þriðjudagur, september 27, 2005

Beinagrindur, hauskúpur, verkfæragerð og innkaup

Mjög áhugaverður dagur og ég verð að segja að mér finnst stórskemmtilegt á þessum kynningar-fyrirlestrum í skólanum. Mjög gaman að vera hjá svona stofnun þar sem fólk er virkilega að framkvæma rannsóknirnar sem eru að birtast í virtum vísindatímaritum og þar sem verið er að tækla mannlega þróun út frá öllum mögulegum sjónarhornum. Mjög gaman að kynnast þessu og gaman að fá innsýn í það sem fólk er að gera.

Í dag var extra skemmtilegt! Það getur verið þreytandi að sitja og hlusta á fólk tala í marga klukkutíma á dag, en í dag fengum við að skoða mismunandi hauskúpur til að geta notað tæknina sem við höfum lært til þess að þekkja þær í sundur, s.s. hauskúpur mismunandi homo tegunda (h. erectus, h. habilis, h. neandertalis o.fl.) ég er orðin sérfræðingur í að þekkja þær í sundur ;) Svo fengum við að raða saman beinum úr alvöru manni til þess að læra hvar beinin eru staðsett. Ekki svo auðvelt get ég sagt ykkur, ég held ég hafi aldrei séð - hvað þá raðað saman - alvöru beinagrind áður. Svo fengum við að spreyta okkur á beinagrind úr hreindýri líka. Við vorum búin að læra um steinaverkfæri í allan dag áður en við fórum að púsla saman beinagrindum, svo í lok dags sýndi steinaverkfærafræðingurinn okkur hvernig verkfærin eru búin til, mjög áhugavert, svo fengum við að prófa. Hélt þetta væri mun flóknara, en það þarf ekki mikið til í raun. Hægt að búa til mjög beitt verkfæri með steinum, nógu beitt til að nota í stað hnífa! Ætti kannski að sameinast þessum stórskrýtnu fræðimönnum sem prófuðu að lifa eins og Neandertalsmennirnir í margar vikur... hver þarf rafmagn, heitt vatn, innpakaðan mat og fartölvu? eh... ég yrði eignlega að fá að hafa fartölvuna.

Fór svo í búðina áðan og verð gera almennilega grein fyrir þessari búðarferð. Hlutir hér geta verið svo hlægilega ódýrir, ég ætla að gefa ykkur lista af því sem ég keypti og leyfa ykkur að giska á verðið:

spagetti 500 gr.
pestó lítil krukka
sýrður rjómi
mosarella ein kúla
rucola 500 gr.
vínber 500 gr.
jógúrt
tómatsósa
2 tannburstar
ostur 400 gr.
rauðvín (chanti-ítalskt)

og getiði nú....


þetta kostaði 10 evrur. 10 evrur!!! sem sagt tæplega 800 kr.

ég get borðað allt sem ég vil, muahahahahaha

mánudagur, september 26, 2005

Berlín

Skrapp til
  • Berlínar
  • um helgina í heimsókn til Friedu. Mjög skemmtileg borg og alltaf nóg að gerast þarna, gott að þekkja e-n þar til að geta farið í reglulegar heimsóknir. Það sem stendur upp úr var heimsókn til
  • Palace of the Republic
  • , ótrúlega flott húsnæði fyrir listasýningar þótt sýningin sem við sáum hafi kannski ekki endilega verið sú mest upplífgandi (sýning um dauðann!) en húsnæðið var ótrúlega flott að innan.

