fimmtudagur, mars 29, 2007

Pirrandi pör


Pör geta verið óþolandi. Ég fór til læknis í vikunni og þurfti að bíða á biðstofunni í EINN OG HÁLFAN TÍMA. Normalt hér í Þýskalandi þar sem læknar fá illa borgað og verða að sinna þúsund sjúklingum á dag, enda 90 milljónir manns í þessu blessaða landi. Ég tók sem betur fer með mér eitthvað að lesa, en gat ekki einbeitt mér að lestrinum því við hlið mér sat ung stelpa, sennilega nýólétt, og kærastinn hennar kraup við fætur hennar og þau voru að reyna að tala saman. Það reyndist þeim erfitt því þau urðu að kyssast eftir hvert orð, svo hver setning tók óratíma. "Eigum (koss) við (koss) að (koss) kannski (koss) elda eitthvað (vá tvö orð! koss) saman (koss) í (stór blautur koss, bæta upp fyrir kossaleysið milli tveggja orða áðan) kvöld (koss á enni)?

Er ekki spurning um að hlífa fólki í kringum sig við svona væmni??? Maður spyr sig.



4 Comments:

Blogger Agla said...

Hahahaha, sammála, thetta er ótholandi!! En thad eru gudi sé lof ekki allir svona, bara vitleysingarnir!!...hahaha

12:06 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

nákvæmlega, gekk framhjá ungu pari áðan sem gjörsamlega slefaði upp í hvort annað og var ekkert að flýta sér að því, tóku öllu með stökustu ró og voru lengi lengi að fyrir framan fullt af fólki á takk fyrir veitingaplássinu í Kringlunni... (þakka bara fyrir að ég var ekki að borða neitt þarna, ég hefði ælt...)

ein vaxin upp úr sýndarmennskunni...
xxxh

9:24 f.h.  
Blogger ellen said...

Muahahhahahahahaha. Ja, eg er lika vaxin upp ur henni, sem betur fer tvi eg hef engan til ad synast med, hahahaha!

11:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahahahaha... -hvaða hvaða fólk þarf nú að fá útrás fyrir rómantíkina í sér ;D. Erfitt að hemja ástríðuna þegar vorar -hehe ;).kv. Smiljus.

2:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home