þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Bloc Party


Bloc Party
Originally uploaded by austurfari.
Jæja, þá er komið að því. Dagurinn sem Ellen fer á Bloc Party tónleika og mun stinga af með þessum gullfallega tónlistarmanni. Hef alltaf verið veik fyrir þeim...

Fer til Dresden um tvö leytið í dag og mun skoða borgina með Claudieh og Adrian og svo koma vinir hennar tveir um kvöldið á bíl og kíkja með á tónleikana og keyra svo heim. Þetta verður hrikalega gaman, getur bara ekki klikkað. Svo ætla ég að gista eina til tvær nætur í íbúð kollega míns sem er hlý og góð. Vonandi mun iguana eðlan hans haga sér sómasamlega.

Mikill stuðdagur í miklum kulda, brrrr. Jibbíjeijeijei.

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Lítil jól og þakkagjörðarhátíð

Í dag hittist fólk úr vinnunni og eldaði saman kökur og kalkún. Kanarnir vildu halda upp á þakkagjörðardaginn svo búið er að matreiða kalkún með öllu tilheyrandi. Sjálf bakaði ég franska súkkulaðiköku sem verður mitt framlag í dag. Búið er að baka ógrynnin öll af piparkökum og alls konar öðrum kökum, úff.

Í gærkvöldi fór ég í frábært partý í heimahúsi, þetta er víst árlegur viðburður hjá þeim. Þetta var eins og að vera á skemmtistað, dj-ar og fullt af fólki. Mjög skemmtileg tónlist, m.a. mín heittelskaða hljómsveit Bloc Party fékk spilun. Svo var allur nýi diskurinn með Franz spilaður í einu herberginu (það voru þrjú stór herbergi ásamt eldhúsi og það var það mikið að fólki að maður komst varla úr einu herbergi yfir í annað) og ég dansaði frá mér allt vit á meðan, mjög skemmtilegt.

Núna er ég ofurþreytt, búin að borða yfir mig af kalkún og kökum og held ég fari heim fljótlega að sofa. Ætla að vera óóóótrúlega dugleg í næstu viku (hehem), því ég ætla að taka mér frí hálfan daginn á þriðjudaginn til að skoða Dresden áður en tónleikarnir byrja...

Stórt rop.

föstudagur, nóvember 25, 2005

Myndir fra Leipzig

Ef thid viljid skoda myndir af borginni tha getid thid klikkad a titilinn a thessu bloggi :) Fann thetta netinu, fullt af myndum, misgodar og misskemmtilegar, en gaman ad sja borgina.

Goda helgi.

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Jola jola jola


Jolamarkadur
Originally uploaded by austurfari.
Í dag byrjaði jólamarkaðurinn í Leipzig. Borgin er víst þekkt fyrir þennan stóra og skemmtilega markað og ekki að undra. Ég skellti mér í bæinn í dag þar sem opna átti markaðinn og upplifði afar skemmtilega og rómantíska jólastemningu. Þetta er útimarkaður þar sem verið er að selja allt sem við kemur jólunum, sumt alveg hrikalegt annað mjög fallegt. Það besta við markaðinn eru básarnir sem selja jólaglögg og jólabjór og jólamat. Maður fær glöggið/bjórinn afhent/an í jólakrús og drekkur það/hann úti. Skiptir ekki máli þótt það sé kalt, glöggið er að sjálfsögðu afgreitt heitt og hlýjar manni um tær og fingur og hjartarætur líka :)

Annars fór ég í klippingu líka. Mér líður alltaf eins og ég sé að fara til tannlæknis þegar ég fer í klippingu í útlöndum. Hrikalegt. Ég hef farið til Báru hjá Expo í áraraðir, hún þekkir minn stíl og veit hvað ég vil. Það gerði hins vegar rakarinn ekki sem ég heimsótti í dag. Hann blés hárið á mér mjög kerlingalega svo ég eltist um 5 ár á klukkutíma. Sem lætur mig kannski líta út nær mínum aldri en ég geri fyrir. Sem er kannski gott, ég veit það ekki? Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að klippa toppinn meira. Góð meðmæli það.