    Annars var þetta frekar rólegt, fórum að hitta vini hennar Friedu bæði kvöldin, væri til í að kynnast næturlífinu í Berlín betur, held það sé mjög margt um að vera. Veðrið var mjög gott, sól og sumar og hiti. En nú er komin rigning aftur :(

    Er búin að fá digital myndavél frá Helgu sys svo ég fer að setja myndir inn á síðuna fljótlega.

    miðvikudagur, september 21, 2005

    BÚIN

    ÞETTA ER BÚIÐ, MESTARARITGERÐIN ER BÚIN JIIBBBBBÍÍÍÍÍ


    ég bara brosi, ég get ekki útskýrt hvað þetta er mikill léttir :):):):):) svíf um á bleiku skýi,

    er búin að sitja sveitt við skriftir í allan dag, hef sofið mjög lítið síðustu nætur

    en nú er þetta komið

    170 bls. farnar úr mínum höndum og eru á leið til prófdómara með fedex til bandaríkjanna

    ójá :)

    mánudagur, september 19, 2005

    Sofið í vinnunni

    Klukkan er 6:50. Ég var að skríða úr svefnherberginu hér í vinnunni og setjast fyrir framan tölvuna eftir 4ja tíma svefn. Úff, þetta geri ég ekki aftur, maður er þvílíkt myglaður, getur ekki tannburstað sig né skipt um föt. Hef litið betur út verð ég að segja... En er komin með kaffibollan og byrjuð að vinna. Nú veit allt um vinnustaðinn minn. Hér ryksugar fólk kl. 4 á nóttunni. Og sumir eru mættir í vinnuna fyrir sjö. En það eru örugglega ekki margir sem sofa í vinnunni! Jæja, þá er best að ljúka þessu :) Ég verð hamingjusamasta kona (stelpa?) í heimi í kvöld. Ég trúi því ekki að þá verði þetta búið. Langar í heimsókn til Íslands að fagna.

    föstudagur, september 16, 2005

    kassi frá Íslandi

    Fékk kassann frá Íslandi sem mamma og Helga sendu mér. Dótið sem komst ekki í ferðatöskuna. Það var gaman. Fékk marga nýja geisladiska til að hlusta á, mjög gott þar sem ég er búin að hlusta á alla diskana mína hundrað sinnum. Maður hlustar miklu meira á tónlist þegar maður hefur ekki sjónvarp.

    Kassinn fékk mig til að sakna Íslands. Mest íbúðarinnar á Blómvallagötu. Úff hvað ég sakna hennar. Sakna þess að koma heim, hlamma mér í sófann og kveikja á sjónvarpinu. Sakna Míós meira en orð fá lýst. Langar að hafa hann hjá mér á nóttunni, langar að leyfa honum að liggja í hárinu á mér og slefa að vild! Er búin að vera á apa-fyrirlestrum alla vikuna og hef því hugsað mikið til hans. Veit, svolítið langsótt, apar = köttur... hmmm, ekki alveg sami hluturinn. En þeir eru báðir loðnir. Og eru báðir dýr. Jú, jú, við líka, en ekki eins loðin ;)

    Er að hlusta á einn "nýjan" disk, einn af mínum uppáhalds. Tom Waits, Asylum years og lagið er Martha. Yndislegt og minnir mig mikið á mína yndislegu íbúð á Blómvallagötu. Og margt fleira.

    Er að klára ritgerð. Á morgun ætla ég að kíkja í H&M, það er víst ein stærri hér, sem ég hef ekki séð áður ;) híhíhí.

    fimmtudagur, september 15, 2005

    Lokasprettur

    Jæja, nú er lokaskiladagur á mánudaginn fyrir ritgerðina. Veit ekki alveg hvort ég nái því, ég ætla að reyna...

    Aumingja ungi breski strákurinn og íbúðarvandræðin hans. Í gær fór hann og skoðaði herbergi í íbúð þar sem samlandi hans bjó. Samlandinn reyndist verulega andlega sinnaður, var skollóttur í víðum hörklæðnaði og hann sagðist vera að læra tíbetsku (hvernig sem það er nú skrifað eða sagt). Í herbergin hans var einn svefnpoki og fartölva. Ekkert annað. Engin veraldleg gæði þar á ferð, ónei. Tja, fyrir utan fartölvuna kannski. Áhugaverðar týpur hér í borg.

    Annars eru kosningar hér í landi á sunnudaginn. Ég hef nú lítið fylgst með þeim, en fengið nasaþefinn af þessu í gegnum Lucas, sambýlisfélaga minn sem vinnur fyrir sosía-demókrataflokkinn, sem er víst spáð sigri. Hlakka til að geta fylgst betur með eftir að læra þýskuna.

