föstudagur, júní 30, 2006

mp3 blogg


Ég downlóda oft tónlist af svona mp3 bloggsíðum - meðal annars þeirri sem er í titlinum á þessu bloggi, en núna er ekki lengur hægt að dánlóda, heldur bara hlusta - sem er fúlt. Kann e-r ráð við þessu??? Kannski er hægt að nota krókaleiðir til að ná í lögin...

Í dag er búið að vera hálfkalt svei mér þá, í morgun þegar ég fór í vinnuna var bara um 14 stiga hiti, og nú kemur kaldur vindur inn um gluggann minn - sem er unaðslegt. Unaðslegt segi ég!

Þjóðverjar á móti Argentínu á eftir - mikil spenna í loftinu, ég hlakka þvílíkt til, ætla að kíkja á biergarten hér rétt hjá með kollegum og styðja germany germany. Gó gó Germany.

Agla og Vladdi eru að koma í kvöld, jibbíí. Var að reyna að finna eitthvað skemmtilegt að gera handa okkur í kvöld, en það virðist vera lítið í gangi... en ég ætla nú samt að taka þau með mér á e-a góða knæpu og drekka þýskan eðalbjór. Svo er bara bolti um helgina, tveir leikir í kvöld og tveir á morgun, mjög gott eftir svona þriggja daga pásu.

Góða helgi

miðvikudagur, júní 28, 2006

Langur svefn og heitt loftslag

Las í dag að vísindamenn hafa greint frá því í hinu merka riti International Journal of Obesity að fólk sem sefur lítið hefur tilhneigingu til að verða of feitt. Sömuleiðis var loftkælingu kennt um offitu, því heitt loftslag á víst að hafa áhrif á matarlyst, að því leyti að hún minnkar. Þannig að til að forðast offitu er best að sofa mikið og búa í heitu loftslagi. Ég ætti kannski bara að hætta að reyna að finna erfðafræðilega orsök offitu hjá Polýnesíubúum og segja þeim að sofa meira og slökkva á loftkælingunni.

þriðjudagur, júní 27, 2006

Heimsókn


Agla og Vladdi eru að koma í heimsókn til mín næstu helgi, gleymdi að segja frá því. Ég er mjög spennt - hlakka til að komast kannski loksins á djamm með íslenskri vinkonu, jibbíjeeeeei.

Er búin að vera í meiri leti hér í dag - var að skoða myndir og fann þessa skemmtilegu mynd af mér og Elínu, kornungum ævintýrakonum fyrir framan Taj Mahal. Væri alveg til í að endurtaka þessa stund.

Fór á nett trúnó með kollega mínum áðan sem situr hér hjá mér. Hann er í tilvistakreppu í dag eins og ég. Við komumst að því að eina lausnin við kreppunni er að fara út í kvöld, fá okkur bjór og horfa á fótbolta.

Fyrst þarf ég að hlusta á fyrirlestur sem hún Claudieh vinkona er að fara að flytja um upphaf frumunnar. Jeeeei.

Heim heim heim heim

Heimþrá er orð dagsins. Ég hlakka svo til að koma heim. Hitta vinina og fjölskyldu. Reykjavíkina. Esjuna. Hafið. Höfnina. Laugaveginn. Súfistann eða Vegamót eða TeogKaffi eða Kaffibarinn eða nýja 22 og allt það og meira. Get ekki beðið. Tvær og hálf vika er aaaaallt of stuttur tími. Kannski verð ég bara að plana haustferð líka. Koma heim á Airwaves. Það gengur hægt að vinna því hugurinn leitar heim.

Boltinn hér í fullu fjöri, ætla að horfa á Ghana og Brasilíu í kvöld. Svo er Spánn á móti Frakklandi í dag. Ég mun því miður kannski missa af úrslitaleiknum sem er svekkjandi, en það er þó möguleiki að ná honum á flugvellinum í Frankfurt þar sem ég mun bíða eftir fari til Íslands. Jeeeeiii. Íslands.

Horfði á tvær bíómyndir í gær. Steikta græna tómata og svo systurnar og In her shoes með Cameron Dias. Hún er voða voða sæt og fín. 34 ára og lítur út fyrir að vera tvítug. Hvernig er þetta hægt? Engar hrukkur. Engin ellimerki. Ble.

