Allt á niðurleið
Var að koma frá lækni, þarf að fá bólusetningu fyrir lifrabólgu B út af vinnunni svo ég hef þurft að fara í nokkur skipti. Í dag sagði læknirinn við mig "það stendur hér í skýrslunni þinni að þú stundir ekki reglulega líkamsrækt, er það rétt?" "eh... já", "Nú ertu ekki lengur svo ung, þú ert orðin þrítug, og þá fara vöðvarnir að rýrna og beinin eru ekki eins sterk, það er nauðsynlegt fyrir þig að hreyfa þig reglulega svo þú haldir heilsu".
Jæja, þar hafið þið það. Ég er gömul, líkaminn er gamall og krefst mikils viðhalds ef ég á að geta haldið sæmilegri heilsu næstu áratugi. Regluleg líkamsrækt - skipun frá lækni. Frekar niðurdrepandi ummæli um mig og aldur minn!!!
Best að fara að skrá mig í ræktina...
Jæja, þar hafið þið það. Ég er gömul, líkaminn er gamall og krefst mikils viðhalds ef ég á að geta haldið sæmilegri heilsu næstu áratugi. Regluleg líkamsrækt - skipun frá lækni. Frekar niðurdrepandi ummæli um mig og aldur minn!!!
Best að fara að skrá mig í ræktina...
4 Comments:
hugsaðu bara um helgu sys sem er orðin 35 og hefur aldrei stundað reglulega líkamsrækt, eignast tvö börn, drukkið mikinn bjór og borðað mikið af góðum mat á þessum árum og er bara í ágætis málum, og hana nú!!!
hahahaha....ekki skemmtileg skipun frá lækninum!! Held thú thurfir samt ekkert ad hafa áhyggjur. Ferd bara út ad dansa einu sinni í viku og thá er allt í gódu ;)
En hvað með allt hjóleríið á þér - telur það ekki?
Nei það er víst ekki nóg. Hún spurði hvað ég hjólaði marga kílómetra á dag, og ég sagði kannski fimm - þá sagði hún að það væri ekki svo mikið, og ég ætti að líta krítískum augum á sjálfa mig og reyna að meta hvað ég þarf að hreyfa mig mikið! Þessir læknar hér eru ótrúlegir. Þessi var þó ekki eins kostulegur og læknirinn sem sagði við mig þegar ég spurði um pilluna: "The volume of your breasts will increase and you will become more of a.... of a... of a WOMAN" klassi.
Skrifa ummæli
<< Home