    Nú ætla ég að fara og fá mér kaffi. Það er prímataráðstefna í vinnunni sem mig langar mikið að vera á, en ákvað að vera heima í dag að klára ritgerðina.

    Góðar stundir.

    Frétti að Sigurrós eru að spila hér 5. nóvember. Læt mig ekki vanta þar, hlakka mikið til. Þetta verður tónleikamánuður, fyrst Sigurrós svo Coldplay þann 9. Þótt ég sé ekki endilega mikill aðdáandi þá varð ég að kaupa mér miða. Meira að segja tvo! En það var alveg óvart...

    þriðjudagur, september 13, 2005

    Punk

    Verd ad segja ykkur fra einu sem annar nynemi sagdi mer fra i morgun (ungur breskur strakur sem er ad leita ser ad herbergi i Leipzig). Hann sa auglysingu a netinu fra tveimur einstaklingum, manni og konu, sem voru ad leita ad herbergisfelaga. Madurinn var med heimasidu sem bar titilinn 'November bloot' (november blod) sem boðaði kannski ekkert gott, en hann ákvað að gefa þessu tækifæri. Thegar ungi breski strakurinn for svo ad skoda herbergid reyndist madurinn vera ansi litrikur karakter, med bleikt har i stuttum netabol sem rett nadi nidur fyrir geirvortur. Ibudin sjalf fremur osmekkleg og osnyrtileg og thegar ungi breski strakurinn (sem eflaust hefur verid fremur hissa a thessu ollu) spurdi um konuna sem byr tharna lika sagdi hann: 'Ja, she ist a bit more intzo ponk zan I am'. Held ad ungi breski strakurinn hafi tha tekid til fotanna.

    Kein Englisch

    Kein Englisch

    Eda hvernig sem thad er nu skrifad! For til laeknis adan og thar i mottokunni var enn donalegri kona en konan i budinni um daginn. Skil ekki hvernig folk faer starf sem laeknaritari a haskolasjukrahusi og talar enga ensku. Eg beid i halftima eftir ad komast inn til laeknis og gerdi tau alvarlegu mistok ad spyrja hversu mikid lengur eg thurfti ad bida. Tha aesti hun sig mikid og sagdist sko enga ensku tala og ad eg hefdi bara att ad maeta fyrr, laeknirinn vaeri upptekinn (atti ad maeta milli 7 og 8, var maett rett fyrir atta) og hun hefdi sko enga hugmynd um hvenaer eg kaemist ad. Ja, eg skildi thetta allt en svaradi henni illilega a moti: 'I dont speak german'. Hvers konar donaskapur er thetta? Held ad sumt folk aetti ekki ad vinna vid afgreidslustorf. Tjodverjar eru meiri tungumalafasistar en Islendingar. Og tha er nu mikid sagt.

    Svo kom hingad kona fra bankanum til thess ad opna bankareikning fyrir studentana. Tha uppgotvadi eg ad thad er eitt odyrara heima en her. Ad eiga bankareikning. Her kostar thad nefnilega 5 evrur manadarlega!!! Ekki spyrja mig fyrir hvad madur er ad borga, fremur hallaerislegt, og alls ekki odyrt.

    Gleymdi ad segja ykkur fra ferd minni ad vatninu a fostudaginn. Eg helt ad Islendingar vaeru nokkud opnir hvad vardar nekt, allir fara allsberir i sturtu i almennings sundlaugum og svona, en vid erum nu ekki von ad vera allsber i solbadi a almannafaeri. Tharna var folk af ollum staerdum og gerdum og aldri a evuklaedunum. Karlar med vininn lafandi i allar attir, verd ad segja ad mer fannst thetta half othaegilegt. Kannski eru Islendingar teprur eftir allt saman (eda kannski bara eg?)

    sunnudagur, september 11, 2005

    Heimilid1


    Heimilid1
    Originally uploaded by austurfari.
    Jæja, þá er ég loksins komin með netið heim, mér til mikillar ánægju. En tengingin er mjög hæg og léleg, en þetta er betra en ekkert. Það tekur óratíma að ná í myndir til dæmis, en hér koma tvær úr stóra herberginu mínu. Er ekki enn komin með digital myndavél, en þessar eru teknar með web-camerunni minni, þegar ég fæ svo myndavél set ég fleiri myndir inn.

