni. Sem segir okkur það að hún Bryndís gella er að meika'ða ;) Ég mun nú barasta flytja auman póster um verkefnið mitt - en það er í lagi, þetta er bara byrjunin. Hef svo tvo daga eftir ráðstefnuna til að ráfa um borgina með Kun kollega mínum frá Kína. Kem aftur til Leipzig 6. júní, þá eru bara nokkrir dagar þangað til mamma og karlotta og helga koma til mín í heimsókn, jibbbííí, get ekki beðið.
2 Comments:
Gangi þér vel í Helsinki skvís..góða ferð og skilaðu kveðju til Lordi og félaga ahah Kv Sóla
Brilljant :) Góða skemmtun í Helsinki og gangi þér vel með posterinn þinn ;)
Skrifa ummæli
<< Home