þriðjudagur, maí 30, 2006

Komin til Helsinki

Bara lata vita af mer, allt gekk vel - kom hingad um fimm leytid, nuna er klukkan ellefu og eg nyt birtunnar fallegu, Kun a ekki til ord yfir thessari birtu seint um kvold. Forum a edal veitingastadinn McDonalds adan thvi vid fengum sma afall yfir verdinu her. Aetla samt ekki ad fara ad kvarta undan tvi, bara sma tilbrigdi! Hotelid er frekar basic, en thetta er i fyrsta skipti sem eg gisti a svona 'alvoru' hoteli held eg barasta, rosa fint sjonvarp med plasma skja - get ekki bedid eftir ad hlamma mer upp i rum og horfa a sjonvarp med ENSKU TALI, hohohoho. Buin ad kaupa mer finnskan bjor og er tilbuin fyrir sjonvarpsglap. Radstefnan byrjar svo seinni partinn a morgun, aetla ad skoda hofnina um morguninn, gera mig svo tilbuna fyrir radstefnumarathon - dagskrain byrjar svo 7:30 a fimmtudagin og er til atta niu a kvoldin. Stift programm.

Godar stundir,

overandout from Helsinki

mánudagur, maí 29, 2006

HUGO 2006


Jæja,

þá er komið að ráðstefnunni í Helsinki. Fer á morgun, þarf að taka tvær vélar til að komast á leiðarenda, flýg fyrst frá Leipzig til Munich og þaðan til Helsinki. Heilir þrír og hálfur tími...

En ég hlakka til að fara þangað, hef aldrei áður komið til Finnlands. Hlakka mest til að hitta Bryndísi skvísu, sem mun halda fyrirlestur á ráðstefnunni. Sem segir okkur það að hún Bryndís gella er að meika'ða ;) Ég mun nú barasta flytja auman póster um verkefnið mitt - en það er í lagi, þetta er bara byrjunin. Hef svo tvo daga eftir ráðstefnuna til að ráfa um borgina með Kun kollega mínum frá Kína. Kem aftur til Leipzig 6. júní, þá eru bara nokkrir dagar þangað til mamma og karlotta og helga koma til mín í heimsókn, jibbbííí, get ekki beðið.

föstudagur, maí 26, 2006

Fallegt lag


Get ekki að því gert, en mér finnst Fix með Coldplay svo fallegt lag og textinn líka. Eflaust mjög fyrirsjáanlegt og ófrumlegt í sjálfu sér (lagið) - en ég fæ tár í augun þegar ég hlusta á það. Líka eina lagið sem ég man eftir á tónleikunum í September hér í Leipzig, Adrian tók mig á háhest og ég fékk gæsahúð og fullt af tárum í augun.



Hér kemur textinn:
When you try your best but you don't succeed
When you get what you want but not what you need
When you feel so tired but you can't sleep
Stuck in reverse

and the tears come streaming down your face
when you lose something you can't replace
when you love some one but it goes to waste
could it be worse?

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you

well high up above or down below
When you were too in love to let it go
But if you never try you'll never know
Just what you're worth

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you

Tears stream down your face
When you lose something you cannot replace
Tears stream down your face
And I

Tears stream down your face
I promise you I will learn from my mistakes
Tears stream down your face
And I

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you.

þriðjudagur, maí 23, 2006

Barometer DK


Mæli með þessari dönsku útvarpsstöð - á netinu. Hlusta mikið á hana í vinnunni, ekkert tal, bara góð lög (yfirleitt). Sneddí.

Úti skín sólin og inni rembist Ellen við tölfræði í population genetics. Held það sé ekki til betri leið við að gera mig syfjaða. Gæti sofnað núna.

Á fimmtudaginn er frídagur, mig langar í ferðalag.

Jesús, ég get ekki haldið mér vakandi yfir þessu, er búin að prenta út tvær greinar þar sem höfundar eru að nota þessa blessuðu tölfræði aðferðir, og er núna að reyna að sannfæra sjálfa mig að ganga að prentaranum, ná í greinarnar og byrja að lesa. En það gengur illa að ganga þangað.