    Sunnudagur og ég er að lesa yfir ritgerð. Loksins skýjað svo það er fínt að vera inni að drekka kaffi og fara yfir ritgerðina.Það eru fleiri myndir á myndasíðunni ;)

    Góðan sunnudag.

    föstudagur, september 09, 2005

    Tolvuvandraedi og hardsperrur

    Veit ekki hvort thetta se retti timinn til ad blogga eg er svo pirrud ut i vinnutolvuna mina. Get ekki bedid thangad til eg get farid ad nota mina eigin tolvu her i stad thess ad nota thetta skrapatol, thad gengur gersamlega ekkert upp, ARRRRRGGGGGGG, held thad se ekkert i heiminum eins pirrandi og tolvuvandraedi. Get ekki opnad web-broswerinn og kikt a tolvupostinn minn, hef nu bara einu sinni getad thad. Tolvugaurinn farinn heim.

    Allavega, nog um thad. Mer mun lida betur thegar eg er buin ad henda tolvunni ut um opinn gluggann hja mer (er a 4. haed!). heheheheh...

    For i badminton i gaer og get varla gengid i dag. For med folki sem hefur aeft badminton i morg ar og er tvi nanast atvinuuspilarar, thau kenndu mer ymis trix sem var gaman, en mer leid eins og algerum byrjanda (sem eg er midad vid thetta folk) thordi ekki ad segja theim ad eg er buin ad spila i nokkur ar on and off, en aldrei fengid neina leidsogn svo sem, og er greinilega ekki ad spila rett. Og i dag er hver einasti vodvi aumur, get varla setid a stolnum her... eg held eg hafi sko aldeilis virkjad e-a svitakirtla tharna i gaer, tvi thad var ekki thurr thradur a mer eftir timann, enda 25 stiga hiti tharna inni, sjaese. Var lika eins og eldhnottur i framan eg var svo raud, folk horfdi a mig med vorkunn og undrun lika held eg!!!

    Fyrsta kynningarvika buin. Var a mjog ahugaverdum fyrirlestri i allan dag um biochemistry and evolution. Talad um margt skemmtilegt, eins og lyktarskyn og throun thess, og vissud thid thad ad astaedan fyrir tvi ad saedisfruma finnur egg er vegna lyktar? neeeei, ekki eg heldur. Og af somu astaedu fara konur sem bua saman ad hafa eins tidarhringi. Motakarar eru virkjadir sem gerir thetta ad verkum (ekki spyrja ut i smaatridi!!), en merkilegast fannst mer thetta med saedid. Af 10.milljon saedisfrumum sem fara af stad inn i legid eru u.t.b. 250 sem komast ad egginu. Amazing. Vid erum greinilega oll miklir sigurvegarar.

    goda helgi.

    fimmtudagur, september 08, 2005

    Eg, amma og afi

    Jaeja, eg er loksins buin ad skila eintaki af sidasta kafla til Agga, svo thetta er allt ad koma. Thad var svaka sumar festival her i vinnunni a tridjudaginn og tha var nu heldur betur tekid a thvi. Eyddi kvoldinu med thremur nynemum her, a aldrinum 21, 22 og 23. Eg thurfti audvitad ad kvarta svolitid undan haum aldri svona eins og gengur og gerist med mig og komandi thritugsaldur, svo einn strakurinn baud mer ad hafa samband vid ommu sina og afa, eg aetti eflaust eitthvad sameiginlegt med theim, hehehe.

    Eg var ekki komin heim fyrr en seint seint um nottina eftir skemmtilega heimsokn a Flower Power bar, svo gaerdeginum var eytt i baelinu ad mestu leyti!

    Er buin ad vera voda dugleg i dag, en thad er svo erfitt ad vinna i thessum hita, eg vaeri alveg til i ad faekka gradunum orlitid, amk. medan eg er ad klara ritgerdina. Svo er eg ad fara i tveggja tima badminton tima i kvold, sjaese, er i eeengu formi.

