LCD soundsystem

Er búin að hlusta svolítið á þetta band undanfarið og fíla það betur og betur og betur... sérstaklega lagið "someone great" sem er æði og textinn er frábær. Svolítið New Order-legt með grípandi laglínu og góðum danstakti. Er handviss um að Helga sys muni fíla það vel :) Öll platan er mjög stuðleg, ég er búin að vera dansandi í stofunni í morgun, hlustandi á plötuna.
Veðrið er búið að vera guðdómlegt um helgina, fór á ströndina í gær í sólbað og er að fara í garðinn í dag að grilla. Grilluðum líka á ströndinni í gær, vafði beikoni utan um bratwurst og fitnaði um fimm kíló. Namm.
Góðan sunnudag!
3 Comments:
Já, sammála, fíla LCD Soundsystem! Ég er mjög spennt að sjá hann á tónlistarfestivalinu hér í ágústlok:) Glatað að þú komir ekki með eins og þú hafðir ætlað, þó að auðvitað sé Afríka kannski soldið meira spennó ;)
AuðurRán búinaðskilamastersritgerðinnihúrra!
ps. þetta lag "someone great" minnir mig mjööög á Human League ;) eighties tónarnir heilla! AR.
Já það er rétt, mjög human league 80´s-legt :) Til hamingju með ritgerðina mín kæra, ég hélt þú værir ekki búin að skila þar sem þú svaraðir ekki emailinu mínu... FRÁBÆRT að þetta sé loksins búin :)
Skrifa ummæli
<< Home