föstudagur, mars 02, 2007

Verslað í matinn


Það er ákveðin reynsla að fara út í búð í Þýskalandi. Hér er ákveðið kerfi sem maður þarf að fara eftir, annars lendir maður í vandræðum, allavega leiðindum. Maður setur vörurnar á færibandið og afgreiðslufólkið stimplar þetta inn, svo er ekkert pláss hinu megin við færibandið til að setja vörurnar í poka. Maður verður að setja þær allar aftur í körfuna og fara að sérstöku pökkunarborði og raða þar í pokana. Sem er svo sem allt í lagi ef maður er með körfu, en ef maður er ekki með körfu þá þarf maður að vera helvíti fljótur að henda öllu jafn óðum ofan í pokana, annars koma vörur næsta kúnna og blandast við manns eigin vörur, öllum til mikils ama. Þetta er ansi erfitt ef maður er ekki með körfu (oft gleymi ég að taka með mér smápeninga, því maður þarf að hafa nákvæmlega einnar evru smápening til þess að geta fengið lánaða körfu), því stundum lendir maður með allar vörurnar í fanginu og reyndir að henda sér yfir á pökkunarborðið í von um að eggin eða jógúrtin detti ekki í gólfið og splundrist. Sem hefur komið fyrir. Svo er annað, flestir taka með sér poka, tösku eða hverskyns ílát undir vörurnar. Það tíðkast ekki að biðja um poka, sérstaklega ekki um litlu fríu pokana, þá verður afgreiðslufólkið pirrað og biður mann vinsamlegast um að muna að taka með poka næst. Svo það er eins gott að koma vel búin í búðirnar, með einnar evru smápengin, taupoka og tækni sem gerir manni kleift að henda vörunum fljótt í körfuna eftir innstimplun og pakka vel ofaní taupokana við pökkunarborðið á sekúndubroti. Jamm.
Sá annars sætan strák í búðinni áðan. Sá hann álengdar í búðinni og hugsaði með mér að það væri skömm hvað ég væri drusluleg í dag, annars hefði ég nú getað gefið honum auga. Svo lenti ég fyrir aftan hann í röðinni við kassan og var fljót að missa álit á þessum sæta strák. Hann var með grænan bakpoka, sem var kannski fínn fyrir tíu árum þegar hann var í heilu lagi. En hann var ekki fínn lengur og ekki í heilu lagi. Hann var gauðrifinn og stráksi var búinn að HEFTA hann saman. Já, þetta gera þjóðverjarnir til að spara penginana. Prima leben und sparen. Það má ekki gleyma þjóðarmottóinu. Hann var líka í götóttum skóm og þarf eflaust að dusta göturykið af sokkunum þegar hann kemur heim á kvöldin. Ef hann týmir þá að kaupa sér sokka. Já, sætu strákarnir hlýða líka þýskum lögmálum.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahahaha..djöf er þetta nú fyndið. Ég sæi þetta kerfi ganga hér á Íslandi. Hér er náttúrulega allt gert til að hafa kúnnann góðan -annars fer allt í háaloft eins og við öll jú vitum! Haha..og hvað er málið með þessa þjóðverja maður -öss..hlýtur samt að vera lærdómsríkt fyrir íslendinginn ;) -eða hvað..kv. Lilja.

7:56 f.h.  
Blogger ellen said...

Hehe, maður lifir og LÆRIR (ekki sparar) það er mitt mottó!

9:32 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehe, skondnir þessir þýskarar ;) Hef aðeins komist í tæri við eðalbúlluna Lidl þar sem þetta þýska kerfi var í sænsku umhverfi, sem virkaði svona lala.
Annars eru svíar hjálplegir þegar þeir raða á færibandið því það er allt í röð og strikamerkin snúa þannig að kassadaman geti rennt þeim beint framhjá skannanum - það má því glöggt sjá þegar Íslendingar eru ferð og hrúa öllu draslinu á bandið!!

Annars góða helgi skvís - ég þarf endilega að fara að heyra í þér, bjalla við tækifæri ;)

12:39 e.h.  
Blogger Bryndis said...

Múhahahaha... ég versla bara online hér í UK og þarf því ekkert að spá í þessu veseni. Annars eru þeir reyndar mjög þægilegir hér, byrja aldrei að skanna inn næsta viðskiptavin fyrr en maður er búin að setja allt í pokana! Sérskennilegt hvað búðarsiðir geta verið misjafnir!

9:32 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ha, ha, ha!!! Þeir eru eins skondnir Svíarnir og Þjóðverjarnir eru óskondnir...

Annars þekkist þetta að snúa rétt strikamerkidæmi hérna á Íslandi aðeins í þeirri mætu stóru stóru sænsku búð IKEA, en þar eru skilti sem biðja mann vinsamlegast að snúa strikamerkinu að afgreiðslufólkinu á STÓRU þungu hlutunum, en þeir eru nú ekki svo kræfir að fara að láta okkur Íslendingana hugsa um alla smávöruna líka, ó mæ god (maður myndi nú bara ekki nenna í búðir...)

2:03 f.h.  
Blogger ellen said...

Snúa strikamerkinu rétt, hahaha - þeir hljóta að taka upp á því fljótlega þjóðverjarnir, hljómar ansi þýskt!

3:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home