laugardagur, mars 10, 2007

Bréf


Var ótrúlega ánægð þegar ég kom heim úr vinnunni á föstudaginn. Ég opnaði póstkassan (er alltaf með örlitla von um að það gæti leynst alvöru bréf til mín frá vinum eða fjölskyldu í póstkassanum mínum, alveg einsog þegar ég bjó í Litháen fyrir tíma netsins og það var það besta í heimi að finna bréf í póstkassanum frá Íslandi), og þar fann ég umslag frá SPRON og vissi að þetta væri frá Sólu þar sem hún var að senda mér blessaðan auðkennislykilinn. Ég vonaðist til að það væri kannski lítið bréf til mín í umslaginu, og vitimenn! Elsku Sóla hafði skrifað bréf. Fékk alvöru bréf, ég var svo ánægð, ég sparaði að lesa það þangað til ég var búin að búa mér til te og kveikja á kerti - búa til réttu stemninguna fyrir bréfið. Mmmm, það er ekkert smá skemmtilegt að fá bréf.
Nú vitiði hvað getur gert mitt litla, einmana hjarta glatt - alvöru bréf. Ég gaf Auði vinkonu bréfsefni áður en hún fór til Edinborgar... en það virkaði ekki sem skyldi. Ég heyri reyndar oftast í henni af öllum líklegast, þar sem hún er netfíkill einsog ég ;) Enginn pressa. Býst bara við fullt af bréfum í næstu viku annars - annars - æææ, mig langar bara svo í bréf.
Helgin að verða búin. Ég er að fara í heilnudd á morgun sem mun taka tvo tíma. Kvíði pínu fyrir, en hlakka líka til, Nandini fór síðustu helgi og var skýjum ofar þegar hún var búin.
Góðan sunnudag...
Og enn og aftur elsku Sóla, takk takk takk :)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Verði þér af góðu skvís. Ég gat nú ekki farið að senda þér póst og ekki senda neitt bréf með. Ég er sammála þér að það er svo gaman að fá bréf. Synd að það sé minna um það en það var. Ég á einmitt fullan kassa af bréfum sem ég fékk þegar ég var búsett í USA...bara gaman að lesa yfir þau. Hafðu það gott elskan...

4:19 f.h.  
Blogger ellen said...

Danke schön - já, maður á fulla kassa af bréfum heima, það er miklu skemmtilegra að skoða þau heldur en e-r email í tölvunni... ekki það að ég sé ekki þakklát fyrir þau! Í dag er svona 20 stiga hiti og sól og blár himinn, jeminn, ég fyllist sumargleði.

5:08 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home