Annars hefur mér boðist að passa íbúð og eðlu í desember. Íbúðin er í hjarta borgarinnar, á tveimur hæðum, hlý, með sjónvarpi, playstation og ég veit ekki hvað. Ætla að kíkja betur á það dæmi...

Gleðileg jól

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Heilsuátak

Ekki hefur svo sem mikið borist til tíðinda síðan síðast. Helgin var fín, á föstudeginum fór ég á tónleika með skandinavískum böndum sem var mjög fínt. Eitt bandið, Cartrigde minnir mig að þeir hafi heitið, var keimlíkt Bloc Party, fínt band þar á ferð. Hin voru ágæt, mjög lík gömlu góðu indie hljómsveitnum frá '93 tímabilinu (mikið sungið "aaaaaaaaa"). Eftir á fórum við á nýjan stað sem spilaði skemmtilega tónlist, minnti pínu á 22.

Laugardeginum var að mestu eytt heima í leti en um kvöldið kíkti ég til Johannesar úr vinnunni og þar drukkum við nokkra kokteila, en ég fór snemma heim sökum þreytu.

Á sunnudaginn fórum við á Solymar og fengum okkur hádegismat, ótrúlega fínt, verð að fara þangað með alla mína gesti sem hingað koma. Þetta er hlaðborð þar sem úrvalið er mikið og gott, fullt af eftirréttum líka, ég borðaði auðvitað yfir mig. Eftir matinn löbbuðum við um miðbæinn, skoðuðum Tómaskirkju þar sem Bach er jarðaður, voða fín kirkja. Síðan fór ég heim og horfði á Dreamers sem Johannes og Bea kærasta hans mældu með. Mér þótti myndin hins vegar ekki góð, mjög tilgerðarleg og óspennandi, en flott tekin og vel leikin.

Vinnan gengur enn illa, veit ekki hversu lengi ég get haldið þetta út, þetta $%&#$%//"$%%#$PCR er að gera mig geðveika. HJÁLP!

Heilsuátakið já, ég er búin að drekka of mikinn bjór og er því komin með bjórbumbu. Markmið að losna við hana fyrir jól svo ég geti borðað jólamatinn með góðri samvisku. Er hætt í badminton í bili og er því ekki að stunda neinar íþróttir sem er slæmt. Verð að fara í gymmið með prímatastelpunum, þetta gengur ekki. Svo er ég meira að segja hætt að hjóla í vinnuna þar sem veturinn er kominn með tilheyrandi kulda, en ég held ég ætti að taka hjólið upp aftur, amk þangað til fer að snjóa.

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Matarbod


Bild 047 Kopie
Originally uploaded by austurfari.
Að vanda eldaði ég í gær með Kötju og Carol prímatastelpum því það var miðvikudagur. Að þessu sinni buðum við strákum með, kærast Kötju var í heimsókn og svo komu Adrian og Choy. Ég eldaði lasagna sem sló svona líka rækilega í gegn, þau gáfu mér það snjallræði að selja uppskriftina á e-bay og gefa vísindastörf upp á bátinn (kannski þeim finnist ég eiga betri framtíðar möguleika sem kokkur heldur en vísindamaður?). Mjög gott kvöld, ég borðaði yfir mig, enda forréttur og eftirréttur í boði líka. Íbúð Carol þar sem matarboðið var haldið stendur mér jafnvel til boða í janúar, ég er að melta þetta allt.

Annars var frídagur í gær og ég hafði það mjög gott. Svaf til hádegis, tók til í herberginu mínu, vann í tvo tíma og fór svo og verslaði fyrir matarboðið. Búin að tala við sambýliskonu mína um hitamál svo ég vona að það sé leyst.

Veturinn er kominn, hér er kalt og endalaus rigning. Ekki gaman. Hlakka svoooo til að koma heim um jólin :)

mánudagur, nóvember 14, 2005

Sprechen Sie Englisch?

