Bloggvesen

Þetta er svona í fjórða skipti sem ég geri tilraun til að blogga (með mynd), og aldrei hefur tekist að ljúka. Ekki vegna þess að mér hefur ekki tekist að ljúka, heldur síðunni. Eru fleiri í vandræðum með blogg-síðuna? Hún er ótrúlega hæg - sérstaklega síðdegis, mig grunar að það sé of mikið álag á henni þegar fólk hinu megin Atlandshafsins vaknar, frekar fúlt, ég er að gefast upp á þessari síðu. Í gær tókst mér að skrifa blogg (með mynd) og síðan þegar ég ýtti á "publish post" , s.s. lokaskrefið, þá gafst síðan upp - þið getið ímyndað ykkur hvað það var pirrandi.
Nóg um það, ég er í vinnunni og get því ekki mikið sagt enda ekki sniðugt að vera að blogga í vinnutíma, en þetta er eini tíminn sem síðan er nothæf. Ég ætla að reyna að setja rest af myndum inn um helgina, ótrúlegt að það sé fimmtudagur og það er að koma önnur helgi, vikan er búin að líða hratt. Fór í mat til Kötju í gær sem er komin aftur heim frá Afríku, ótrúlega gaman að fá hana aftur heim, nú er miðvikudagsdinnerinn kominn aftur á dagskrá og tvær stelpur búnar að bætast í hópinn, ein frá Indlandi og önnur þýsk. Mjög fínar, mér líst vel á þetta, maður á von á góðum mat... skemmtilegar samræður, þær hafa allar dvalið í Afríku um hríð - allt ákveðnar stelpur með bein í nefinu! Mjög fyndið að heyra Kötju tala um kærastann sinn þegar hann kom í heimsókn til hennar til Úganda, þvílík prímadonna og paranojusjúklingur - hann gerði ekki annað en að kvarta undan klósettaðstæðum og skordýrum - svo hélt hann að hann væri kominn með sýkingu í eyra því hann heyrði svo skrýtin hljóð, en þá var það bara vindurinn sem hljómar víst öðruvísi þar en í Austurríki, hahahaha - hann var víst að gera aumingja Kötju gráhærða með kvörtunum.
Annars er ég komin á fullt í vinnunni aftur, búin að ná mér eftir leiðinlegu Englandsferðina og er kominn í vinnugírinn. Það er búið að vera grátt og nokkuð kalt síðan ég kom heim frá Englandi, en það er fínt, eðal vinnuveður. Samt pínu of snemmt að fá haustið í ágúst verð ég að segja, langar í smá meiri sól og hlýju.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home