Þetta er ótrúlega skemmtilegt blogg ekki satt? Engar fréttir. Ekki nema það teljist fréttnæmt að ég fór út að skokka í gær. Keypti nefnilega svo fína skó um daginn. Ætla að fara aftur í dag, þetta var ferlega hressandi. Held þetta sé reyndar virkilega fréttnæmt, því ég er ekki þekkt fyrir að skokka, hingað til amk. Ég er með ógeð á því hvað ég borða mikið og hreyfi mig lítið og eyði litlum tíma úti í þessu fína veðri hér. Þess vegna ákvað ég að þetta væri sniðugt. Með i-podinn, eðal. Nema hvað batteríið endist bara í 2o mín. sem er svo sem ágætis skokk-tími. Vildi bara að e-r myndi nenna að koma með mér, en hef ekki náð að sannfæra neinn só far. Óska eftir skokkfélögum.

Langar að djamma um helgina, það er svo langt síðan ég hef farið á alvöru djamm. Held það sé samt ekkert að gerast. Viljiði ekki koma í heimsókn til mín og taka með mér eitt gott djamm hér í borg??????? Geeeeerið það.......... Annars var ég að heyra sögusagnir um að Öglu og Vladda langi til að horfa á HM hjá Ellen í Leipzig... passar það??? Það væri geðveikt ;)

sunnudagur, maí 21, 2006

Tilgangur lífsins


Er kannski enn erfiðari spurning og ekki hægt að nálgast á eins empírískan hátt og fyrri spurningu. Kannski getum við mögulega einhvern tíma fundið svarið við spurningunni um upphaf lífsins, en um tilganginn er flóknara að rannsaka.

Kannski er svarið einfalt. Hugsa ekki of mikið, njóta augnabliksins, fá sér hvítvín á heitum sólríkum degi og rauðvín á köldu vetrarkvöldi. Borða góðan mat, vera með jákvætt viðhorf - horfa björtum augum til framtíðarinnar. Eða hvað? Kannski bara að horfa á Monty Python og hlæja. Hlæja eins mikið og eins oft og unnt er.

Ég man þegar Gunnar Eyjólfsson leikari spurði bekkinn í tjáningu 102 (eða hvernig sem númerin virkuðu nú í FB). Hvað er mikilvægast í lífinu? Svo benti hann ögrandi á mig. "Hlátur" sagði ég. Því mér finnst svo skemmtilegt að hlæja. Veit ekkert betra en að hlæja - elska að hlæja. "Slátur" sagði Gunnar og hló að eigin kímni (ég hló reyndar ekki á þeirri stundu, fannst þetta frekar ófyndið). Hann þóttist hafa betra svar. "Tíminn" sagði hann. Þegar maður er ungur er maður eilífur. Manni finnst það að minnsta kosti. Maður skilur ekki tímann. Ég held hann hafi haft rétt fyrir sér að miklu leyti. Tíminn er mikilvægur, hann kemur aldrei aftur og maður verður að passa vel upp á hann. Tíminn líður aldrei eins hratt og þegar maður eldist, mér finnst ótrúlegt að hafa verið hér í átta mánuði. Ég hef samt ekki enn lært að nýta tímann minn vel, sbr. að ég er að blogga í stað þess að vinna í pósternum fyrir HUGO ráðstefnuna.

Sá að Finnar unnu júróvisjón. Gott mál. Hefði samt viljað sjá Silvíu taka þátt.

Gekk frá flugmiðakaupum í gær. Kem heim 9. júlí og fer aftur út 27. júlí. Hefði viljað vera aðeins lengur, en það er allt uppbókað nánast. Hlakka ótrúlega til að koma heim. Get varla beðið.

