laugardagur, ágúst 13, 2005

Vökumeðal

Er til eitthvað svona vökumeðal??? Ég er svooo syfjuð, er að reyna að koma mér að verki það bara gengur ekki sökum þess að ég get ekki haldið augunum opnum. Fór á Iðu að læra því mér gekk svo illa heima, þangað komu Lilja, Elín og Guðbjörg Þ, fékk mér hvítvínsglast og hélt að andinn kæmi yfir mig, en nei, þetta hafði þveröfug áhrif, nú er ég alveg að sofna. Fékk mér kleinuhring og kaffi og hélt ég myndi vakna af annað hvort koffíninu eða sykrinum, en nei, þetta hafði líka öfug áhrif. Vildi að ég gæti tekið vöku-inspiration lyf. Ætla í lyfjafræði og framleiða svoleiðis, og mörg önnur sniðug lyf handa námsmönnum sem eiga erfitt með að einbeita sér og klára mastersverkefni.

Um daginn sá ég háaldraða konu borða sóma-hamborgara sem hitaður var í örbylgjuofni í Kjötborg, hún sat á bekk fyrir framan búiðina í fínum kjól með stafinn sinn og silfurgrátt hár og hakkaði í sig örbylgjuborgarann. Mér fannst eitthvað bogið við þessa mynd, það ætti að vera aldurstakmark á sóma-borgurum. Kannski hét hún líka Birta Sól. Þvílík tímaskekkja.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home