Er byrjuð að leita af íbúðum á fullu. Búin að leggja símanúmerið mitt inn hjá nokkrum leigusölum og tveir hafa hringt í mig í dag. Sem tala enga ensku. Sem þýðir að ég verð að reyna að tala þýsku, úff, frekar erfitt svona í gegnum síma auk þess sem ég kann bara nokkur orð og get varla sett saman setningar ennþá. En ég er sem sagt að fara að skoða eina íbúð á morgun og aðra á miðvikudaginn, spennandi spennandi. Ekki í hverfinu sem ég vildi, en samt mjög miðsvæðis.

Helgin var fín, þessi nýi staður sem ég fór á á laugardaginn er mjög fínn, ég ætla að taka stelpurnar með mér þangað þegar þær koma. Agla og Elín ætla sem sagt að koma til mín í kringum afmælið mitt í febrúar, ekkert smá gaman og ég hlakka þvílíkt til. Tek á móti fleiri gestum og lofa góðu partýi ;)

Annars er ég orfurþreytt á mánudegi, var að koma úr þýskutíma og er að bíða eftir geli, svo ég kemst ekki heim fyrr en eftir tæpan klukkutíma. Ætla að kíkja á live jazz í kvöld :)

föstudagur, nóvember 11, 2005

Helgarplön

Jæja, þá er búið að plana helgina ;) Þetta er kosturinn við að vinna hjá stóru fyrirtæki með mörgum útlendingum, margir í sömu sporum svo fólk innan vinnustaðarins hittist mikið utan vinnu, mér til mikillar ánægju og gleði því annars væri afar einmanalegt hér. Svo ég ætla að hitta vinnufélagana á hinum vinsæla stað "Beyerhaus" í kvöld og fá mér bjór eða tvo. Svo á morgun er önnur stúlka úr vinnunni búin að bjóða mér með sér á skemmtistað sem er svona í "fínni" kantinum, sem verður skemmtileg tilbreyting frá hinum stöðunum sem ég hef farið á. Annars ætla ég að vinna á morgun, reyna að fá sýnin mín til að virka. Er með nokkrar hugmyndir í viðbót áður en ég gefst upp. Fólk er búið að vera ansi duglegt við að ráðleggja mér, svo ég er enn með nokkur spil á hendi.


Keypti mér Architecture in Helsinki í Edinborg, mörg mjög fín lög á þessum disk sem fékk svo góða dóma hjá pitchfork sem er mjög góð tónlistarsíða sem ég treysti vel fyrir plötudómum.

Átti afar indælt gærkvöld, fór í nýju fínu þykku náttfötin mín klukkan sjö og lagðist upp í rúm og horfði á Manhattan sem er frábær mynd. Horfði einnig á fimm Seinfeld þætti, schniiiiilld.

Kvöldið í kvöld verður vonandi aðeins hressara.

Góða helgi.

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

A hot weekend



Originally uploaded by austurfari.
Sambýliskona mín skrapp ferðalag og kemur ekki heim fyrr en á mánudag. Sem þýðir að það verður heitt hjá mér um helgina, muahahahaha. Á þriðjudaginn upplifði ég köldustu nótt í öllum heiminum. Ég var í náttfötum, hettupeysu og þykkum sokkum, með dúnsæng og teppi og gat ekki sofið fyrir kulda. Svo ég breiddi lopapeysuna yfir mig og lá í fósturstellingunni heila eilífð þangað til ég sofnaði. Ótrúlega þreytandi þessi hitamál. Þýsku gestirnir sem gistu hjá mér síðustu nótt staðfestu að íbúðin er með eindæmum köld. Svo í dag þegar ég fór út hafði ég hitann á, svo íbúðin bíður mín heit og fín. Ég þarf að ræða alvarlega við sambýliskonuna þegar ég kem til baka, þetta gengur ekki lengur.

Coldplay voru fínir, sérstaklega sum lög. Þeir eru mjög þéttir, en sum gömlu lögin eins og "Yellow" eru bara orðin úrelt og þeir ættu að sleppa þeim. Ættu líka að sleppa því að dreifa gulum blöðrum til áheyrenda á meðan laginu stendur, ekki að virka! Annars var Goldfrapp að hita upp og var mjög skemmtileg.

