Nýbakað brauð á sunnudagsmorgni

Annars kíkti ég í partý til Claudieh, sem var svona þemapartý. Þemað var spilavíti, svo við spiluðum póker, rúllettu og fleira. Ég tapaðai nánast öllu, en var farin að ná ágætis tökum á póker eftir 3ja tíma spil. Texas-póker, mæli með honum.
Ný vinnuvika á morgun - ég ætla að prófa nýja aðferð sem snýst um að magna upp mjög langa DNA keðju. 100 sinnum lengri en ég hef áður gert. Vona að það takist.
Annars er vetur í Leipzig. Það er búið að snjóa svo ég hef ekki getað notað hjólið mitt. Mig langar bara í vorið og sumarið... samt líður mér alls ekki einsog það sé febrúar, þetta er árið þegar veturinn gleymdist, svo öll árstíðaskynjun er brengluð. Gæti alveg eins verið september, eða apríl, afar ruglingslegt.
Takk fyrir afmæliskveðjur og takk fyrir að hringja í mig á afmælisdaginn kæru vinir, algert æði. Og ekkert smá gaman að fá pakka í pósti, ég verð að setja mynd inn af klakaboxinu sem Helga systir gaf mér, hm... ekki hægt, en kíkið á slóðina hjá þessum hönnuði www.odinn.com - mjög sniðugt. Annars átti ég afar ljúfan afmælisdag, fékk fullt af blómum í vinnunni og svo bauð ég fólki heim um kvöldið. Bakaði gulrótarköku, franska súkkulaðiköku, bakaði brauð (auðvitað) og gerði túnfisksalat. Namminamm. Drukkum rauðvín og borðuðum yfir okkur af óhollustu. Svo verður partý næstu helgi. Enn tími til að kaupa sér flugmiða til Berlínar...
1 Comments:
Uhmm nýtt brauð á sunnudagsmorgni hljómar mjög vel. Hér var það Cheerios og ávaxtasafi. Ég fékk safapressu frá Davíð í haust og er orðin voða flink að búa til ýmsis konar ávaxtasafa. Þannig ef við hittumast saman með brauðvélina og safapressuna þá erum við nokkuð góðar saman ;D Það var mjög gaman að heyra í þér skvís og frábært að heyra að þú áttir góðan afmælisdag. Knús frá Fróni Sóla
Skrifa ummæli
<< Home