mánudagur, apríl 16, 2007

OF HEITT

Ég hlakka ekki lengur til sumarsins, ég vil fá vetur aftur, snjó og kulda... ég þoli ekki svona mikinn hita, og sérstaklega þá í vinnunni, væri kannski í lagi ef maður gæti verið úti. Maður getur ekki einu setið í sólinni lengur en í korter, í allra mesta lagi, djæs, ég gleymi alltaf hvað hitinn er erfiður.

En ég náði hins vegar að njóta góða veðursins í gær, fór í kanósiglingu um kanalana í Leipzig með 20 manns í tilefni afmælis Hernans, ótrúlega fínt. Grilluðum síðan í garðinum og vorum úti til níu. Fórum í króatískan eltingaleik sem gengur út á það að rasskella fólk með belti. Frekar brútalt en jafnframt frekar fyndið.

Set inn myndir fljótlega :)

Njótið íslenska kuldans!!!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

uuuuu, ég hélt sem Íslendingur væri bannað að blóta hita og sól....

Kv. úr 2 gráðum af skerinu ;)

12:10 e.h.  
Blogger ellen said...

Hehehe, já, ætli ég sé ekki orðin hálf þýsk, kvartandi og kveinandi, hehehe...

12:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home