Neandertal æði

Hér hjá Max Planck fást margir við rannsóknir á Neandertalsmönnum. Við erum með nokkrar beinagrindur (ekki heilar, en fullt af beinum) í kjallaranum og reglulega fer yfirmaður stofnunarinnar, Svante Paabo, til Evrópuríkja og sækir fleiri bein. Nú er planið hjá þeim kollegum mínum að raðgreina allt erfðamengi Neandertalsmanna - spurning hvenær það hefst. Ein spurning sem enn hefur ekki fengist svar við er hvort Neandertalsmenn og nútímamenn (homo sapiens) hafi blandast - þeas, átt afkvæmi. Engar sannanir hafa fundist fyrir því enn, svo það er almennt talið að nútímamenn hafi átt þátt í að útrýma Neandertalsmönnum. En nú hafa aðrir góðir vísindamenn greint frá því að þeir hafi fundið vísbendingar um það að nútímamaðurinn og Neandertalsmaðurinn hafi blandast. Hér vilja menn ekki gleypa svo auðveldlega við rannsókninni og halda því enn fram að það hafi engin blöndun átt sér stað. Lesið stutta frétt um þetta í New York Times (í header á þessu bloggi).
Neandertalsmenn eru í tísku í vísindunum um þessar mundir. Hér birta kollegar mínir hverja greinina á fætur annarri í Nature eða Science - allt um blessaðan Neandertalsmanninn. Svante Paabo var sá fyrsti sem raðgreindi ancient-DNA, svo þeir standa vel að vígi sem fá að vinna með hetjunni Paabo. Hannes er sennilega búinn að birta um 4 greinar nú þegar (Science, Nature), eftir fyrsta árið sitt sem doktorsnemi. Því hann er vinur Neandertalsmanna. Gott að þekkja þá.
2 Comments:
Af hverju ættu þeir ekki að hafa blandast?
Það eru só far engar sannanir fyrir því í erfðamengi okkar (fyrir utan þetta eina gen sem þeir tala um í fréttinni, sem gæti hafa komið frá þeim) erfðamengi þeirra er frábrugðið okkar, og svo gefur fornleifafræðin einnig til kynna að þeir hafi ekki búið saman, það eru s.s. sérstök verkfæri sem þeir notuð annars vegar og homo sapiens hins vegar - menning þeirra var frábrugðin okkar... EN - kannski var e-r smá blöndun eins og þeir segja, einn eða tveir forvitnir h.sapiens karlar hitt "fagrar" Neandertalskonur í skóginum... hver veit!
Skrifa ummæli
<< Home