Ítalía Frakkland / Frakkland Ítalía?
Ég veit ekki svei mér þá. Ég á mér ekkert uppáhaldslið lengur. Fór á Agustusplatz í gær og horfði á leikinn eftir að hafa farið að vatninu með kollegum mínum - mjög gaman. Í hópnum voru tveir Frakkar, par - og þau voru svo sæl og yndisleg eitthvað þegar Frakkland vann að ég held ég verði bara að halda með Frökkum núna. Allez les blues.
Adrian kominn aftur til Leipzig eftir margra mánaða fjarveru, mjög gaman að fá drenginn aftur. Og flestir eru að koma aftur af ráðstefnum og fríum, farið að lifna aðeins yfir hópnum aftur, einmitt þegar ég er að fara. En ég hlakka mest í heimi til að fara heim. Samt spæld að fara frá þessari blíðu, án gríns, þetta er svo ótrúlega fínt veður, elska þetta. Á morgnana, hvern einasta morgun í júní held ég bara (og það sem liðið er af júlí) þarf ég bara að hoppa í pils, hlýrabol og flip-flop skó og fara í vinnuna. Engar sokkabuxur, engir sokkar, engin peysa, engin jakki - ekki einu sinni peysa til öryggis, þótt þú vitir að þú ætlir út um kvöldið beint eftir vinnu. Gerir ekkert til, það verður svalara og þægilegra, en þú getur enn verið á hlýrabolnum og pilsinu. Lovit.
Og það er svo yndislegt að fara heim að þessu vatni. Tekur um 30 mín að hjóla frá mér - og maður hjólar mest alla leiðina í gegnum skóg. Lovit líka.
Er komin í frí í huganum. Verð að fara á lab-ið og koma e-u í verk áður en ég kem heim. Í fyrsta sinn á ævinni finnst mér pínu erfið tilhugsun að fara í frí. Finnst eins og ég muni detta út úr þessu hér í vinnunni, missa af e-u. Ekki félagslega, heldur vinnulega. Finnst eins og ég þurfi að halda mér við efnið endalaust. Skrýtið, ekki líkt mér.
Sjáumst eftir 3 daga!
Adrian kominn aftur til Leipzig eftir margra mánaða fjarveru, mjög gaman að fá drenginn aftur. Og flestir eru að koma aftur af ráðstefnum og fríum, farið að lifna aðeins yfir hópnum aftur, einmitt þegar ég er að fara. En ég hlakka mest í heimi til að fara heim. Samt spæld að fara frá þessari blíðu, án gríns, þetta er svo ótrúlega fínt veður, elska þetta. Á morgnana, hvern einasta morgun í júní held ég bara (og það sem liðið er af júlí) þarf ég bara að hoppa í pils, hlýrabol og flip-flop skó og fara í vinnuna. Engar sokkabuxur, engir sokkar, engin peysa, engin jakki - ekki einu sinni peysa til öryggis, þótt þú vitir að þú ætlir út um kvöldið beint eftir vinnu. Gerir ekkert til, það verður svalara og þægilegra, en þú getur enn verið á hlýrabolnum og pilsinu. Lovit.
Og það er svo yndislegt að fara heim að þessu vatni. Tekur um 30 mín að hjóla frá mér - og maður hjólar mest alla leiðina í gegnum skóg. Lovit líka.
Er komin í frí í huganum. Verð að fara á lab-ið og koma e-u í verk áður en ég kem heim. Í fyrsta sinn á ævinni finnst mér pínu erfið tilhugsun að fara í frí. Finnst eins og ég muni detta út úr þessu hér í vinnunni, missa af e-u. Ekki félagslega, heldur vinnulega. Finnst eins og ég þurfi að halda mér við efnið endalaust. Skrýtið, ekki líkt mér.
Sjáumst eftir 3 daga!
1 Comments:
Já, sumarid er yndislegt thegar sólin skín og thad er hlýtt :) En thad er ekki svo gaman thegar tvo jafn leidinleg lid og frakkland og ítalía spila í úrslitum í HM! Thannig ad ég ætla ad droppa theim leik algjorlega og fara útí sólina á sunnud en stydja vid bakid á thjódverjunum á lau í stadinn :D
Skrifa ummæli
<< Home