sunnudagur, apríl 29, 2007

LCD soundsystem


Er búin að hlusta svolítið á þetta band undanfarið og fíla það betur og betur og betur... sérstaklega lagið "someone great" sem er æði og textinn er frábær. Svolítið New Order-legt með grípandi laglínu og góðum danstakti. Er handviss um að Helga sys muni fíla það vel :) Öll platan er mjög stuðleg, ég er búin að vera dansandi í stofunni í morgun, hlustandi á plötuna.

Veðrið er búið að vera guðdómlegt um helgina, fór á ströndina í gær í sólbað og er að fara í garðinn í dag að grilla. Grilluðum líka á ströndinni í gær, vafði beikoni utan um bratwurst og fitnaði um fimm kíló. Namm.

Góðan sunnudag!

miðvikudagur, apríl 25, 2007

Fylgifiskar doktorsnáms hjá Max Planck


Zambía. Í miðri Afríku. Og hver fær að fara til Zambíu? drummdrummmdrrrruuuummm.... ÉG!!!! jíbbbíjeeeeeiiii!

Nýi doktorsnemi Brigitte (kærasta Marks, hún er með sinn eigin rannsóknarhóp hjá Max) komst ekki með til Zambíu og hún bauð mér að koma með í staðinn. Þau er að fara þangað að safna sýnum í 6 VIKUR og ég fer sem aðstoðarmaður ;) Fer í lítil þorp og safna sýnum með Cecare, ítalska nema Brigitte. Vá. Ég get ekki unnið ég er svo spennt...

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Hahahahaha

Ef ykkur leiðist.... klikkið á fyrirsögn!

sunnudagur, apríl 22, 2007

Myndir


Búin að setja inn nokkrar myndir frá Berlínarferðinni og frá því Nandita indverska var hér í heimsókn. Set meira inn á morgun, þetta misheppnaðist eitthvað. Mynda
albúmið er undir gamla "myndir" linknum og heitir Berlín.

Meira síðar

E

þriðjudagur, apríl 17, 2007

Knútur


Þjóðverjar eru að missa sig yfir litla Knúti. Þetta er fyrsti ísbjörninn sem fæðist í þýskum dýragarði í 30 ár, svo hafnaði mamma hans honum (var víst að sleikja hann í hel!) svo hann var fluttur frá henni í dýragarð í Berlín. Í nánast öllum þýskum blöðum eru daglegir pistlar um Knút. Hann á mennska mömmu og mikið er fjallað um örlög Knúts og hvort rétt hafi farið með hann í þessu máli. Ótrúlegt fjölmiðlafár í kringum þetta blessaða dýr, og ekki er nóg að sjá hann í öllum blöðum og sjónvarpi hér í Þýskalandi, heldur birtast reglulega fréttir um hann á mbl.is. Þetta hlýtur að vera frægasta dýr í sögunnar. Heimsóknir í dýragarðinn hafa aukist sennilega um 100% og fólk er farið að hafa áhyggjur af hinum dýrunum í dýragarðinum, þeir segja að allur þessi mannfjöldi sem kemur að skoða Knút hafi stressandi áhrif á hin dýrin. Ætli Knútur sé hins vegar að njóta athyglinnar án stress og álags? Maður hefur líka heyrt að hin mennska móðir Knúts sé nokkuð stressuð yfir framtíð þeirra beggja, það er ekki víst að samband þeirra geti verið eins náið þegar litli sæti Knútur verður fullvaxinn.

En það verður nú að viðurkennast að Knútur hefur útlitið með sér og ég hefði ekkert á móti því að fá að knúsa hann (áður en hann verður stór!).

mánudagur, apríl 16, 2007

OF HEITT

Ég hlakka ekki lengur til sumarsins, ég vil fá vetur aftur, snjó og kulda... ég þoli ekki svona mikinn hita, og sérstaklega þá í vinnunni, væri kannski í lagi ef maður gæti verið úti. Maður getur ekki einu setið í sólinni lengur en í korter, í allra mesta lagi, djæs, ég gleymi alltaf hvað hitinn er erfiður.

En ég náði hins vegar að njóta góða veðursins í gær, fór í kanósiglingu um kanalana í Leipzig með 20 manns í tilefni afmælis Hernans, ótrúlega fínt. Grilluðum síðan í garðinum og vorum úti til níu. Fórum í króatískan eltingaleik sem gengur út á það að rasskella fólk með belti. Frekar brútalt en jafnframt frekar fyndið.

Set inn myndir fljótlega :)

Njótið íslenska kuldans!!!

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Sigurrós

viðrar vel til loftárása

ég læt mig líða áfram
í gegnum hausinn
hugsa hálfa leið
afturábak
sé sjálfan mig syngja fagnaðarerindið
sem við sömdum saman
við áttum okkur draum
áttum allt
við riðum heimsendi
við riðum leitandi
klifruðum skýjakljúfa
sem síðar sprungu upp
friðurinn úti
ég lek jafnvægi
dett niður
alger þögn
ekkert svar
en það besta sem guð hefur skapað
er nýr dagur

Er búin að búa til ótal útvarpsstöðvar á Pandora og svo nota ég fídusinn "quick mix" sem virkar eins og shuffle fídusinn í itunes, sniðugt. Svo það kemur sífellt á óvart hvaða lag kemur næst, gæti verið jazz, rólegt, rokk eða popp! Nú kom þetta lag með Sigurrós sem mér finnst svo flott og vekur upp ljúfar minningar frá Njálsgötunni.

Og mér varð hugsað til elsku Öglu sem ég finn mikið til með núna. En allt verður gott með hverjum nýjum degi sem kemur.



fimmtudagur, apríl 05, 2007

Gleðilega páska


Ætla að skreppa til Berlínar um helgina með Tomi og Adrian, svo verða tveir vinir Tomi þarna líka. Búin að leigja okkur dormitory herbergi í Berlin Mitte, ætlum að fara á söfn, kíkja á flóamarkaði, kaffihús, barir og skemmtistaðir. Ætla að vera alvöru túristi í Berlín, og kannski jafnvel skoða meira af vestur-Berlín, en ég hef nánast aldrei verið í vestur-Berlín. Alltaf þegar ég heimsæki Friedu höldum við okkur innan austur-Berlínar, þar sem hún er þaðan líklegast, mjög bíaseruð...

Svo ætla ég að koma heim á sunnudaginn og hafa einn frídag hér í Leipzig á mánudeginum, búin að spara eitt lítið Nóa og Siríus páskaegg til sunnudagsins - en öll hin eru farin! Jább, ég át stóra eggið alein, en deildi litlu eggjunum með gestum í indverska matarboðinu. Jesús hvað ég get borðað mikið af súkkulaði, þetta er ekki heilbrigt. Sakna Íslands og íslenskrar birtu og náttúru - er ekki bara næstum bjart allan sólarhringinn heima??? mmmmmmmm

Hafið það gott um páskana :)