fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Pabbapössun í Hagkaupum

Langt síðan síðast, en þetta verður stutt. Verð bara að heykslast á þessu uppátæki Hagkaupa að búa til sérstakt herbergi fyrir þreytta feður og unnusta á meðan konan sér um innkaupin. Hvers vegna í ósköpunum á konan að sjá um innkaupin? Af því það er svo rosalega gaman fyrir konur? Til hver í ósköpunum fara karlar þá með í búðina ef þeir geta ekki tekið ábyrgð á innkaupunum líka? Ég á ekki til orð. Svo var tekið viðtal við RÓTTÆKAN feminista um málið - einsog maður þurfi að vera róttækur feministi til að finnast svona lagað ekki í lagi.

Ég ætla ekki að versla í Hagkaupum þegar ég er heima á Íslandi. Mér finnst þetta ótrúlega gamaldags og karlrembuleg hugmynd.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

sælar
Þetta er auðvitað bara rugl...og bara niðurlægandi fyrir karlmenn..held að maður eigi bara sniðganga þessa búð
kveðja guðbjörg M
Hlakka til að sjá þig á íslandi :)

11:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja Ellen..á ekkert að fara skrifa !!! kv GM

3:43 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home