föstudagur, júní 30, 2006

mp3 blogg


Ég downlóda oft tónlist af svona mp3 bloggsíðum - meðal annars þeirri sem er í titlinum á þessu bloggi, en núna er ekki lengur hægt að dánlóda, heldur bara hlusta - sem er fúlt. Kann e-r ráð við þessu??? Kannski er hægt að nota krókaleiðir til að ná í lögin...

Í dag er búið að vera hálfkalt svei mér þá, í morgun þegar ég fór í vinnuna var bara um 14 stiga hiti, og nú kemur kaldur vindur inn um gluggann minn - sem er unaðslegt. Unaðslegt segi ég!

Þjóðverjar á móti Argentínu á eftir - mikil spenna í loftinu, ég hlakka þvílíkt til, ætla að kíkja á biergarten hér rétt hjá með kollegum og styðja germany germany. Gó gó Germany.

Agla og Vladdi eru að koma í kvöld, jibbíí. Var að reyna að finna eitthvað skemmtilegt að gera handa okkur í kvöld, en það virðist vera lítið í gangi... en ég ætla nú samt að taka þau með mér á e-a góða knæpu og drekka þýskan eðalbjór. Svo er bara bolti um helgina, tveir leikir í kvöld og tveir á morgun, mjög gott eftir svona þriggja daga pásu.

Góða helgi

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home