laugardagur, júní 16, 2007

Íslensk heimsókn

mmmm, mamma og Karlotta og aðrir fjölskyldumeðlimir eru komnir í heimsókn og komu með fullt af góðgæti með sér, meðal annars yndislegar djúpur. Ekki nóg með það, heldur fékk ég líka malt og appelsín, harðfisk og nóa og siríus súkkulaði, alger hátíð hér á bæ. Elska íslenskt nammi og íslenskan harðfisk, og auðvitað íslenskt gos!!!

Stúlkurnar eru búnar að skoða bæinn í Leipzig inn og út, en við eyddum líka tveimur dögum í Berlín, en nú þurfa þær greyin að vera á eigin spýtum því ég er á fullu að undirbúa fyrirlestur fyrir mánudaginn, glated.

Hafið annars góða helgi :)

4 Comments:

Blogger ellen said...

Eru allir hættir að lesa síðuna??? Þá nenni ég ekki að blogga...!!!

1:21 f.h.  
Blogger Agla said...

Ég les bloggid thitt reglulega ellen mín og reyni líka ad kommenta. Mátt sko ekki hætta ad blogga!! Held ad thad sé bara almennt bloggleysi í gangi thessa dagana....fólk kannski bara komid med leid á thessu!!

5:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég kíki alltaf reglulega og er spennt að sjá hvort það séu komnar nýjar fréttir. Aaaalllls ekki hætta að blogga!!!! Ég skal taka mig á að kommenta, veit ég hef ekki verið nógu dugleg :s

Það er svo annar handleggur hvort blogg-aldan sé að detta úr tísku.

Hvet þig samt að halda áfram :)

/EB

Ps. hef verið að reyna að ná í rassgatið á þér á gmail-tjattinu en þú ert aldrei við. Ég bjalla við tækifæri.

10:42 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sama hér

kv. GÞ

9:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home