föstudagur, september 29, 2006

Jóla hvað?

Búin að kaupa mér far heim um jólin :)

Kem 22. des, seint og fer 8. jan. síðdegis. Jibbí, hlakka mikið til að hitta alla og upplifa íslenska jólastemningu. Á ekki að plana eitthvað mega áramótapartý? Elín að flytja heim og svona - það verður að halda ærlega upp á þetta.

Hlakka til að borða íslenskan svínahamborgarahrygg, laufabrauð, möndlugraut, rauðvínssóusuna hennar mömmu, kálið og allt tilheyrandi. Æði.

Fór upp á þak áðan að lesa grein um uppruna samfélaga sem ég þarf að halda fyrirlestur um eftir nokkra daga og þurfi að flýja eftir korter, það var of HEITT. Glampandi sól og hiti - vonandi heldur þetta áfram um helgina því það er búið að skipuleggja bátsferð á sunnudaginn í tilefni afmæli Claudieh. Gaman gaman (ef sólin heldur áfram að skína).

Góða helgi.

sunnudagur, september 24, 2006

Heimsókn frá Bryndísi og Bjarka


Bryndís og Bjarki farin:(
Fóru í morgun og mér leiddist svo, og var svo leið yfir því að kveðja gestina að ég setti fullt af myndum frá heimsókninni á síðuna - nýtt albúm og passwordið það sama.

Þetta var frábær tími, allt of fljótt að líða og vildi að þau hefðu getað verið miklu lengur. Vildi að við gætum bara búið í sömu borg - væri mjög gott að geta hjálpast að í heimi vísindanna sem er svo nýr fyrir okkar báðar. En við erum þó heppnar að geta hist tvisvar á ári á ráðstefnum á framandi stöðum, það er mesta snilldin við að vera í sama geiranum. Æði.

Við náðum að gera fullt af skemmtilegum hlutum á þessum stutta tíma. Fór með þau á hverfispöbbinn, á japanska hverfisveitingastaðinn, í hádegismat á Max Planck, í Friedenspark, partý á Augustenstrasse, í stúdentahverfið með stoppi í Pussy Galore, að Cospudener See, í miðbæinn þar sem ég sýndi þeim það helsta á mettíma, á indverska veitingastaðinn og svo heima í stofu yfir Seinfeld. Allt svo skemmtilegt - takk kærlega fyrir heimsóknina elskurnar, hlakka til að hitta ykkur aftur. Ætla núna að koma mér aftur út í góða veðrið, glampandi sól.

miðvikudagur, september 20, 2006

Ferðalag til Indlands

Jibbíjeijei, ég er að fara á ráðstefnu til Indlands, nánar tiltekið Hyderabad sem þið sjáið fyrir miðju á kortinu í græna héraðinu! Hef ekki komið þangað áður, svo þetta verður heljarinnar ævintýri. Bryndís er líka að fara - ekkert smá gaman að eiga vinkonu í sama geira. Aggi gamli leiðbeinandi og konan hans og að sjálfsögðu hinn mikli Kári Stefáns.

Ég fer í byrjun des, verð vonandi viku tíu daga, ráðstefnan sjálf er í þrjá daga en svo verð ég nú að taka smá frí með Bryndísi og skoða og versla. Jibbíjeijejeiii, ég er afar spennt.

Bryndís og Bjarki koma í dag - ætla svo að halda innflutningspartý á föstudaginn loksins, það verður gaman að hafa íslenska vini viðtstadda :)

mánudagur, september 18, 2006

Kettir kunna að tala


Held að ég ætti að skoða ketti í staðinn fyrir menn, finna gen í köttum sem gerir þeim kleift að tala. Smellið á fyrirsögnina og sjáið talandi ketti.

miðvikudagur, september 13, 2006

Allt á niðurleið

Var að koma frá lækni, þarf að fá bólusetningu fyrir lifrabólgu B út af vinnunni svo ég hef þurft að fara í nokkur skipti. Í dag sagði læknirinn við mig "það stendur hér í skýrslunni þinni að þú stundir ekki reglulega líkamsrækt, er það rétt?" "eh... já", "Nú ertu ekki lengur svo ung, þú ert orðin þrítug, og þá fara vöðvarnir að rýrna og beinin eru ekki eins sterk, það er nauðsynlegt fyrir þig að hreyfa þig reglulega svo þú haldir heilsu".