Jæja, best að fara á labið - ætlaði mér að vera svooo dugleg í vikunni en hef ekki náð því takmarki enn, samt enn smá von - bara þriðjudagur.

óverandát.

fimmtudagur, júní 22, 2006

Án titils


Þetta gerðum við á 17. júní. Löbbuðum um stúdentahverfið í Leipzig og fundum viðeigandi götu í tilefni dagsins.

Allt orðið eðlilegt aftur - en ég sakna ykkar.

Kem bráðum heim, hlakka til að sjá Reykjavíkina, vinina, fjölskyldu, náttúru og allt það góða heima. Hugga mig við það að ég á enn harðfisk og hangikjöt sem mamma kom með sem engum öðrum finnst gott en mér. Svo ég get borðað það allt aaaalein. Mmmmmmmm.

mánudagur, júní 19, 2006

snökt snökt


Stelpurnar farnar... sakna þeirra strax. Fór með þeim á lestastöðina í morgun þar sem þær tóku lest til Berlínar og fljúga svo heim í hádeginu. Buhuuuhhuuhuu, þetta var alltof fljótt að líða, ég er búin að hlakka svo mikið til og svo eru þær bara komnar og farnar aftur. Snökt snökt... en sem betur fer er ég að koma heim eftir þrjár vikur um það bil - hlakka ekkert smá til að hitt alla heima :)

Hér er búið að vera Spánarveður, þær voru ekkert smá heppnar með veðrið allan tíman, hlýtt og mikil sól, stundum rigning og svo kom eitt sinn brjálað haglél, og ég ýki ekki þegar ég segi að haglélið var á stærð við ísmola úr frystinum. Þetta var víst mjög undarlegt og óvanalegt, margar rúður brotnuðu í bílum, þök hrundu af húsum, greinar af trjám brotnuðu af og lágu eins og hráviði á gangstéttum og þar fram eftir götunum. Við Helga vorum á leiðinni út í búð þegar við heyrðum miklar drunur og svo allt í einu skall þetta á, við vorum með regnhlíf sem við skýldum okkur undir en ísmolarnir dundu á henni - við rétt náðum að flýja aftur inn! Ótrúlegt ævintýri.

Komumst líka að því þegar ég ætlaði að sýna þeim flotta kjallarann minn að hann er fullur af rottum. Þær sáu meindýraeyði í gær fara í kjallarann svo vonandi er búið að leysa þann vanda, það var ekki gaman að heyra í þeim tístið og sjá þær hlaupa út um allt þegar ég opnaði kjallarann um daginn. Oj.

Náðum að fara á strönd, versla fjöll af fötum í H&M, fara á kaffihús, drekka nægan bjór, út að borða, í dýragarðinn og í marga göngutúra. Þetta var ótrúlega gaman. Sakna þeirra.

sunnudagur, júní 18, 2006

Góðir Gestir


Bestustu í heimi :)

miðvikudagur, júní 14, 2006

craaaaazy

Það er allt að verða vitlaust hér... þetta var ekki einu sinni merkilegur leikur, en það er eins og þeir hafi unnið keppnina hér, það eru brjáluð læti úti, lögregla út um allt, þúsund manns niður í bæ blásandi í lúðra og syngjandi sigursöngva. Jeremías segi ég nú bara, craaaaaazy!!!

Hitabylgja


Myndin að sjálfsögðu ekki tengd hitabylgjunni, en hún var tekin í tívolíi í Helsinki. En hér er 30 stiga hiti og brennandi steikjandi sól - mig langar að fara út í sólina. En auðvitað er búið að spá rigningu frá og með morgundeginum um leið og ég kemst í frí og um leið og Helga sys kemur, frekar fúlt, vona að það standist ekki. Mamma og Karlotta eru búnar að skanna bæinn og kynnast öllum helstu og flottu búðunum. Í gær fórum við að vatni með strönd og syntum í vatninu, ótrúlega fallegt og hressandi.

Langar út í sólina, er að hugsa um að láta það eftir mér bráðlega....

E

föstudagur, júní 09, 2006

Myndir frá Helsinki




Er búin að hlaða myndum frá Helsinki á myndasíðuna og skrifa smá texta við þær á meðan ég hef beðið eftir að komast á fund með austurrískum prófessor sem er hér í heimsókn.. nenni ekki að bíða lengur og nenni ekki að tala við hann. En þetta er víst partur af prógrammet...

passwordið er það sama og áður... (það algengasta!)