Annað misheppnað PCR í dag. Skemmtilegt. Og í gær þegar ég hjólaði heim stöðvaðist allt í einu aftara hjólið og petalarnir festust, ég var næstum dottin af hjólinu, hef ekki hugmynd um hvað gerðist. Svo ég þori varla á hjólið aftur, þetta getur verið hættulegt. Þannig að ég tók tram í vinnuna í dag, það tekur mun lengri tíma og er afar þreytandi. Verð að finna mér nýtt hjól.

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

So what do you think about this problem?


coldplay
Originally uploaded by austurfari.
PCR ekki að virka. Virkaði en svo virkaði það ekki þegar ég prófaði öll sýnin. Svo ég er enn að gera tilraunir, er að verða GEÐVEIK á þessu. Skil ekki vandamálið. Búin að ræða við flesta mína kollega hér sem koma með hinar ýmsu tillögur. Kun er mjög þolinmóður og er allur af vilja gerður að hjálpa mér og vill komast að rót vandans. Þegar ég sýndi honum nýjustu PCR myndirnar (sem voru tómar fyrir utan band hjá "positive control" fyrir þá sem skilja) sagði hann mjög þolinmóður og íhugull (hann byrjar nánast allar setningar á "so") "So what do you think about this problem?" og ég svaraði pirruð með tárin í augunum nánast "I´M THINKING ABOUT GOING BACK TO ICELAND, THATS WHAT I THINK ABOUT THIS PROBLEM". Sannar sig og sýnir að ég er afar þroskaður einstaklingur sem býr yfir mikilli þolinmæði, sem hentar mjög vel í rannsóknarstörf.

Hann var ekki nógu sáttur við svarið og skildi ekki alveg samhengið held ég. Enda þolinmóður með ólíkindum.

Svona hefur dagurinn verið. Og til að bæta gráu ofan á svart þá gleypti hraðbankinn kortið mitt áðan. Sem þýðir að ég þarf að bíða í eina og hálfa viku eftir nýju. Gaman gaman.

Besta er þó að Coldplay spila í kvöld hér í borg :)

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Highlights frá Edinborg

Hér kemur betri lýsing á ferðinni minni - ég er að bíða eftir PCR svo ég get alveg eins gert ítarlegri grein fyrir ferðinni :) Það sem helst stóð upp úr:

Rútan á flugvöllin í Leipzig: Hélt hún ætti að taka 40 mín. en var 90 mín á leiðinni. Held ég taki frekar lest næst til Berlínar og fljúgi þaðan, rútur eru mun leiðinlegri ferðamáti en lestar.

Flug með Ryanair: Vélin var eins og Fischer Price leikfangavél, sætin voru úr appelsínugulu plasti í stíl við appelsínugult þema félagsins, smekklegt og afar traustvekjandi. Flugfreyjurnar töluðu ensku með sterkari hreim en nokkur þjóðverji svo ég var aldrei viss hvort þær væru að tala ensku, þýsku eða eitthvað annað framandi tungumáli sem ég hef aldrei heyrt talað um. Flugvöllurinn í "Leipzig" (er í raun í Altenbourg, sem er í 45 mín. fjarlægð frá Leipzig) er minni en flugvöllurinn í Kulusukk á Grænlandi, þaðan fer bara ein vél á dag til London Stansted og flugmennirnir fara ekki einu sinni úr vélinni þar og þurfa því að nota "farþegasalernið" að öllum farþegum sjáandi.

Flug með EasyJet: Mun betra en með Ryanair, faglegra starfsfólk og alvöru flugvélar! Treysti þeim mun betur, en þeir eru dýrari.

Kráarrölt í Edinborg: Ekkert skemmtilegra en að rölta á milli kráa í góðra vina hóp í þessari fallegu borg með kastalann í bakgrunni. Endalaust margar krár og endalaust margir skemmtilegir skotar sem tala með skemmtilegum hreim. Bjórinn góður og í miklu úrvali, gaman að smakka mismunandi tegundir.

