þriðjudagur, apríl 10, 2007

Sigurrós

viðrar vel til loftárása

ég læt mig líða áfram
í gegnum hausinn
hugsa hálfa leið
afturábak
sé sjálfan mig syngja fagnaðarerindið
sem við sömdum saman
við áttum okkur draum
áttum allt
við riðum heimsendi
við riðum leitandi
klifruðum skýjakljúfa
sem síðar sprungu upp
friðurinn úti
ég lek jafnvægi
dett niður
alger þögn
ekkert svar
en það besta sem guð hefur skapað
er nýr dagur

Er búin að búa til ótal útvarpsstöðvar á Pandora og svo nota ég fídusinn "quick mix" sem virkar eins og shuffle fídusinn í itunes, sniðugt. Svo það kemur sífellt á óvart hvaða lag kemur næst, gæti verið jazz, rólegt, rokk eða popp! Nú kom þetta lag með Sigurrós sem mér finnst svo flott og vekur upp ljúfar minningar frá Njálsgötunni.

Og mér varð hugsað til elsku Öglu sem ég finn mikið til með núna. En allt verður gott með hverjum nýjum degi sem kemur.



3 Comments:

Blogger Here it comes.. said...

Hef ekki heyrt þetta lag í mjög langann tíma.. stolinn diskur á uppi á háalofti.

5:37 f.h.  
Blogger ellen said...

Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

6:35 f.h.  
Blogger ellen said...

Prófaðu Pandora, þú gætir rekist á það :) Ég á heldur ekki diskinn, kannski best að vekja ekki oft upp ljúfsárar minningar hvort eð er!

6:42 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home