FÓTBOLTI


Jæja, nú byrjar fótboltinn í dag, jibbíjei! Það er búið að setja upp risastórt tjald í miðbænum þar sem fólk getur fylgst með, hugsa að ég fari þangað í dag með kollegunum, hlakka mikið til. Það væri rosalegt ef Þjóðverjar myndu tapa fyrir Costa Rica, þá held ég að ég forði mér fljótt úr miðbænum.

Annars er brjálað að gera hjá mér núna, fullt að gera í vinnunni og svo eru mamma og karlotta að koma á sunnudaginn. Þannig að ég ætla til berlínar á morgun með Marcel, við gistum hjá vini hans og náum svo í stúlkurnar á sunnudaginn í hádeginu. Hlakka mikið til að sjá þær.

Ákvað að láta mynd fylgja frá Helsinki, þetta er dómkirkjan í bakgrunni. Ég í rauða jakkanum mínum þar sem ég á ekki lengur græna flotta flotta flotta jakkann minn, þeir fundu hann ekki á hótelinu, honum hefur verið stolið, buuuuuuhhuuuu. Mikil sorg og eftirsjá.

Góðar stundir yfir boltanum ;) Gó gó germany!!!

sunnudagur, júní 04, 2006

Frettir fra Helsinki

Jaeja, sunnudagur og radstefnan buin, klaradist i gaer. Thetta var otrulega laerdomsrikt og skemmtilegt, buin ad hitta mikid af frabaeru folki og buin ad skemmta mer frabaerlega. Ekkert sma gaman ad hitta bryndisi aftur, i dag aetlum vid ad kikja i baeinn saman en hun flygur aftur heim i dag. Eg verd her fram a tridjudag, en satt best ad segja langar mig lika heim i dag, er threytt og langar bara i sma rolegheit eftir ad hafa farid ut naestum oll kvold her i Helsinki.

Bryndisi gekk ekkert sma vel med fyrirlesturinn sinn, hun helt hann i staersta salnum her fyrir framan fjolda manns. Eg held eg hafi naestum verid eins stressud og hun adur en hun for upp, en sidan var ekki ad sja a henni minnsta stress. Hun rulladi thessu upp og sjarmeradi alla upp ur skonum - enda frabaer fyrirlesari med frabaera rannsokn! Kun vann fyrstu verdlaun fyrir posterinn sinn (af 400 posterum), svo eg er greinilega i lidi med besta folkinu her ;) Minn poster fekk hins vegar enga athygli, EN thetta var nu bara min fyrsta radstefna og fyrsti poster, svo madur hefur vonandi eitthvad meira og betra sem haegt er ad koma a framfaeri naest.

Thad helsta sem kom a ovart vid finnska menningu er klosettmenningin. Vid oll stelpuklosett er sturtuhaus, og litill dallur med krok fyrir ofan, en vid hofum ekki enn attad okkur a notagildi thess. Hins vegar spurdum vid lokal finnska menn um notagildi sturtuhausanna, og eru their vist notadir vid thrif kvenna eftir klosettferdir. Undarlegt, hef aldrei sed thetta adur, madur hefur sed svona rassa-skolara, en ekki svona. Finnar eru lika lokadir og fremur okurteisir upp til hopa, her loka bilstjorar sporvagnana a folk thegar thad er komid ut ur vagninum med annan fotinn, stoppar ekki fyrir folki sem er adeins of seint a stodina, keyrir naestum yfir mann og thar fram eftir gotunum. Sem sagt, kurteist og tillitsamt.

Finnskan er samt frabaert tungumal, gaman ad hlusta a hana - og Helsinki er skemmtileg borg sem madur tharf adeins ad hafa fyrir ad kynnast. Ekki augljost hvar bestu stadirnir eru, en vid vorum svo heppnar fyrsta kvoldid ad vera med lokal strak sem gat synt okkur adal pobba hverfid med flottustu stodunum. Svo vid erum strax bunar ad eignast uppahalds stad her i borg.

Er ad bida eftir bryndisi, hun er ad tjekka sig ut af hotelinu. Eg gleymdi graena flotta jakkanum minum a hotelinum minu i gaer og aetla ad koma thar vid og reyna ad fa hann til baka. Thad verdur afar sorglegt af eg er buin ad glata honum, uppahalds jakkinn minn. Afhverju get eg ekki breyst?????

godan sunnudag.

E