mánudagur, september 11, 2006

Aldrei kebab

Oj - gæðaeftirlit með mat er ekki upp á marga fiska hér í Þýskalandi greinilega, þeir selja rotið kjöt sem er allt að 4 ára gamalt og nota það í kebab. Heildsali sem seldi 110 tonn af rotnu kjötu í Bavaria framdi sjálfsmorð eftir að hneykslið kom upp. Hugsið ykkur, þetta borða þjóðverjar eins og íslendingar borða sælgæti - amk 3 í viku kebab, enda er verið að selja þetta á 1,5-2 evrur.

Kannski rétta verðið fyrir slíkt kjöt.

Í fréttinni sem linkurinn í titli vísar í segir "There has been a national debate about Germany's bargain-seeking mentality" hahahaa, FINALLY!

Germany´s bargain-seeking mentality. You said it.

Ný vinnuvika hafin. Ég fór í afar svalt partý á laugardaginn sem allir íbúar tveggja stigaganga í blokk héldu. Risa risa partý - tónlist var spiluð í kjallara í einu húsinu og uppi á lofti í hinu, eðal indie tónlist svo ég dansaði úr mér allt vit! Mjög gaman - hvar annars staðar væri þetta hægt en í Leipzig??? Að halda partý með sirka 10 öðrum íbúðum í blokk... eðal.

Svo lét sólin sjá sig á sunnudaginn - annars er búið að vera frekar haustlegt hér. Og sólin skín enn í dag - langar út í garð að sleikja sólina.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ha, ha, ha :)

;)h

5:41 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home