Heimkoma

Jæja, nú er ég búin að setja inn myndir frá ferðinni - það er nýr linkur fyrir neðan hinn myndalinkinn. Þið getið einnig skoðað tvö videóbrot úr ferðinni ef þið farið inn á my videos á fotki þar sem myndirnar eru geymdar.
Annars var þetta frábær ferð í alla staði- mikið ævintýri, hefði bara viljað vera lengur og ferðast meira. Það rifjaðist ótrúlega margt upp fyrir mér frá fyrri ferð með Kötu og Elínu, og það allra fyrsta var lyktin - sem er svo ótrúlega sérstök eitthvað, engu lík.
Er heima í dag að jafna mig í maganum... hehe, enginn sleppur án magapínu frá Indlandi - hún náði mér á síðasta degi ferðarinnar, hálftíma fyrir flug. Indland er erfitt - en krefjandi og alltaf spennandi. Indand er engu líkt!
Verð að fara, skrifa meira seinna.
2 Comments:
Velkomin heim! Hlakka til að heyra meira af ferðinni. Auður Rán
Vá gaman að sjá myndirnar, þið eruð ekkert smá sætar og flottar ;)
xxxh
Skrifa ummæli
<< Home