þriðjudagur, júlí 04, 2006

Þýskaland gegn Ítalíu


Mikil spenna í loftinu aftur. Þjóðverjar leika gegn Ítölum kl. níu í kvöld. Gríðarleg spenna. Fyrst verður grillað hér á þakinu í vinnunni kl. sjö og svo verður horft á leikinn. Spennó spennó.

Kem heim eftir aðeins fimm daga. Finnst það ótrúlegt. Er að reyna að fá allar mtDNA raðir frá Filippseyjum áður en ég kem heim, svo ég geti nú unnið heima. Neeeei, djók. Þetta verður alveg alveg vinnulaust frí. Búin að leigja bíl (ætla að reyna að breyta í 15. júlí) og ætla að keyra hringinn í fyrsta sinn á ævinni. Hlakka til að sjá nýja staði á Íslandi. Keypti mér hallærislegustu vindbuxur í heimi í gær fyrir ferðina. Hvers vegna er ekki hægt að búa til almennilegt snið á regnbuxum??? Ótrúlegt. Og keypti mér líka speedo bikiní sem hægt er að synda í án þess að það detti niður um mann. Hlakka mikið til að fara í sund, hef ekki farið í sund síðan síðasta sumar. Hlakka líka til að fá mér eina með öllu. Mmmmmm.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home