föstudagur, ágúst 03, 2007

Farin til Afríku



Jæja, þá verð ég komin til Sambíu á morgun. Legg af stað síðdegis í dag, tökum lest til Frankfurt og fljúgum þaðan til Addis Ababa, og svo þaðan til Lusaka. Verð komin hálf þrjú á morgun til Lusaka, höfuðborgar Sambíu. Vona að allt ferðalagið gangi vel, og að allur farangur komist á leiðarenda.

Ég mun sennilega ekkert láta heyra í mér fyrr en eftir sex vikur þegar ég kem aftur til Leipzig. Kem aftur 14. september.

Svo ég kveð í sex vikur, hafið það gott elskurnar ;)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nú styttist heldur betur í'etta...góða ferð og góða skemmtun mín kæra. Bíð spennt eftir að heyra allt um ævintýrið :):)

/EB

4:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já góða ferð, hlakka til að heyra ferðasöguna þegar þú kemur til baka :)

Guðbjörg Þ

12:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home