mánudagur, janúar 29, 2007

Ég hata

Reykingar. Í alvöru - ég þoli ekki að það skuli vera reykt allstaðar hér. Var að bíða í strætóskýli í morgun og það voru þar um 6 manns sem allir voru að reykja... ógeð ógeð ógeð. Hvernig geta sex manneskjur í strætóskýli reykt? Þetta er verra en að vera á kaffibarnum. Á morgnana líka þegar maður er rétt komin framúr og vill anda að sér hreinu lofti. Hvernig getur fólk reykt snemma á morgnana? Þetta er ógeðslegur siður og það ætti að banna reykingar alls staðar á opinberum stöðum, líka í strætóskýlum!!! Held að 90% íbúa Leipzig reyki. Grrrrrrr.

Smá pirringur í gangi eftir erfiðan sunnudag sökum mikillar gleði á laugardag.

Mánudagur til mæðu.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sammála þér um ógeðsemi reykinga og hlakka mikið til sumarsins þegar maður getur farið óáreittur á barinn í friði fyrir viðbjóðnum sem smýgur utan um mann allan (og lengst inn reyndar líka...)

Húrra fyrir banni á reykingum á börum Reykjavíkurborgar!!!

xxxh

1:56 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, sammála síðasta ræðumanni! Hvenær ætla Þjóðverjar að banna reykingar á opinberum stöðum? Er það ekki einu sinni í umræðunni? Húrra fyrir Skotlandi og húrra fyrir Íslandi!
Auður Rán

4:02 f.h.  
Blogger Agla said...

Hjartanlega sammála!! Hér í danmörku (sem er mikil reykingaþjóð!!) á að banna reykingar á öllum kaffihúsum og klúbbum frá og með apríl....djöfull hlakka ég til :D

12:00 e.h.  
Blogger Lilja said...

hehe...spurning að það verði bara ekki skítalykt í staðinn..HAHAHAHA. Neei segi það með ykkur ->Burt með reykingarpakkið -það getur verið úti!

1:10 e.h.  
Blogger ellen said...

Ég held að Þjóðverjar verði síðasta þjóð í Evrópu til að banna reykingar - það reykja ALLIR hér ALLSTAÐAR og það er ÓÞOLANDI!!! Ég vissi ekki að það ætti að banna þetta í DK - frábært. Annars fylgist ég svo lítið með allri þjóðarumræðu hér þar sem ég tala ekki þýsku, kannski er búið að ákveða að banna þetta innan e-s tíma - best að spyrja reykjandi þjóðverjavini mína

3:11 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ein dáldið eftir á... þeir reykja samt pottþétt ekki meira en Grikkir, það var meira að segja reykt á listasöfnum þar! Þeir eru ekki einu sinni með reyk/reyklausa skiptingu á veitingastöðum, gerðu víst tilraun til þess en héldu ekki út í viku vegna rifrilda við viðskiptavini...
-Bryndís (nýkomin frá Aþenu :P )

12:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home