þriðjudagur, maí 16, 2006

Upphaf lífsins


Er á námskeiði hér hjá Max sem snýst um þróun - þróun lífs. Byrjum á byrjunni, og erum búin að vera á byrjuninni í þrjú síðustu skiptin. Erum að lesa bók um þetta efni auk margra greina, og í gær gerði ég virkilega heiðarlega tilraun til að komast í gegnum texta um þetta. Ekki árangursrík tilraun verð ég að segja, fyrst upphafið var svona efna- og eðlisfræðilegt þá er það mér ofviða að skilja. Að minnsta kosti núna, ég hef ekki nennt að taka upp efnafræðibækurnar úr menntó, hvað þá eðlisfræði. Svo ég stend á gati. Það er þó að minnsta kosti eitt sem ég veit um upphaf lífsins; enginn getur vitað nákvæmlega hvernig það gerðist, engum hefur tekist að líkja eftir því umhverfi sem var hér fyrir 3.5 billjón árum því enginn veit nákvæmlega hvernig það var, svo þessari spurningu verður seint svarað. Sennilega aldrei. Annað fannst mér athyglisvert að það var ótrúleg tilviljun að líf kviknaði á jörðinni (eða annars staðar), það þurfti mjög nákvæm umhverfisskilyrði til að þetta gerðist, það hefði alveg eins getað gerst að ekkert líf kviknaði. Og ef það kviknar nýtt líf, s.s. eins og það gerðist allra fyrst (úr ólífrænum efnasamböndum..?) þá yrði það strax étið upp af því lífi sem er til staðar á jörðinni. Ekkert nýtt líf á sjéns eins og það átti sjéns á friðsælli jörðu fyrir þetta mörgum milljörðum ára. Vísindamenn eyða heilli starfsævi í það að komast að því hvernig líf varð til, en geta aldrei svarað því - þetta er ráðgáta. Við erum öll (allt líf) afkomendur stórkostlegrar tilviljunar sem átti sér stað á jörðinni, eða á annarri plánetu (sem skiptir engu máli því eftir stendur spurningin hvernig líf kviknaði fyrst). Kannski er til guð eftir allt saman???

þriðjudagur, maí 09, 2006

Myndir frá Krít


Búin að setja inn myndir frá Krít :) passwordið er sama og áður, allt með litlum stöfum.

Sólin skín, ég er að reyna að skrifa grein á fullu um mastersritgerðina áður en Aggi kemur (á morgun). Næ í hann á lestastöðina annað kvöld, og ætla að reyna að vera búin með eitthvað þá, svo hann verði ekki æfur! Gengur ágætlega, þrátt fyrir heiðskíran himin og hita og sumar og allt það. Vont en það venst (að vera inni í góða veðrinu þ.e.)

Endurnar á tjörninni við mötuneytið okkar (úti tjörn!) eru búnar að eignast litla unga, voða sætir. Síðasta sumar hurfu þeir allir á einni nóttu, köttur var grunaður um að hafa smyglað sér inn, en nú er búið að loka fyrir allar leiðir sem kettir geta notað til að krækja sér í andarbita.

mánudagur, maí 08, 2006

Heim á fornar slóðir


Komin heim :) Í sumar og sól og hita og græn tré og garða og grill og allt fleira tilheyrandi. Veðrið var betra í Þýskalandi en á Krít, það var ekki svo hlýtt á Krít, gátum til dæmis ekki synt í sjónum eða legið í sólbaði í bikiníi, því miður. En við gerðum margt annað skemmtilegt, fórum í langar göngur (hike - það vantar íslenskt orð yfir þetta, tillögur???), borðuðum ótrúlega góðan mat á hverju kvöldi, hittum áhugavert fólk og fleira og fleira. Mjög gaman, og það er mjööööög erfitt að ikoma sér að verki í vinnunni, það er glampandi sól, 30 stiga hiti örugglega og ekki skýhnoðri á himni. Hvernig er þetta hægt??? Er að hugsa um að fara upp á þak að lesa greinar, en ég er bara ansi hrædd um að höfuðleður mitt höndli það ekki, gleymdi nefnilega að vera með hatt í einni göngunni á Krít og brann á höfðinu. Ekki mjög þægilegt, en ætli það sé ekki búið að jafna sig...

annars lenti míó í smá slysi áður en ég fór út. Ég var að borða morgunmat og míó var labbandi á svölunum og fór síðan yfir á gluggakistuna og datt þaðan niður, sennilega 5 metra fall og tábrotnaði. Ég þurfti að fara með hann til dýralæknis, þremur tímum fyrir flug, mikið stress, og endaði á því að skilja hann þar eftir og vinur minn sótti hann þangað eftir að hann skutlaði okkur upp á völl. Ég þurfti því að skilja við aumingja Míó í sárum sínum, mér fannst það afar erfitt. Það er lítið hægt að gera við þessu, nema senda hann í 1000 evru aðgerð sem ég hef ekki efni á. Ég geri ýmislegt fyrir þennan blessaða kött, en þarna dreg ég línuna. Svo hann verður að jafna sig á þessu á nokkrum vikum, en mun sennilega aldrei jafna sig alveg. Er pínu haltur og aumur í sér, en hann getur enn hoppað og leikið listir sínar, svo þetta er ekki svo alvarlegt.

Jæja, best að reyna að koma sér að verki.

læt myndir á netið bráðlega frá Krít :)