Berlínarhelgi

Vaknaði svo snemma á laugardagsmorgni og fór til Berlínar. Þar hitti ég Friedu og við fórum að versla, fór í tvær búðir sem selja vörur frá skunkfunk en ég fann ekkert sem mig langaði í, mikil vonbrigði. Fórum svo út að borða á afríkanskan veitingastað um kvöldið, afar ljúffengt, kíktum síðan á kaffihús þar sem maður ræður hvað maður borgar fyrir drykkina. Ótrúlegt að slíkt system virki í Þýskalandi... Á sunnudaginn fór ég svo á nýlistasafnið með Nandini og Söru sem er nýr nemi hjá okkur, mjög áhugavert - þar var sýning á videólistaverkum sem voru mörg hver ansi furðuleg. Kom svo heim í kotið á Augustenstrasse þar sem Marcel beið eftir mér með heita máltíð, namminamm. Frábær helgi - hlakka til þeirrar næstu, muahahahahaha.
7 Comments:
Ég verð nú bara að viðurkenna að ég öfunda þig og Öglu stundum á þeim möguleika að geta skellt sér í lest og fara á nýjar slóðir ;) Var að kíkja á heimasíðun hjá Skunfunk...mjög flott búð, ætla að kíkja á hana í Amsterdam í vor ;) Hafðu það nú gott í Þýskalandinu skvís..
Já, þetta er kosturinn við að búa á meginlandinu, maður getur skroppið í stuttar ferðir til nýrra borga eða landa. En svo er til fólk einsog sumir vinir Marcels sem hafa búið allt sitt líf í Þýskalandi og hafa aldrei farið til annarra landa. Mér finnst það ótrúlegt. Þeir geta næstum GENGIÐ til Tékklands! Magnað. Mig langar einmitt að fara að plana páskaferð....
Ellen langar þig ekkert að skella þér til Koben helgina 15.-18 mars og hitta mig og Öglu?.. nei ég spyr bara úr því að þú ert eitthvað þreytt á germany ;-)
Ég verð í París þessa helgi :) Hefði annars örugglega verið til... en hvenær ætlarðu að skella þér í heimsókn til Deutschland meine Freundin?
Já mér finnst það hálf skrítið þegar fólk sem býr svona nálægt ýmsum stöðum lætur ekkert verða af því að skoða þá. Ég þekki meira segja einn sem býr í Haag sem er ekki langt frá Amsterdam og hann hefur bara einu sinni komið til Amsterdam....very strange...Það er eins og taka strætó til Hafnarfjarðar :D Hafðu það gott í Paris skvís....
Ég ákvað að skella mér til koben því að það var e-r díll í gangi. Annars væri ég mjög til í að fara til þýskalands :)
kv. GÞ
þeir sem eru að spá í skunk funk föt, en nenna ekki til útlanda eftir þeim geta skroppið upp í grafarholt og kíkt á last season vörum frá þeim á skít og kanel (keypti 2 pils á 1500 kr. stk, kjól á 2000 kall, buxur á óðinn á 2000 og bol á 1000. Þetta er í e-m sportvöruoutletmarkaði á vínlandsleið held ég...
Skrifa ummæli
<< Home