miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Hiti, sviti og laeti

Vonandi fae eg fljotlega goda net-tengingu heim svo eg geti farid ad syna ykkur myndir af nyja heimilinu minu. Aetladi ad vinna thar i dag i ritgerdinni en ta byrjudu voda framkvaemdir i kjallara tar sem storir borar voru notadir og husid hristist eins og i jardskjalfta. Svo eg fludi a netkaffi og fekk mer kaffi. Taeknin her i thyskalandi er ekki a hau stigi, i raun eins og ad fara svona 5 ar aftur i timann (til ad vera nakvaem, en margt gerist i tessum efnum a fimm arum!!!), meira ad segja tengingin i vinnunni er haeg og leleg. Og tolvan sjalf eins og af Arbaejarsafninu!!! held eg taki lappann med mer i vinnuna i stad tess ad vinna a tessu skrapatoli.

Annars hefur allt gengid vonum framar, eg er buin ad koma mer agaetlega fyrir heima og hitti i fyrsta sinn sambyling minn i gaer. Thyskur strakur ad laera edlisfraedi, 22 ara, frekar alvarlegur... en svo kemur stelpan ekki fyrr en i oktober. Eg fer a kynningarfund a Max a fostudag, svo byrja eg a man ad vinna... kvidi sma fyrir, rosa reglur sem gilda um allt tharna. Tarf ad venjast tessum thyska aga. For td i bud i gaer og gleymdi veskinu minu heima (kemur a ovart), svo tegar kom ad tvi ad eg atti ad borga og eg fattadi ad eg var ekki med veskid vard afgreidslukonan alveg snar! tad var rosa long rod og allt stoppadi og hun nanast oskradi a mig a thysku ord sem eg skildi sem betur fer ekki!!! For naestum ad grenja af vidkvaemni, er ekki von svona horku!!! En fyrir utan tetta atvik hafa adrir tjodverjar verid mjog svo hjalplegir og vinalegir.

Jaeja, best ad fara ad koma ser heim. Fattadi ad eg a engin fot i thetta vedur, tad er endalaus sol og hiti, kann ekki ad klaeda mig i svona vedri.

bless i bili

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Komin til Leipzig

Komin! Er nuna a stofnuninni og buin ad fa plass her med skrifbordi vid gluggan a efstu haed, anaegd med tad. Er med utsyni yfir kaffistofuna nidri! Var ad skrifa undir fullt af pappirum, sennilega buin ad vera her i tvo tima i endalausri pappirsvinnu. Er nuna a leid i baeinn ad redda mer ymsu doti sem eg vil hafa i ibudinni. Ibudin er fin, madur er samt svo vanur alveg rosalega haum standard a islandi ad allt annad er sma sjokk og sma vidbrigdi. Thetta er gamalt hus med skrytinni raka-lykt, en herbergin eru fin og saemilega snyrtilegt. Eldhusid er frekar osnyrtilegt en badid er fint, med badkari. Eg byrjadi a tvi i gaer ad lata renna i heitt bad og naut tess ut i ystu aesar ad liggja tar og lata treytuna lida ur likamanum eftir ferdalagid langa og leidinlega. Keypti mer raudvin og kerti en fann hvorki floskuopnara ne kveikjara svo thad var litid gagn i teim taegindum!

ferdalagid gekk bara vel, var bara erfitt med allan farangurinn. Eg turfti ad borga yfirvigt fyrir hvert gramm hja SAS, tratt fyrir ad velin var nanast tom og adeins trir fartegar fyrir utan mig med farangur (af niu fartegum). Flyg ekki aftur med SAS. Svo kom vinur Friedu ad na i mig a flugvollinn sem var mjog fint, hjalpadi mer ad komast heim og baud mer svo ut ad borda. Verst hvad hann talar lital ensku sem getur verid svolitid treytandi og erfitt. Aetli eg verdi ekki ad fara ad laera tysku sem fyrst.