Jæja, þar hafið þið það. Ég er gömul, líkaminn er gamall og krefst mikils viðhalds ef ég á að geta haldið sæmilegri heilsu næstu áratugi. Regluleg líkamsrækt - skipun frá lækni. Frekar niðurdrepandi ummæli um mig og aldur minn!!!

Best að fara að skrá mig í ræktina...

þriðjudagur, september 12, 2006

Apar eru klárir eins og menn


Hlustið á þessa frétt (á ensku) og sjáið afhverju apar eru klárir eins og menn. Þetta er frá dýragarðinum okkar í Leipzig (með "okkar" meina ég Max Planck!).

Þeir eru svo sniðugir þessar elskur... ;)

mánudagur, september 11, 2006

Aldrei kebab

Oj - gæðaeftirlit með mat er ekki upp á marga fiska hér í Þýskalandi greinilega, þeir selja rotið kjöt sem er allt að 4 ára gamalt og nota það í kebab. Heildsali sem seldi 110 tonn af rotnu kjötu í Bavaria framdi sjálfsmorð eftir að hneykslið kom upp. Hugsið ykkur, þetta borða þjóðverjar eins og íslendingar borða sælgæti - amk 3 í viku kebab, enda er verið að selja þetta á 1,5-2 evrur.

Kannski rétta verðið fyrir slíkt kjöt.

Í fréttinni sem linkurinn í titli vísar í segir "There has been a national debate about Germany's bargain-seeking mentality" hahahaa, FINALLY!

Germany´s bargain-seeking mentality. You said it.

Ný vinnuvika hafin. Ég fór í afar svalt partý á laugardaginn sem allir íbúar tveggja stigaganga í blokk héldu. Risa risa partý - tónlist var spiluð í kjallara í einu húsinu og uppi á lofti í hinu, eðal indie tónlist svo ég dansaði úr mér allt vit! Mjög gaman - hvar annars staðar væri þetta hægt en í Leipzig??? Að halda partý með sirka 10 öðrum íbúðum í blokk... eðal.

Svo lét sólin sjá sig á sunnudaginn - annars er búið að vera frekar haustlegt hér. Og sólin skín enn í dag - langar út í garð að sleikja sólina.

miðvikudagur, september 06, 2006

Hópurinn minn í heilt ár



Langaði að sýna ykkur hópinn minn í vinnunni. Þetta er mitt helsta samstarfsfólk. Mark - bossinn í miðjunni, Domi til hægri sem er "tækinkona" á labinu, Vano til vinstri sem er fastráðinn hér, s.s. fullvinnandi rannsóknarmaður. Sean fyrir neðan hann, svo kemur Kun, David og ég. Við þurftum öll að halda fyrirlestur fyrir nýja nemendur sem byrjuðu í skólanum nú í September - sem gekk nú barasta vonum framar hjá mér, allt að koma.

Annars er ekkert merkilegt í fréttum, nema það auðvitað að Bjarki og Bryndís kæra vinkona eru að koma í heimsókn í september, í kringum 20. hlakka þvílíkt til :)

Fór á mjög skemmtilega tónleika um daginn með hljómsveit sem kallar sig Nicole Willis and the Soul Investigaters. Dansaði í tvo tíma með Marcel og vini hans sem voru í baaaanastuði allan tímann, mjög gaman að sjá þá dansa! Komst að því að mér finnast dreadlocks ógeðslegir, eins og hvað mér fannst þetta töff og kúl þegar ég var í kringum tvítugt - það var stelpa á dansgólfinu með hárið allt í dreddum, bundið saman í heljarinnar hnút að aftan og svo sveifluðust lokkarnar framan í mig þegar hún dansaði, mér hreinlega klígjaði við þessu. Oj.

Skálaði við Adrian, Claudieh og Hannesi í gærkvöldi fyrir árslangri vináttu. Heilt ár búið. Og fleiri ár bíða...