mánudagur, október 31, 2005

Sunnudagsmánudagur og tímamunur

Nú er bara klukkutíma munur á Íslandi og Þýskalandi. Tók eftir því í gær þegar ég var að labba í bænum að klukkan var bara hálf fimm þegar ég hélt hún væri hálf sex. Græddi klukkutíma, hehehe. Veðrið hér er búið að vera ótrúlega gott, sól og fremur hlýtt, en ég er búin að eyða mest allri helginni í undirbúning fyrir fyrirlesturinn. Annars er frídagur í dag, ég er nánast ein í vinnunni í dag. Þetta er e-s konar trúar-frídagur, confirmation day held ég að þeir kalli þennan blessaða dag. Skiptir mig litlu máli, ég er bara ánægð með alla frídaga! Svo er ég að fara til Edinborgar á föstudaginn, get vart beðið, þetta verður megastuð ferð. Ætla sem sagt að heimsækja Auði og Hermann og verð þar í þrjá daga.

Keypti mér miða á Bloc Party, 29. nóv í Dresden. Við förum fimm saman, á bíl. Það verður líka megastuð ferð, held að þetta sé ein besta plata sem til er í heiminum.

Best að halda áfram, ég er með prufukeyrslu á fyrirlestrinum kl. fimm í dag fyrir samnemendur mína. Verð orðin þvílíkt æfð á morgun, rúlla þessu upp ;)

fimmtudagur, október 27, 2005

Námið og fylgifiskar þess

Jæja, þá er komið að því. Ég þarf að halda fyrirlestur á þriðjudaginn, um verkefnið mitt, og það sem ég hef verið að gera hingað til (hjá Max). Best að segja þeim frá misheppnuðum PCR tilraunum!!! gaman gaman. Er samt að pæla í að kynna mastersverkefnið líka, koma því aðeins á framfæri og sýna þeim hversu fjölhæf ég er, hehehe.

Annars lítið að frétta, hitti prímatastelpurnar í gær og það er alltaf jafn gaman að heyra sögur af frumskóginum og öpunum. Carol eldaði ótrúlega gott lasagne með rækjum, hljómar undarlega en það var mjög gott.

Ég er komin með þýskt gsm-símanúmer, ef þið viljið senda mér sms eða ná í mig:
+49 (0)1628823630.

laugardagur, október 22, 2005

Master Ellen

Í dag útskrifaðist ég :) Svo framvegis megið þið kalla mig Master Ellen. Hohohoho.

Er að borða pizzu og er á leið í partý. Endalaus partý, hvar endar þetta?

fimmtudagur, október 20, 2005

Samnemendur minir hja Max Planck

Thetta eru samnemendur minir hja Max. Fra vinstri: Philip (Austurriki), Choy (Korea), Katja (Ukraina), Carol (Belgia), eg (Island, hohoho), Adrian (Bretland), Matt (Kanada) og Ben (USA).

Katja og Carol eru primatastelpurnar sem eg elda med a midvikudogum! Adrian er ungi breski strakurinn sem eg hef farid mikid ut med.

Thetta er bara hluti af nemunum, myndin var tekin a safni i Halle og vid stondum vid risa fornsogulegan fil!

jamm jamm.

miðvikudagur, október 19, 2005

Matarbod

Jaeja,

Eg er buin ad bjoda primatastelpunum i mat til min i kvold og eg hef ekki hugmynd um hvad eg a ad elda!!! Mer dettur ekkert i hug, serstaklega ekkert sem gaeti talist islenskt. Vitid thid um uppskriftir af godum fiskrettum??? Getid thid sent mer uppskriftina af coq-au-vine (kjuklingurinn i raudvininu sem eg gerdi einu sinni heima), gaeti gert thad ef allt annad bregst! thad var ekki svo flokid minnir mig...

Annars er buid ad ganga illa a lab-inu nuna, PCR ekki ad virka og eg er ad fikra mig afram med tilraunir. Otrulega threytandi. For i badminton i gaer og er med hardsperrur i dag, thetta er otrulega erfitt madur. Langadi mest til ad haetta i gaer, spiladi tvilidaleik med thvilikt godu folki og var alltaf ad kludra e-u, strakurinn sem var med mer i lidi var ekki anaegdur. Thad er thetta sem eg fila ekki vid hopithrottir, folk tekur thessu svo alvarlega og verdur svo leidinlegt ef illa gengur. En buin ad laera god trix, eda adferdir... thetta getur verid helviti erfid ithrott.

Er buin ad kaupa mer mida til Edinborgar, 4.-7. nov, ad heimsaekja Audi og Hermann :) Hlakka gedveikt til.