    Buin ad kynnast mjog finni stelpu sem eg a vonandi eftir ad hitta svona utan vinnutima, thysk ung stelpa.

    Jaeja, tharf ad fara heim og gera mig ready fyrir babbann.

    chao

    þriðjudagur, september 06, 2005

    Besta kaffid i baenum

    Besta kaffid i baenum

    Her i vinnunni, hja kaera Max er besta kaffid i baenum. Eg er buin ad profa fjolmorg kaffihus og yfirleitt fengid frekar vont kaffi, en her er voda fin exspresso vel thar sem haegt er ad floa mjolkina og alles, sehr gut, ja ja.

    Vesen thetta Linux kerfi, kann ekki almennilega a thetta og get thvi ekki unnid i ritgerdinni minni i pasunum. Er ad hugsa um ad vera heima allan daginn a morgun og vinna eins og svin, veeeerd ad fara ad koma thessu fra mer.

    Er nuna ad bida eftir bokasafnskynningu (alltaf spennandi!) og er ad kafna ur hita! Of heitt til ad sitja uti i solinni. Svo er eitthvad festival her kl. fimm, allir eiga ad koma med e-d a grillid, verd ad fara ad kaupa mer pulsur e-s stadar!!!

    Annars for eg i skemmtilega utsynisferd um stofnunina i gaer, skodum alla kroka og kima thessarar risa byggingar, rosa paelingar hja arkitekturnum sem hannadi thetta, minnstu smaatridi utpaeld og allt tengist throun mannsins, mjog kul. Forum i kjallarann thar sem their geyma 10,000 mys til rannsokna... svo er lika verid ad gera rannsoknir a bornum her i tengslum vid mannlega hegdun og vitsmuni, adal rannsoknin sem er thar i gangi er ad finna ut hvenaer born fatta ad thad se verid ad ljuga ad theim, gott ad laera thad sem fyrst! Svo her koma maedur eda fedur med born sin alla daga svo haegt se ad gera a theim hinar ymsu rannsoknir, hver veit nema thad se verid ad fikta e-d vid genastrukturinn i laumi, heheheh. Bara grin, en aetli thad se ekkert erfitt ad fa foreldra til ad taka thatt i svona rannsoknum? madur spyr sig...

    her eru risa svalir rett hja minni skrifstofu, mjog gott, sat uti adan med kaffid mitt eftir hadegismatinn, fila thetta vel, kaffid og svalirnar.

    Annad mjog spennandi i gaer i utsynisturnum var maelvisindadeildin. Thar er verid ad safna saman tungumalum sem eru ad deyja ut. Their eru med rosa fint upptokuherbergi med ollum finustu graejum og i sidustu viku voru her 100 indianar sem tala morg mismunandi tungumal og thau voru ad syngja og segja sogur thar sem allt var tekid upp, thad thurfti vist marga tulku til ad tulka a endanum a thysku thad sem folkid sagdi!!! Spennandi. En mest spennandi eiginlega finnst mer primatadeildin, thar sem verid er ad gera rannsoknir a apa samfelogum, rannsaka hegdun theirra og samskipti og kenna theim takn og fleira. Vildi eiginlega frekar vera i tvi i stadinn fyrir erfdafraedinni. Ja, gleymdi ad segja ykkur titilinn a verkefninu minu, sem mer finnst pinu ognvekjandi!!! 'Genetic ancestry of Polynesians. Analyzing particular genes that might be subjective to selection.'. Og hananu.

    Jaeja, best ad kikja ut i solina adur en bokasafnid tekur vid.

    mánudagur, september 05, 2005

    Howz your flight?

