Meiri leikfimi hjá Ellen heilsufrík

Svo eldaði ég voða góðan og hollan (amk að hluta til) mat í gær. Það var kjúklingasalat - afar einfalt. Það var engin uppskrift sem ég notaði, en ef þið viljið prófa þá setjið þið bara fullt af grænmeti í skál, einsog kál, gúrku, tómata og svo smá ávexti, voða gott að hafa vínber, jarðaber og epli. Svo steikið þið kjúklingabringuna upp úr olíu og setjið amk 2 teskeiðar af hunangi og fullt af valhnetum á pönnuna og þegar þetta er að verða tilbúið skellið smá klípu af gráðaosti úti. Svo er auðvitað gott að bæta smá mozarella eða e-r öðrum osti við. Mmmmmm, ég borðaði algerlega yfir mig.
Ellen heilsufrík. Fyrir utan laugardaginn. Hehem.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home