þriðjudagur, september 18, 2007

Myndir


Jæja, búin að setja inn myndir á linkinn myndir III, undir albúmi sem heitir Zambía. Er búin að skrifa smá texta við nokkrar myndir, en á eftir að klára. Gleymdi að snúa við myndum, það er leiðinlegt, mig langar að finna annað form til að geyma myndir, mér leiðist þetta form.

Er enn heima að jafna mig, er mun skárri en ekki nógu góð til að fara í vinnuna... svo ég notaði tímann í dag til að setja myndir á netið, taka til og taka úr töskunum.

Kannski segi ég ykkur í stuttu máli hvað við vorum að gera þarna! Þetta er sem sagt doktorsverkefni Cesare sem hann mun vinna að næstu 4 árin líklegast. Við söfnuðum munnvatnssýnum úr fólki, alls fengum við um 700 sýni frá um 20 mismunandi "þjóðflokkum". Þetta er samvinnuverkefni með málvísindamanni (Koen Bostoen) sem hefur verið að skoða tungumál í Western Province í mörg ár. Það eru töluð um 30 tungumál á þessu svæði, en í dag er eitt sameiginlegt tungumál, sem kallast Lozi. Lozi tungumálið kemur frá fólki sem fluttist til Zambíu fyrir 200 árum frá Lesoto og steyptu af stóli Lui konungsdæminu sem var þar fyrir. Lesoto fólkið réði ríkjum á þessu svæði í aðeins 40 ár, en þá náði Lui fólkið yfirráðum aftur. En af e-um ástæðum hélt fólkið áfram að nota Lozi tungumálið sem kom frá Lesoto, og ein tilgáta segir að Lui fólkið drap alla Lesoto menn en héldu á lífi konunum og giftust þeim. Þannig hafa konurnar kennt börnum sínum Lozi tungumálið og þar af leiðandi hóf fólkið að nota Lozi sem sameiginlega tungu. Það er hægt að kanna þessa tilgátu með því að skoða genin, td. með því að skoða hvort mtDNA sem erfist í kvenlegg, sé skyldara Lesoto mtDNA heldur en mtDNA sem finnst í Zambíu, eða annars staðar í Afríku.

Síðan vill hann einnig skoða hina svokölluðu "Bantu expansion". Bantu fólkið á rætur að rekja til Congo/Nígeru fyrir 2-3 þúsund árum. Bantu fólkið var landbúnaðarfólk sem hóf að flytjast suður til annara landa í Afríku, og gerði það að verkum að hirðingjahópar fluttust á jaðarsvæði og minnkuðu til muna. Það eru tvær greinar Bantu tungumála, vestur og austur, og í Zambíu finnast tungumál sem tilheyra báðum greinum. Ekki er nákvæmlega vitað hvort þessar greinar eru tvær aðskildar greinar sem fylgdu tveimur aðskildum hópum, eða hvort eitthvað genaflæði hafi átt sér stað á milli hópa sem töluðu tungumál sem tilheyra báðum greinunum. Svo þetta er ein önnur tilgáta sem þau vilja prófa.

Þriðja tilgátan snýr að Koisan tungumálum, tungumálum með svokölluðum "klick" hljóðum. Í dag eru mjög fáir hópar í Zambíu sem nota Koisan tungumál, en nokkur tungumál sem eru ekki Kosian, hafa tekið upp click hljóð. Svo þau vilja skoða hvernig þetta hefur átt sér stað, er það vegna erfðablöndunar við aðra hópa, eða eingöngu vegna kynna hópa sem tala ekki Koisantungumál við hópa sem tala Koisan tungumál, án nokkurrar blöndunar?

Þetta verða þrjár meginspurningar í verkefni Cesares og vonandi tekst honum að svara þeim eftir alla þessa erfiðisvinnu. Ég ber muuuun meiri virðingu fyrir svona vettvangsrannsóknum og sýnasöfnun en áður, þetta er mjög erfitt starf! Erfiðast var að sannfæra fólkið um að gefa sýni, því það hræðist hvíta manninn og heldur að við séum í tengslum við djöfulinn. Það heldur að við förum með sýnin til Þýskalands, gerum galdur á þeim sem leiðir til dauða þeirra sem gáfu sýni. Stundum þurftum við tvo tíma í að svara spurningum. En yfirleitt fengum við einn þriðja hluta þeirra sem á okkur hlustuðu til að gefa sýni, stundum vildi enginn gefa sýni. Jesús hvað ég var orðin þreytt á að hlusta á Cesare útskýra verkefnið á endanum, ég held ég vilji aldrei aftur heyra hann lýsa því!!! En þetta gekk vonum framar og við náðum að safna mun fleiri sýnum en við áttum von á.

Meira síðar...

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ótrúlega spennandi að lesa þetta! Hlakka til að heyra meira. Er líka voðalega glöð að þú skulir vera komin heim :) Auður Rán

1:58 e.h.  
Blogger Agla said...

Get vel skilid ad thú hafir verid ordin soldid threytt ad heyra thessa útskýringu á verkefninu....enda kanntu hana voda vel ;) Hljómar allt saman mjog spennandi....ótrúlegt hvad hægt er ad rannsaka med erfdafrædi nú til dags!!

12:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jamm, ótrúlega skemmtileg saga, Askur var voða hissa á þessari paranoju Afríkubúa út í ykkur, þetta föla fallega fólk...

xxxh

2:51 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ahh, já þetta hljómar ekkert smá spennandi :):) Hlakka til að heyra meira....og kíkja á myndirnar :)

Sló á þráðinn í kvöld en enginn heima - reyni aftur síðar ;)

Elín.

2:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home