Mid-vika, vona ad thad fari ad ganga betur a lab-inu.

föstudagur, október 14, 2005

PCR positive

Það hefur svo sem ekki mikið borið til tíðinda fyrir utan það að ég fékk PCR-ið mitt til að virka í dag :):):) Búið að ganga frekar brösulega en ég var voooða ánægð að sjá bönd í gelinu í dag. Þetta þýðir að búturinn sem ég var að magna upp á MC4R geninu magnaðist upp og það fæst staðfest þegar maður skoðar afurðina úr PCR (DNA-ið) á geli! jáhá.

Annars var miðvikudagskvöldið mjög áhugavert, eyddi því með tveimur stelpum sem eru prímatafræðingar og eru á leið til Afríku í janúar/febrúar til að skoða simpansa og górillur. Þær þurfa að vera í mjög góðu formi áður en þær fara því þær þurfa að ganga langar leiðir til að finna apana. Þær eru í e-s konar "búðum" þar sem þær geyma allt dótið sitt, en svo þurfa þær að fara í skóginn með tjald og einn innfæddan leiðsögumann og dvelja þar jafnvel í tvær vikur að elta apa og ein þeirra er að skoða saur úr þeim, svo það er ekki einu sinni víst að hún sjái nokkurn tíma apana, bara saurinn!!! Úr saurnum er sem sagt hægt að fá DNA. En ein þerra er prímata-sálfræðingur og er að gera ýmsar rannsóknir á "cognitive behaviour" sem mér finnst mjög spennandi. Þá fer hún í skóginn og finnur apana og leggur fyrir þá ýmsar "gátur", eins konar tilraunir (sem skaða apana ekki!). Mér finnst þetta magnað, þær þurfa að vera fyrst í 6 mánuði á staðnum (skiptast á að fara í skóginn og vera í búðunum) og svo koma þær til leipzig, og þurfa svo að fara aftur í skóginn í langan tíma. Þannig að þeirra doktorsnám tekur mun lengri tíma. Allt mjög spennandi, en ég veit ekki hvort ég myndi meika að vera ein í skóginum með innfæddum leiðsögumanni (ein þerra er að fara á fílabeinsströndina þar sem flestir tala frönsku, en hún talar enga frönsku og er því algerlega mállaus í þann tíma sem hún fer með leiðsögumanninum í skóginn) án þess að tala tungumálið. Engin þægindi, engin email eða sími eða rafmagn yfir höfuð. Bara þunn föt í felulitum og gúmmístígvel. Og fullt af glösum til að safna saur í. Úff. Myndi frekar vilja gera það sem prímata sálfræðingurinn er að gera.

Þetta er þægilegra fyrir erfðafræðingana. Þeirra vettvangsvinna felst í því að fara á framandi staði og ná í sýni úr fólki. Ekki saursýni! Vona að ég fái tækifæri til þess að gera það. Því miður eru til fullt af sýnum frá Pólynesíu hér, ætti kannski að koma þeim fyrir kattanef og bjóðast til að fara þangað og ná í fleiri...

Helgin er lítið plönuð nema í kvöld er ég að fara að hitta íslenska stelpu sem er erasmus nemi hér, spennandi :)

Góða helgi.

sunnudagur, október 09, 2005

Sunnudagur

Mjög góður sunnudagur í dag. Það er kominn október og veðrið hér er búið að vera eins og íslenskt sumarveður eins og það gerist best. Var ekki alveg búin að átta mig á því hvað var gott veður svo ég eyddi fullt af tíma í þrif hér (enda þörf á því), svo fór ég út klædd jakka og rúllukragapeysu með trefil í töskunni til öryggis, en þá mætti ég bara fólki í stuttermabolum og stuttbuxum. Svo ég fór í garð sem er rétt hjá mér og lagðist í sólbað, ótrúlega ljúft. Svo labbaði ég í miðbæinn og fékk mér köku og kaffi og fór svo að sjá mynd á heimildamyndahátið sem var að klárast í dag. Hefði viljað sjá meira, reyndar var myndin sem ég sá í dag ekkert geðsleg, var um verkamenn í fimm löndum, þ.a.m. Súdan þar sem sýnt var frá stað þar sem fólk vinnur við að slátra geitum og kúm, hrikalega ógeðslegt, ég hélt ég myndi þurfa að hlaupa út.

Ætlaði að vera þvílíkt dugleg að læra en hef ekkert gert af því í dag... damn it. Endalaust samviskubit, ég verð að vera þvílíkt dugleg í vikuni. Byrja á þýskunámskeiði á morgun, ekki seinna vænna, er orðin ansi þreytt á því að vera svona mállaus. Verst er þegar ég hitti margt fólk í einu sem er þýskumælandi, þá tala allir bara þýsku og maður skilur ekki neitt og er svo mikið útundan. Ekki gaman.

