fimmtudagur, apríl 05, 2007

Gleðilega páska


Ætla að skreppa til Berlínar um helgina með Tomi og Adrian, svo verða tveir vinir Tomi þarna líka. Búin að leigja okkur dormitory herbergi í Berlin Mitte, ætlum að fara á söfn, kíkja á flóamarkaði, kaffihús, barir og skemmtistaðir. Ætla að vera alvöru túristi í Berlín, og kannski jafnvel skoða meira af vestur-Berlín, en ég hef nánast aldrei verið í vestur-Berlín. Alltaf þegar ég heimsæki Friedu höldum við okkur innan austur-Berlínar, þar sem hún er þaðan líklegast, mjög bíaseruð...

Svo ætla ég að koma heim á sunnudaginn og hafa einn frídag hér í Leipzig á mánudeginum, búin að spara eitt lítið Nóa og Siríus páskaegg til sunnudagsins - en öll hin eru farin! Jább, ég át stóra eggið alein, en deildi litlu eggjunum með gestum í indverska matarboðinu. Jesús hvað ég get borðað mikið af súkkulaði, þetta er ekki heilbrigt. Sakna Íslands og íslenskrar birtu og náttúru - er ekki bara næstum bjart allan sólarhringinn heima??? mmmmmmmm

Hafið það gott um páskana :)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilega páska til þín líka elsku systur, dóttir, frænka og bara allt sem þér dettur í hug... hafðu það gott í Berlín með vinunum, heyrumst svo fljótlega, t.d. á sunnudaginn, en þá ætla mamma og Karlotta að koma í mat :)

9:29 f.h.  
Blogger ellen said...

oh, mig langar líka að koma í mat! Hafið það ljúft mín kæru :)

10:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home