    I gaer fekk eg simtal fra Arne, strakurinn sem skrifadi mer a netinu og eg var farin ad halda ad vaeri mordodur saekopati (hef reyndar ekki enn komist ad tvi hvort thad se rett!) en hann var ad spyrja mig hinna ymsu spurninga um komu mina til Leipzig. Svo spurdi hann thegar lida tok a samtalid 'Howz your flight?' mer fannst thetta frekar undarleg spurning thar sem tad er vika sidan eg kom og vanalega er folk ekki svona rosalega ahugasamt um gamalt flug, spurningin er fremur logd fram fyrir kurteisis sakir thegar folk er nykomid ur flugi. Svo eg sagdi 'Excuse me?' og hann endurtok spurninguna: 'Howz your flight?' eg akvad tvi ad gera grein fyrir fluginu og svaradi tvi samviskusamlega> 'yes, it was good, it was a very short flight, I flew from Copenhagen...' 'No no no, HOW IS YOUR FLAT?' hehehe, sma tungumalaerfidleikar.

    Gekk vel med ritgerd i gear, var ad vinna i henni til half tolf og for ta ad lesa Potterinn til kl. ad verda half trju. Einn gullmoli ur Potter:

    Snape: Do you remember me saying to you we were practicing non-verbal magic Potter?
    Harry: Yes (argur)
    Snape: Yes sir
    Harry: There's no need to call me sir Professor

    Veit ekki hvort thad var raudvinid sem eg var buin ad sotra eda orvaentingarfull thra eftir hlatri, en eg bokstaflega grenjadi ur hlatri vid ad lesa thetta. Snilldar hofundur.

    Er komin i vinnuna og thad er ad byrja kynning fyrir nynema kl. tiu, eftir halftima. Var komin kl. niu i vinnuna tvi eg vissi ekkert hvenaer thetta atti ad byrja, og eg kann ekki enn ad kikja a postinn minn thar sem eg er ad vinna i LINUX sem eg hef aldrei gert adur. Tharf sma kynningu sem fyrst.

    Her er sem betur fer haegt ad fa gott kaffi, nymalad expresso, mmmmm. Med floadri mjolk, en eg lagdi ekki alveg ut i thad nuna. Thetta virdist ekki mjog efnud stofnun thar sem starfsmenn thurfa ad borga sjalfir fyrir kaffid og einkasimtol!

    bleeee

    laugardagur, september 03, 2005

    info

    Engin spurning buin ad baetast vid i dag, enda buin ad vera ein i allan dag! For reyndar i voda flotta fatabud adan, svona design bud, otrulega fallegir kjolar sem mig langar miiiikid i. Spjalladi vid afgreidslukonuna sem var afar vinaleg og vorkenndi mer mikid ad vera her ein, sagdi mer ad koma aftur vid og tha myndum vid fa okkur kaffi saman og hun gaeti aeft enskuna. Tek hana a ordinu, oll samskipti vid mannfolk vel thegin.

    Langadi bara ad segja ykkur heimilisfangid mitt, tek mjog vel a moti ollum brefum og postkortum,

    Kurt-Eisner-Str. 72
    042750 Leipzig
    og nr. mitt er (42 eda 46 fyrir thyskaland, eda jafnvel 48?) allavega +03413082841, tek einnig mjoooooog vel a moti ollum simtolum. Fyrir alla sem hafa adgang ad netinu tha er afar odyrt ad hringja af skype-inu i heimasima, ja thad er haegt!

    Heimthra? neeeeeeeiiii ;)

    Eine kleine Ellen im Leizig

    Are you into gothic?

    Aetla ad hafa titlana a postunum i formi skemmtilegra spurninga sem eg hef fengid. Var ekki viss hvort eg aetti ad hafa thessa eda adra spurningu sem eg fekk i gaer i partyinu hja Mark; "what kind of cultural aspects are you into?" thegar eg sagdist hafa verid i menningarmannfraedi adur. Kom fra fimmtugum professor sem reyndi ad lita ut fyrir ad vera thritugur og vildi endilega koma tvi a framfaeri hvad hann vaeri klar og gaeti sko alveg spurt gafulegra spurninga um menningarmannfraedi thratt fyrir ad vera erfdafraedingur, enda postdokkari fra HARVARD. Oj, hvers konar spurning er thetta??? Held ad eini tilgangurinn med spurningunni hafi verid ad koma mer ur jafnvaegi, fremur misheppnadur greyid.