Svo ég verð að einbeita mér að blessaðri þýskunni.

Og náminu kannski líka... já.

miðvikudagur, október 05, 2005

Real life

Kynningarmánuður búinn og alvara lífsins tekin við, þó ekki alveg, er eiginlega að bíða eftir að Mark hafi tíma til að hitta mig svo við getum rætt verkefnið. Höfum ekki gert það ennþá svo ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta verður ennþá, frekar óþægileg aðstaða.

Helgin var mjög fín, fór í partý á föstudaginn fyrir nýju doktorsnemana sem var haldið hér í vinnunni, nóg af veitingum eins og alltaf. Á laugardaginn fór ég í svona ekta "heima-partý" í íbúð sem fólk deilir sem virkar þannig að allir bjóða öllum og allt er opið fyrir alla! Svona kommúnufílingur yfir þessu öllu. Satt best að segja er ég orðin of gömul fyrir þetta, mig langar rosalega í mína eigin íbúð, finn það strax að þetta á engan veginn við mig, að deila íbúð með öðrum. Ég þarf bara mitt privacy og vil hafa hlutina eins og ég vil hafa þá án þess að aðrir skipti sér að, og hananú! Er líklega orðin afar sérvitur.

Svo er mamma búin að gefast upp á Míó og ég er að reyna að finna lausn á því máli. Get ekki flutt hann út strax, ég hitti dýralækni í gær sem sagði mér að það væri mjög slæmt fyrir dýr að fara niður í "gæludýra rýmið" í flugvélunum, það er svo mikill hávaði þar og ekkert fólk sem getur annast dýrin. Míó er nú nógu viðkvæmur fyrir, hann myndi örugglega missa vitið. Þannig að ég ætla að athuga hvort það megi ekki bara taka hann inn í vélina, vitiði hvort það megi???

Á sunnudaginn fór ég til Berlínar á tónleika sem voru skipulagðir af Klink og Bank, hitti Arnar Eggert þar sem líklega hefur skrifað pistil um þetta í Morgunblaðið, væri reyndar mjög til í að sjá hann, tókuð þið eftir honum? (pistlinum) Tónleikarnir voru áhugverðir, sumt aðeins of experimental fyrir minn smekk, en þetta var samt gaman.

Það er orðið mjög kalt hér, íbúðin mín er mjög köld og það fer mikið í taugarnar á mér. Sambýliskona mín virðist aaaaaaafar sparsöm og vil helst ekkert kynda. Hún er það tillitsöm að þegar hún fer að sofa (sem getur gerst fyrir kl. tíu) þá passar hún upp á það að slökkva á kyndingunni fyrir alla íbúðina þar sem aðal hitarofinn er inni hjá henni. Lucas, hinn sambýlingur minn, sagði mér um daginn að hann ætlaði að hengja plast á alla veggi í herberginu sínu til að einangra, það gæti örugglega togað gráðurnar upp (a.m.k. eina tvær?), mér datt í hug að spyrja af hverju hann kveikir ekki bara á ofninum inni hjá sér en mér fannst það eiginlega of vera of augljóst til að nefna. Hann er nú einu sinni að læra eðlisfræði og ætti að vita hvað hann er að gera... Stelpan passar líka upp á það að geyma útvarpið á gólfinu ef ske kynni að fólk frá útvarpinu kæmi og vildi rukka okkur fyrir notkun á útvarpinu. Það má ekki gerast, best að geyma útvarpið á gólfinu í staðinn, enda sándar það mun betar þar. Hún hengdi nýlega upp sturtuhengi inn á bað og til að ganga úr skugga um að allt væri í réttum skorðum hengdi hún upp reglur inn á bað um hvernig á að nota sturtuhengið, á ensku og þýsku, afar alþjóðlegt og skemmtilegt það. Við höfum ekki getað notað ruslaföturnar okkar í tvo daga því henni datt í hug að djúphreinsa þær, þær standa inn á baði fullar af sápuvatni og það virðist ekki útlit fyrir að þær verði hreinar á næstunni. Alltaf passar hún upp á að slökkva öll ljós um leið og hún yfirgefur hvert herbergi, stundum held ég að hún sé með eftirlitsmyndavélar inn í herberginu sínu til að fylgjast vel með að allt sé slökkt ef enginn er frammi.

Gaman að þessu. Það ætti því ekki að vekja undrun að ég er farin að líta í kringum mig eftir íbúðum, minni eigin íbúð, en ég veit bara ekki hvernig þetta virkar með að segja upp leigusamningi, mun komast að því bráðlega...

Þýskar sparnaðarkveðjur,