Jóla hvað?

Kem 22. des, seint og fer 8. jan. síðdegis. Jibbí, hlakka mikið til að hitta alla og upplifa íslenska jólastemningu. Á ekki að plana eitthvað mega áramótapartý? Elín að flytja heim og svona - það verður að halda ærlega upp á þetta.
Hlakka til að borða íslenskan svínahamborgarahrygg, laufabrauð, möndlugraut, rauðvínssóusuna hennar mömmu, kálið og allt tilheyrandi. Æði.
Fór upp á þak áðan að lesa grein um uppruna samfélaga sem ég þarf að halda fyrirlestur um eftir nokkra daga og þurfi að flýja eftir korter, það var of HEITT. Glampandi sól og hiti - vonandi heldur þetta áfram um helgina því það er búið að skipuleggja bátsferð á sunnudaginn í tilefni afmæli Claudieh. Gaman gaman (ef sólin heldur áfram að skína).
Góða helgi.