Hliðargötur í gamla bænum: Grassmarket sérstaklega, ekkert smá skemmtileg gata með flottum litlum búðum sem selja allt milli himins og jarðar. Sérstaklega flottar second hand búðir líka, keypti mér tvenn pils og hneppta peysu í einni slíkri.

Auður og Hermann: yndislegir gestgjafar í yndislegri borg :)

Namaste : Mjög góður indverskur staður í Edinborg þar sem við fórum út að borða á laugardeginum. Maður má koma með eigið áfengi sem gerir þetta allt miklu ódýrara ;) Mjög skemmtilegt andrúmsloft og góður matur.

Að versla með vinkonu: Mun mun skemmtilegra en að versla ein í Leipzig, enda verslaði ég mikið og eyddi miklum peningum. Eða reyndar verslaði ég ekkert svo mikið, kannski helst dvd myndir/þætti :)


Þjóðverjar: Eru svo fyndnir. Á leiðinni til baka frá London var smá seinkun á fluginu. Það var sagt í kallkerfið á ensku: "The flight to Leipzig/Altenbourg has been delayed. Please remain seated until further notice". Þá stóðu allir þjóðverjarnir upp og fóru í röð við hliðið. Í fluginu sat ég við hliðina á þýskri konu sem vildi endilega spjalla við mig (ég var ekki alveg hress í spjall þar sem ég hafði lítið sofið og vildi bara leggja mig) og hún endaði á því að skrifa niður upplýsingar um heimilisfang, símanúmer og email og bauð mér gistingu hvenær sem ég er á svæðinu! Þjóðverjar geta verið mjög vinalegir, ótrúlegt en satt!!!

Morgunflug: Þoli ekki morgunflug. Vélin fór um sex leytið frá Edinborg á mánudeginum, ég þurfti að leggja af stað frá Auði kl. fjögur og svaf varla neitt á undan. Mjög þreytandi, enda fór ég beinustu leið að sofa þegar ég kom heim til Leipzig um miðjan dag.

Frí: Ekkert skemmtilegra en að taka langa helgi og skreppa til útlanda í heimsókn til góðrar vinkonu. Gleyma öllum misheppnuðum PCR tilraunum og tala smá íslensku til tilbreytingar. Gista í heitu húsnæði og borða góðan morgunmat í góðum félasskap, ótrúlega huggulegt.

Sem sagt, mjög góð ferð og mig langar að flytja til Edinborgar.



Edinborg


Edinborg
Originally uploaded by austurfari.
Komin heim frá hinni fögru Edinborg. Yndisleg borg, mig langar að búa þar, ein fegursta borg sem ég hef komið til og hef ég nú séð þær margar ;)

Ferðin var frábær í alla staði fyrir utan leiðinda kvef sem ég fékk á leiðinni út og hef ekki losnað við. Við heimsóttum marga bari og drukkum marga bjóra, en kíktum líka í gamla bæinn og versluðum í skemmtilegum second hand búðum :) Auður og Hermann búa í yndislegri íbúð í miðbænum, í íbúðinni er risastórt eldhús með stærstu eldavél sem ég hef augum litið, heilar sex hellur og þrjár hæðir í ofninum, magnað! Átti bara tvær myndir eftir í myndavélinni minni og mér tókst bara að taka myndir af eldavélinni (gleymdi að fjárfesta í nýrri filmu). Verð að þjóta... meira seinna.

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Góður árangur

Jibbííí. Minn fyrsti fyrirlestur hér yfirstaðinn. Og mér gekk vel :):):) Ótrúlega stolt af sjálfri mér, húrra. Ætla að verðlauna mig með Edinborgarferð á föstudaginn og jakkakaupum (vonandi) í dag. Jakkinn minn er ónýtur, rennilásinn ónýtur (eitthvað nýtt hjá mér og fötum með rennilásum?).

Jibbíjibbíjei, í dag er ég mjög hamingjusöm :)