Langur svefn og heitt loftslag
Las í dag að vísindamenn hafa greint frá því í hinu merka riti International Journal of Obesity að fólk sem sefur lítið hefur tilhneigingu til að verða of feitt. Sömuleiðis var loftkælingu kennt um offitu, því heitt loftslag á víst að hafa áhrif á matarlyst, að því leyti að hún minnkar. Þannig að til að forðast offitu er best að sofa mikið og búa í heitu loftslagi. Ég ætti kannski bara að hætta að reyna að finna erfðafræðilega orsök offitu hjá Polýnesíubúum og segja þeim að sofa meira og slökkva á loftkælingunni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home