fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Fræga fólkið hjá Max Planck

Jæja, þá er blessuð greinin komin út sem kollegar mínir hafa verið að vinna að síðast árið. Og hvar birtist hún? Að sjálfsögðu í Nature. Á forsíðu Nature er mynd af mínum kæra kollega Tomislav frá Króatíu og Svante Paabo - hér til hliðar, tekin af Hannesi í helli í Króatíu þar sem Neandertalsbeinin fundust sem þeir notuðu til þess að raðgreina 1 milljón basapararöð úr beinunum. Í header á þessum pósti er linkur á Nature, en ég læt hér fylgja link með sem sýnir viðtöl við Adrian og Hannes og fl. góða menn sem skrifuðu pappírinn. Ég á fræga vini, liggaliggaló! Þetta er ótrúlega flott hjá þeim, fyllist stolti fyrir hönd þessara ungu vísindamanna sem eiga framtíðina fyrir sér - vildi að ég væri með svona flott verkefni! Efast um að litlu Philippseyingarnir mínir komist nokkurn tíma á forsíðu Nature. Erum að fara að drekka kampavín í tilefni dagsins (greinin kom út í dag) eftir klukkutíma. Passar líka vel við veðrið í dag, 16 stiga hiti og sól, einsog á góðum íslenskum sumardegi. Gó gó glóbalwarming. Líka hægt að lesa stutta og þægilega frétt um þetta HÉR.

5 Comments:

Blogger ellen said...

Takið eftir hvernig er búið að fótósjoppa myndina í Nature, afar svalt!

5:05 f.h.  
Blogger Agla said...

Til hamingju med vinnufélagana, ekkert smá glæsilegt :D

12:02 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já ótrúlega flott hjá þeim kollegum þínum, myndin er líka mjög flott, tók ekki eftir fotosjoppinu fyrr en eftir ábendingar frá þér, svona getur maður verið blindur... mjög flott allt saman!

:)h

12:57 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með vinnifélagana. Skilaðu til þeirra hamingjuóskum frá Fróni. Kv Sóla

1:51 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Glæsilegt :) Ekki amalegt að þekkja svona fólk. þú ert komin í fín sambönd ;) (er það ekki að hluta til það sem þetta snýst allt um)

8:22 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home