Jaeja, nenni ekki ad hanga inni, uti er 30 stiga hiti og glampandi sol :)

heyrumst

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

brottför

Dagur í brottför. Mikið stress í gagni, dreymdi flugslys í nótt, ég var samt ekki í vélinni sjálf. En hún hrapaði í sjóinn rétt fyrir utan París (í draumnum var París hafnarborg!). Ekki furða að mig dreymi flugslys miðað við allan þann fjölda flugslysa undanfarið... úff.

Ég mun vera dugleg að blogga ef ég kemst mikið á netið amk.

Góðar stundir

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

the Road to Hell is paved with Good Intentions

sagði Aggi við mig í dag! ég ætla mér of mikið og er því... on a highway to hell. Maður má ekki ætla sér of mikið, það er glötun. En það er bara svoooooo erfitt að klára, ég óska eftir starfskrafti til að klára fyrir mig. Borga hvað sem er hvenær sem er hvar sem er.

mánudagur, ágúst 15, 2005

Heimilið mitt í Leipzig


Leipzig
Originally uploaded by austurfari.
Þá er það komið á hreint hvar ég mun búa. Það er í suðurhluta borgarinnar, fæ tvö herbergi í íbúð sem er tæpir 100 fm2, eitt lítið og annað stórt, svo ég get alltaf tekið á móti gestum. Þetta er ekki mynd af húsinu mínu, heldur mynd af miðbænum :) Íbúðin er ekki langt frá vinnunni minni, mun geta hjólað til og frá vinnu, mjög gott.

laugardagur, ágúst 13, 2005

Vökumeðal

Er til eitthvað svona vökumeðal??? Ég er svooo syfjuð, er að reyna að koma mér að verki það bara gengur ekki sökum þess að ég get ekki haldið augunum opnum. Fór á Iðu að læra því mér gekk svo illa heima, þangað komu Lilja, Elín og Guðbjörg Þ, fékk mér hvítvínsglast og hélt að andinn kæmi yfir mig, en nei, þetta hafði þveröfug áhrif, nú er ég alveg að sofna. Fékk mér kleinuhring og kaffi og hélt ég myndi vakna af annað hvort koffíninu eða sykrinum, en nei, þetta hafði líka öfug áhrif. Vildi að ég gæti tekið vöku-inspiration lyf. Ætla í lyfjafræði og framleiða svoleiðis, og mörg önnur sniðug lyf handa námsmönnum sem eiga erfitt með að einbeita sér og klára mastersverkefni.

Um daginn sá ég háaldraða konu borða sóma-hamborgara sem hitaður var í örbylgjuofni í Kjötborg, hún sat á bekk fyrir framan búiðina í fínum kjól með stafinn sinn og silfurgrátt hár og hakkaði í sig örbylgjuborgarann. Mér fannst eitthvað bogið við þessa mynd, það ætti að vera aldurstakmark á sóma-borgurum. Kannski hét hún líka Birta Sól. Þvílík tímaskekkja.

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Enn meiri frestun

Búin að fresta útskrift enn lengur, veit ekki hvenær hún mun eiga sér stað ef hún mun einhvern tíma eiga sér stað yfir höfuð! Kannski held ég smá kaffi sunnudaginn eftir menningarnótt, ef ég verð nær því að klára. Fremur fúlt. Læt ykkur vita.

laugardagur, ágúst 06, 2005

Iruya


Iruya
Originally uploaded by austurfari.
Mig langar að vera stödd þarna núna. Ekki heima í eldhúsinu mínu að læra. Myndin er tekin í Argentínu, nálægt þorpinu Iruya, einn fegursti staður í heimi. Við keyrðum í 4000m hæð til að komast þangað. Ógleymanlegt.

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Frestun

Ég er búin að fresta útskriftarteiti þann 6. ágúst. Ætla að hafa það 13. ágúst í staðinn. Þá verð ég vonandi búin með ritgerð. En indie-ballið verður á sínum stað á laugardaginn, opið hús svo allir eru velkomnir.

Mér fannst hálf asnalegt að fara að halda útskriftarveislu áður en ég er búin með ritgerðina... svo ég held það sé heillavænlegast að fresta henni...

Hlakka til að sjá ykkur á laugardaginn.