    Hin spurningin, hehe. For a bar med med tveimur stelpum og tveimur strakum (onnur stelpan var Barbie sem sumir kannast vid af heimasidu stofnunarinnar). En hin stelpan sem var ungur nemi fra MP og hun spurdi mig thessarar spurningar thegar eg spurdi hana um vinsaelar tonlistarstefnur i Leipzig. Kannski dro hun tha alyktun vegna thess ad eg var i svortum bol, med svart ur og var i svortum sokkabuxum, en stelpur her nota sokkabuxur voda litid, amk nuna medan thad er svona hlytt. Eg er bara svo ovon ad fara ut an sokkabuxna! Svo tok eg eftir tvi tegar lida tok a kvoldid ad eg var med gat a sokkabuxunum i thokkabot. Svo tad er kannski ekki ad undra ad hun hafi haldid ad eg vaeri gothari!!! Fremur fyndid.

    Annars reyndist thessi unga stelpa spila badminton og aetlar leyfa mer ad spila med ser a tridjudogum og fimmtudogum. Sem er gott.

    Party-id var lika fint, villtist samt a leidinni thangad. Sporvagnin sem eg tok for ekki leidina sem hann atti ad fara og eg endadi e-s stadar langt i burtu og thurfti ad labba langa leid til ad komast a leidarenda, svo eg maetti allt of seint.

    Jaeja, aetla heim ad ritgerdast...

    auf widersehen

    fimmtudagur, september 01, 2005

    Do you have a handy?

    Thjodverjar eru fyndin tjod. For ut ad borda med Sebastian sem nadi i mig a lestarstodina og Lucas sambylingi i gaer og Sebastian bar upp tessa skemmtilegu spurningu. Teir nota sem sagt 'handy' fyrir gsm sima, sem a ad vera e-s konar enskt slangur yfir fyrirbaerid, hihihi. Svolitid saett. Annars tek eg alltaf betur og betur eftir tvi sem min kaera vinkona og Tyskalandsvinur benti mer a eitt sinn ad tjodverjar snyta ser miiiikid og haaaatt!!! Hvad er malid??? Hvernig getur hlutur sem a ad vera frekar liffraedilegur (ad losna vid auka hor) fengid svona sterk menningarleg einkenni??? Allir snyta ser, alls stadar, hvenear og hvar sem er. Tad er ekki spurt um kyn, aldur, stettarstodu, stadsetningu eda kurteisi tegar kemur ad tvi ad snyta ser, oooneeeii. Madur en kannski i bankanum ad fa afgreidslu og vidkomandi afgreidslumadur tekur upp klut og snytir ser hatt og sterklega eins og sonnum tjodverja saemir. Tetta hlytur ad vera folgid i uppeldinu, maedur kenna bornum synum ad snyta ser med latum, lata tau gera tad aftur og aftur tangad til laetin eru nogu mikil. Skil thetta ekki... er ekki bara almenn kurteisi ad reyna ad lata sem minnst fyrir thessu fara og gera tetta helst 'in private'? madur spyr sig...

    Er nuna i vinnunni ad bida eftir leidbeinandi minn komi af fundi. Tad er verid ad halda fyrirlestur i naesta herbergi, einn doktorsnemi sem tok vidtal vid mig i juli. Eg fekk yfirlidstilfinningu ad heyra i honum, vid tad ad hugsa um ad eg verd fljotlega i tessum sporum. Ad tala um litninga og gen og snippa og eg-veit-ekki-hvad-sem-eg-hef-ekki-hugmynd-um! Hvad hef eg komid mer ut i??? Jeremias jons, hefdi att ad saekja um i Bonus.

    Fekk i fyrsta sinn heimtra i gaer, held mest ut af stressi ut af blessadri ritgerdinni. En Harry Potter var mer til halds og trausts og kom mer i gegnum tetta. Sem og Lost in Translation og Annie Hall, sem reyndar fa mig alltaf til ad grata!!! En hjalpa samt.

    Jaeja, best ad kikja a ritgerdina medan eg bid.

    Fae bradum high speed tengingu heim og get ta loksins spjallad vid ykkur a msn :)