Sunnudagur í vinnunni

En í dag er fallegur dagur - sólin skín og það er kalt. Næstum það kalt að maður þurfi að nota vettlinga. Yndislegt, mig langar að vera úti í allan dag. En ég er að fara í próf á morgu og verð víst að lesa yfir þetta blessaða efni. Klukkan er 11:40 og ég er komin í vinnuna, engin hér enn, en ég á von á hinum sem þurfa að taka prófið líka, stundum er þetta einsog að vera í menntaskóla hér.
Njótið sunnudagsins og fjöskyldunnar og alls hins besta á Íslandinu góða eða hvar sem þið eruð!
2 Comments:
Söknuðum þín líka um helgina þar sem við höfðum mæðgnakvöld heima hjá mömmu, vorum bara á náttfötunum, máluðum myndir, sötruðum á rauðvíni og spjölluðum saman! Vöknuðum svo á sunnudeginum og fórum í mömmubað og fengum mömmukaffi...
luvh
Oh já, vildi að ég hefði getað verið með - verðum að hafa aftur mæðgnakvöld um jólin þegar allar mæðgurnar eru á staðnum :)
Skrifa ummæli
<< Home