Kaupmannahöfn og Lundur

Fór á doktorsvörn á föstudaginn, ein stelpa sem er að vinna með mér var að útskrifast. Mjög flott hjá henni, hún er frönsk og öll fjölskyldan hennar kom til landsins til að fagna með henni - afar hjartnæmt. Ég vona að ég ljúki e-n tíma þessum áfanga - en sennilega verður það ekki fyrr en eftir amk 3 ár. Eftir vörnina var svaka partý í hér hjá Max, góður matur og dansað fram eftir, Sean, Emily og Adrian sömdu lag handa nýja doktornum - voða emotinal allt saman.
Var að koma úr nuddi og er hálf vönkuð. Langar bara að sofa meira. Rigning og grátt. Annars var 20 stiga hiti um helgina - ágætt að það teygist svona á sumrinu/haustinu.
Góða vinnuviku.
1 Comments:
He he, ég ætla að blogga fljótlega, setja inn þessar fáu myndir sem ég tók í köben...
Skrifa ummæli
<< Home