Ísland fagra Ísland

Fór í annað skipti til læknis í dag til að fá bólusetningu. Ekki annað hægt en að fyllast heimþrá við þessar læknisheimsóknir þar sem gangarnir eru prýddir 20 innrömmuðum ljósmyndum frá Íslandi. Ísland fagra Ísland. Læknirinn er afar fyndinn og skringilegur maður, eins og flest allir læknar sem ég hef farið til í Þýskalandi. Það tók hann lengri tíma að vanda sig við að líma bólusetningarlímmiðana í bólusetningarkortið mitt heldur en að bólusetja mig. Hann vandar sig við að klippa út, setur sterkt aukalím á límmiðana, klessir þeim svo ofur fast í kortið og strýkur yfir hvernig límmiða í korter. Og segir mér í leiðinni að á Íslandi voru næstum engin tilfelli af lungnakrabba fyrir seinni heimstyrjöldina, en síðan komu kanarnir með tóbakið og spilltu þjóðinni og nú er tíðni lungnakrabba jafn há á Íslandi og annars staðar. Þetta þótti honum afar miður. En hann var þó var ángæður að heyra að ég reykti ekki. Hann bætti því við að Ísland ætti að vera fyrirmynd allra þjóða því það hefur ekki tekið þátt í neinu stríði. Ég minnti hann þá á þorskastríðið við Bretana, held hann hafi orðið pínu svekktur.
Nú er allt að verða tilbúið fyrir Sambíu. Enda vika í brottför. Farin að hlakka meira og meira til, hringdi í dag í hostelið okkar í Lusaka (höfuðborginni) og talaði þar við indæla konu sem talaði með mjög sterkum "afríkönskum" hreim - mjög gaman, þetta verður algert ævintýri.
Ætla að kíkja til Nandini og Söru í kvöld í mojitos stuð. Ætlum að dressa okkur upp, fara í kjóla og drekka kokteila og kíkja svo út á lífið.
Góða helgi
1 Comments:
Þetta er ekki smá spennandi ferð sem þú ert að fara í...væri nú alveg til að koma með :)
kv Guðbjörg M
Skrifa ummæli
<< Home